Forsætisnefnd

133. fundur 21. febrúar 2019 kl. 16:00 - 17:07 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Frá deildarstjóra frístundadeildar menntasviðs, tillaga að breytingu á samþykktum fyrir öldungaráð.
Erindið var lagt fyrir á fundi forsætisnefndar þann 7. febrúar sl. en afgreiðslu var frestað og óskað eftir að deildarstjóri frístundadeildar mæti á fund forsætisnefndar.
Forsætisnefnd vísar tillögum að breytingu á erindisbréfi öldungaráðs til bæjarritara til umsagnar. Óskað er eftir að skoðað verði sérstaklega hvort greiða beri þóknun fyrir setu í ráðinni m.a. í ljósi breytts hlutverks vegna breytinga á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra og breytingu á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Gestir

  • Amanda K Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar menntasviðs - mæting: 16:05

Almenn mál

2.1812401 - Ólögmæt takmörkun á aðgengi að upplýsingum, krafa um úrbætur

Frá bæjarlögmanni, umsögn um erindi Jóns Finnbogasonar varðandi aðgengi varabæjarfulltrúa að gögnum, dagsett 6. febrúar. Erindið var lagt fyrir forsætisnefnd 6. desember sl. og vísað til umsagnar bæjarritara.
Umsögnin var lögð fram á fundi forsætisnefndar þann 7. febrúar sl. en afgreiðslu var frestað.
Lagt fram.

Almenn mál

3.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 25. febrúar 2019.
I. Önnur mál - fundargerðir.
II. Kosningar.

Fundi slitið - kl. 17:07.