Forsætisnefnd

116. fundur 18. maí 2018 kl. 08:00 - 08:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22. maí 2018.
I. Fannborg 2, 4, og 6, sala fasteigna.
II. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
III. Önnur mál, fundargerðir.
IV. Kosningar.

Almenn mál

2.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs Kópavogs. Bæjarráð vísaði erindinu til forsætisnefndar á fundi sínum 22. febrúar. Forsætisnefnd fól bæjarritara á fundi sínum þann 21. mars að gera tillögu að breytingu á gr. 2 og 4 í erindisbréfi er varðar fasta skipan á tengslum ungmennaráðs við bæjarstjórn.
Forsætisnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillögur að breytingum á erindisbréfi ungmennaráðs og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 08:55.