Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

19. fundur 31. mars 2025 kl. 13:00 - 13:49 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2503148 - Fjallalind 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Fjallalind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að áður 42 m² óútgrafið rými hefur verið grafið út og tekið í notkun sem geymsla, opnu bílskýli yrði komið fyrir á lóðinni og steyptum skjólvegg á lóðarmörkum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. mars 2025 var erindið lagt fram og afgreiðslu var frestað.

Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 og skráningartafla dags. 7. febrúar 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025 að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fjallalindar 102, 104, 106, 147, 149 og 151. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.25031982 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Kr. Pitt arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 55 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Byggingarleyfisumsóknin varðar samþykkta en óbyggða viðbyggingu 53 m² við hús á lóð og vinnustofu 105,8 m² á sunnanverðri lóðinni, en sótt er um að vinnustofan færist til um 1m til austurs og verði því 5 m frá lóðarmörkum Þinghólsbrautar nr. 55 og 57. Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200, 1:100 dags. 5. júlí 2022, uppfærðir 5. febrúar 2025 og skráningartafla dags. 10. janúar 2022.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2025 að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Þinghólsbraut 53 og 57. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

3.2503094 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram breytt umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda dags. 20. febrúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 42,1 m² viðbygging innan hestagerðis vestan megin á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,31 í 0,34.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 20. febrúar 2025.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025 að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hamraenda 12 og 22 og Hestheimum 14-16. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

4.25033297 - Skemmuvegur 48-50. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðarsonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 48-50 við Skemmuveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 313 m² viðbyggingu á einni hæð á suðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkur úr 0,35 í 0,39.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og skráningartafla dags. 18. janúar 2022, uppfærðir 7. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

5.25033107 - Urriðaholtsstræti 1-7. Urriðaholt norður. 4. áfangi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi norðurhluta Urriðaholts 4. áfanga fyrir Urriðaholtsstræti 1-7.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 10. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

6.25033126 - Urriðaholt, austurhluti. Flóttamannavegur. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts 1. áfanga fyrir Flóttamannaveg.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 11. febrúar 2025.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

7.25033128 - Urriðaholt, norðurhluti. 4. áfangi. Flóttamannavegur.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi norðurhluta Urriðaholts 4. áfanga fyrir Flóttamannaveg.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 11. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

8.25033103 - Útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Flóttamannavegur. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum fyrir Flóttamannaveg.

Uppdrættir í mkv. 1:4000 dags. 12. febrúar 2025.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 13:49.