Forsætisnefnd

11. fundur 21. júní 2013 kl. 08:15 - 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ólafur Þór Gunnarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1306180 - Ný bæjarmálasamþykkt

Forsætisnefnd tók til umræðu breytingartillögur bæjarfulltrúa á tillögu um samþykktir Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, sem lögð voru fram til fyrri umræðu bæjarstjórnar á fundi 11. júní sl.

Forsætisnefnd vísar með breytingum tillögu að samþykktum Kópavogsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar til seinni umræðu bæjarstjórnar.

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

II. Tillögur Kópavogsfélagsins um byggingar á Kópavogstúni. 

III. Önnur mál - fundargerðir nefnda.

IV. Kosningar.

Fyrirhuguð umræða um vinabæjasamskipti sem til stóð að færi fram í bæjarstjórn fyrir sumarleyfi mun eiga sér stað að loknu sumarleyfi.

Fundi slitið - kl. 08:15.