Forsætisnefnd

172. fundur 18. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:28 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
- Viðaukar 2021
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.2012337 - Reglur um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka, ásamt svari við fyrirspurn um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka á þessu kjörtímabili og því síðasta og upphæð þeirra, dags. 18. janúar. Bæjarráð vísaði málinu til forsætisnefndar til umfjöllunar á fundi sínum þann 11. febrúar sl. sem skyldi einnig taka til umfjöllunar fjárhæð styrkja til stjórnmálaflokka.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Almenn mál

3.1906196 - Hagsmunaskráning - Framhaldsmál

Uppfærð drög reglna um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:28.