Forsætisnefnd

136. fundur 04. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Tillaga um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra.
II. Fundargerðir nefnda - önnur mál.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.1812401 - Ólögmæt takmörkun á aðgengi að upplýsingum, krafa um úrbætur

Tillaga frá bæjarritara um aðgengi 1. varabæjarfulltrúa hvers framboðs að gögnum.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fyrsti varafulltrúi hvers framboðs sem fulltrúa á í bæjarstjórn Kópavogs skuli hafa aðgengi að gögnum sem fylgja fundargerðum nefnda sem lagðar eru fram á fundum bæjarstjórnar. Um aðgang að gögnum gilda ákvæði 4. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga um trúnað.

Almenn mál

3.1903772 - Reglur um afnot af bæjarstjórnarsal

Lögð fram drög að reglum um afnot af bæjarstjórnarsal að Hábraut 2.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum reglur um afnot af bæjarstjórnarsal.

Fundi slitið - kl. 17:30.