Forsætisnefnd

226. fundur 07. nóvember 2024 kl. 13:00 - 13:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 1. varaforseti
  • Björg Baldursdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.2301105 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar

Almenn mál

2.24102732 - Siða - og samskiptareglur kjörinna fulltrúa

Frá bæjarstjóra, ósk um álit varðandi hvort að samskipti bæjarfulltrúa við embættismenn samræmist siða- og samskiptareglum kjörinna fulltrúa. Samhliða lagt fram álit bæjarlögmanns.
Forsætisnefnd óskar eftir nánari skýringu á samskiptum forstöðumanns Roðasala og bæjarfulltrúans Theódóru S. Þorsteinsdóttur sem vitnað er til í erindinu.

Almenn mál

3.2310547 - Siðareglur kjörinna fulltrúa

Á 1307. fundi bæjarstjórnar þann 22. október voru siðareglum kjörnna fulltrúa vísað til forsætisnefndar til frekari úrvinnslu.
Forsætisnefnd samþykkir að halda vinnufund bæjarfulltrúa 19. nóvember n.k. kl. 14 í bæjarstjórnarsalnum.

Næsti fundur forsætisnefndar verður 14. nóvember n.k. að loknu bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 13:30.