Forsætisnefnd

159. fundur 18. júní 2020 kl. 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar

Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að setja á dagskrá kosningu í Velferðarráð, Menntaráð og Skipulagsráð í samræmi við erindisbréf ráðanna, þrátt fyrir að bæjarmálasamþykkt kveði á um kosningu í ráðin til fjögurra ára. Jafnframt hefur forsætisnefnd falið bæjarritara að yfirfara bæjarmálasamþykkt og gera tillögu að breytingum sem taki mið af gildandi erindisbréfum ráðanna.

Almenn mál

2.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt, erindisbréf ráða.

Yfirferð bæjarmálasamþykktar vegna breytinga á erindisbréfum.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að yfirfara og gera tillögu um breytingar á bæjarmálasamþykkt sem taki mið af gildandi erindisbréfum ráðanna.

Fundi slitið.