Forsætisnefnd

10. fundur 07. júní 2013 kl. 13:00 - 13:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Tillaga að samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar. Fyrri umræða.

II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.

III. Kosningar.

2.1306180 - Ný bæjarmálasamþykkt

Forsætisnefnd vísar tillögu að samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1306176 - Námsferð Ráðgjafa- og íbúðadeildar til Tampere haustið 2013

Frá stasrfsmönnum ráðgjafa- og íbúðadeildar velferðarsviðs. Styrkumsókn vegna ferðar til Tampere.



Forsætisnefnd hafnar erindinu þar sem námsferðir eru ekki styrktar með fjármunum til vinabæjasamskipta.

4.1306175 - Tillaga um vinabæjarsamband við Lublin eða Krásnik í Póllandi

Erindi um hugsanlegt vinabæjarsamband við Lublin eða Krásnik í Póllandi.

Forsætisnefnd leggur áherslu á að efla samskipti við núverandi vinabæi áður en leitað verði eftir frekara vinabæjasamstarfi.

Fundi slitið - kl. 13:00.