Forsætisnefnd

139. fundur 06. júní 2019 kl. 16:00 - 16:53 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.16091082 - Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks

Lögð fram drög að erindisbréfi notendaráðs vegna málefna fatlaðs fólks sem velferðarráð samþykkti fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs. Bæjarráð vísaði málinu til forsætisnefndar á fundi sínum þann 13. maí sl.
Forsætisnefnd samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum.

Almenn mál

2.1810550 - Óskað eftir upplýsingum um kynjahlutfall í fastanefndum

Frá bæjarritara, dags. 23. apríl, lögð fram umsögn um erindi jafnréttis- og mannréttindaráðs til forsætsinefndar um kynjahlutfall í fastanefndum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Almenn mál

3.1906196 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Á fundi sínum þann 12. júní 2018 fól bæjarstjórn forsætisnefnd að fara yfir gildandi siðareglur og gera tillögu til bæjarstjórnar um staðfestingu þeirra eða tillögur til breytinga. Forsætisnefnd fól bæjarritara að afla upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort siðanefnd myndi gefa frekari leiðbeiningar til nýkjörinna sveitarstjórna við gerð siðareglna. Lagt fram svar frá sambandinu varðandi stöðu á vinnu siðanefndar sambandins við gerð leiðbeininga til sveitarstjórna.
Forsætisnefnd leggur til við bæjarstjórn að siðareglurnar verði staðfestar óbreyttar.

Almenn mál

4.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
II. Kosningar

Fundi slitið - kl. 16:53.