Forsætisnefnd

161. fundur 03. september 2020 kl. 16:00 - 17:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir.
II. Kosningar
-Kosning tveggja í SÍK

Almenn mál

2.2001790 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata um að birta laun kjörinna fulltrúa

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, tillaga um að upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa í Kópvogi verði birtar á vef bæjarins á skýran og aðgengilegan hátt. Erindinu var vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns þann 30. janúar 2020. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar forsætisnefndar á fundi sínum þann 6. ágúst sl. Lögð er fram umsögn lögfræðideildar frá 24. ágúst vegna málsins.
Forstöðumanni UT deildar falið að ljúka vinnu við tæknilega framsetningu fyrir næsta fund forsætisnefndar.

Gestir

  • Ingimar Þór Friðriksson - mæting: 16:00

Almenn mál

3.1906196 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ, hagsmunaskráning - Framhaldsmál

Frá bæjarritara, lögð fram drög að reglum um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ ásamt tillögu að eyðublaði.
Forstöðumanni UT deildar falið að ljúka vinnu við tæknilega framsetningu fyrir næsta fund forsætisnefndar.

Gestir

  • Ingimar Þór Friðriksson - mæting: 16:20

Almenn mál

4.1705174 - Öldungaráð, samráðsfundur

Öldungaráð óskar eftir að forsætisnefnd skoði að ráðið fundi með bæjarstjórn einu sinni á ári.
Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Forsætisnefnd ályktar að ekki sé tilefni til að funda reglubundið með öldungaráði þar sem í ráðinu sitji þrír bæjarfulltrúar. Er að því leyti ólík staða á milli ungmennaráðs og öldungaráðs. Þetta komi þó ekki í veg fyrir að bæjarstjórn fundi með öldungaráði af sérstöku tilefni.

Almenn mál

5.2002398 - Ungmennaráð Kópavogs 2020

Tillaga ungmennaráðs um kaffihúsaspjall með bæjarfulltrúum fyrir 15. september nk. áður en nýtt ungmennaráð verður skipað.
Forsætisnefnd ályktar að ekki verði unnt að funda í formi kaffihúsaspjalls með ungmennaráði að þessu sinni vegna Covid takmarkana. Forsætisnefnd hvetur tengiliði bæjarstjórnar í Ungmennaráði til þess að koma á framfæri tillögum ungmennaráðs í komandi fjárhagsáætlunargerð.

Fundi slitið - kl. 17:39.