Forsætisnefnd

84. fundur 08. desember 2016 kl. 16:00 - 16:40 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
II. Kosningar.

2.1612197 - Fundartími ráða. Tillaga forsætisnefndar.

Forsætisnefnd leggur til að ný ráð fundi á neðangreindum tímum:
Skipulagsráð fundi 1. og 3. mánudag hvers mánaðar.
Velferðarráð fundi 2. og 4. mánudag hvers mánaðar.
Menntaráð fundi 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar.

3.1406532 - Fyrirspurnir og athugasemdir vegna One Systems

Lagt fram erindi Arnþórs Sigurðssonar, fulltrúa í velferðarráði, þar sem kvartað er yfir hægagangi við birtingu skjala í fundarmannagátt.
Forsætisnefnd vísar erindinu til forstöðumanns UT-deildar til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 16:40.