68. fundur
07. apríl 2016 kl. 16:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Páll Magnússonbæjarritari
Margrét Friðriksdóttir
Sverrir Óskarsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Fundargerð ritaði:Páll Magnússonbæjarritari
Dagskrá
1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar
I Önnur mál - fundargerðir II Kosningar
2.1604245 - Skráning fjárhagslegra hagsmuna. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni og Ásu Richardsdóttur.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram tillögu sem hann stendur að ásamt Ásu Richardsdóttur. Tillagan er svohjóðandi: "Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að skrá nú þegar fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa og birta á vef bæjarins. Bæjarritara og bæjarlögmanni verði falið að gera drög að reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar. Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir"
Forsætisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sverrir Óskarsson leggur til að tekið verði saman minnisblað á stjórnsýslusviði um gildandi lög, reglur og samþykktir er varða hæfi og hagsmuni bæjarfulltrúa við störf sín.
II Kosningar