Forsætisnefnd

153. fundur 19. mars 2020 kl. 16:00 - 17:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
- Covid-19
II. Önnur mál - fundargerðir.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.2001573 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata um hvort bæjarfulltrúi Sjálftæðisflokks hefði brotið siðareglur

Lögð fram afgreiðsla siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á erindi forsætisnefndar um hvort bæjarfulltrúi hefði brotið siðareglur bæjarfulltrúa Kópavogs.
Lagt fram.

Almenn mál

3.2003054 - Reglur um birtingu fylgigagna með fundargerðum á vef Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að reglum um birtingu fylgigagna með fundargerðum á vef Kópavogsbæjar. Forsætisnefnd frestaði málinu á fundi sínum þann 5. mars sl. og hvatti bæjarfulltrúa til að kynna sér regludrögin og gera athugasemdir fyrir næsta fund nefndarinnar.
Forsætisnefnd samþykkir að vísa drögum að reglum um birtingu fylgigagna til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn mál

4.1912421 - Óskað eftir umfjöllun um kjaramun aðal- og varamanna

Frá lögfræðideild, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi vegna fyrirspurnar um kjaramun aðal- og varamanna í nefndum og ráðum bæjarins.
Forsætisnefnd vísar málinu til umsagnar fjármálastjóra.

Almenn mál

5.1906196 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ - Framhaldsmál

Frá bæjarritara, lögð fram drög að reglum um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ ásamt tillögu að eyðublaði.
Forsætisnefnd frestar erindinu til úrvinnslu bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 17:39.