Forsætisnefnd

175. fundur 09. apríl 2021 kl. 10:00 - 11:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Ársreikningur 2020.
II. Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.
III. Starfsreglur og inn- og útskriftarreglur sérdeilda í grunnskólum Kópavogs.
IV. Önnur mál - fundargerðir.
V. Kosningar.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.2012337 - Reglur um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá lögfræðideild, dags. 10. mars, lögð fram umsögn um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum í tilefni af framlögðum drögum að reglum um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka.
Um framlög til stjórnmálaflokka fer skv. lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006. Í 5. gr. framangreindra laga er mælt fyrir um skyldu fjölmennari sveitarfélaga til að veita framboðum til sveitarstjórnar fjárstuðning. Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar um reikningshald stjórnmálaflokka, sbr. IV.kafla framangreindra laga. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gefið út viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka á grundvelli sömu laga. Fyrirkomulag framlaga bæjarstjórnar Kópavogs hefur verið í samræmi við framangreint lagaumhverfi um fjármál stjórnmálaflokka.
Þrátt fyrir heimild samkvæmt framangreindum lögum og leiðbeiningum settum á grundvelli þeirra, leggur forsætisnefnd til við bæjarstjórn að auglýsingum á vegum Kópavogsbæjar verði hætt í útgáfum á vegum stjórnmálaflokka. Þá leggur forsætisnefnd jafnframt til að endurskoðun á fjárframlögum til stjórnmálaflokka verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:00.