Forsætisnefnd

146. fundur 21. nóvember 2019 kl. 16:00 - 16:41 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fjárhagsáætlun 2020 - seinni umræða.
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.1911566 - Óskað eftir umræðu um 32. gr. sveitarstjórnarlaga m.t.t. lífeyrisréttinda kjörinna fulltrúa. Tillaga frá Karen Elísabetu Halldórsdóttur

Óskað er eftir að forsætisnefnd taka til skoðunar 32. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem heimilar sveitarstjórnum að setja nánari reglur um réttindi sveitarstjórnarmanna, s.s. varðandi lífeyrissjóði, fæðingarorlof og biðlaun. Skoðað verði sérstaklega afhverju Kópavogur greiðir ekki mótframlög vegna séreignasparnaðar kjörinna fulltrúa, ástæður hvers vegna það sé ekki gert og hvernig sé staðið að þessum málum í nágrannasveitarfélögum. Einnig mætti skoða önnur réttindi í þessu samhengi.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Almenn mál

3.1911567 - Fyrirspurn um aðkomu Hafnarstjórnar að ýmsum málum. Frá Guðmundi Geirdal

Óskað er eftir umræðu um tilgang og aðkomu Hafnarstjórnar að málum, t.d. í hvaða tilfellum rétt sé að vísa erindum til nefndarinnar.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Almenn mál

4.1911568 - Fyrirspurn um fundargerð ritaða á fundi með íbúum Bakkabrautar þar sem ákvarðanir voru teknar um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Frá Guðmundi Geirdal

Fyrirspurn um fundargerð ritaða á fundi með íbúum Bakkabrautar þar sem ákvarðanir voru teknar um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 16:41.