Bæjarstjórn

1314. fundur 11. febrúar 2025 kl. 16:00 - 18:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Helga Þórólfsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2501011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 410. fundur frá 17.01.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2501025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 411. fundur frá 31.01.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2502005F - Forsætisnefnd - 232. fundur frá 06.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2501006F - Bæjarráð - 3202. fundur frá 30.01.2025

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Bókun vegna 9. liðar fundargerðar bæjarráðs.

,,Það er Kópavogsbæ til vansa að senda mál af þessari stærðargráðu til svæðisskipulagsnefndar án þess að kalla fyrst eftir ráðgjöf frá viðeigandi sérfræðingum. Þess í stað fylgja einungis gögn sem fjárfestar og sérhagsmunaaðilar hafa látið útbúa.
Meirihlutinn hefur nú ítrekað hafnað því að afla frekari upplýsinga, þvert á fagleg vinnubrögð og almenna skynsemi. Þessi nálgun dregur úr trúverðugleika skipulagsferlisins og veikir grundvöll upplýstrar ákvarðanatöku. Þeir sem fara með valdið í þessu máli virðast óttast að óháð sjónarmið komi í ljós. Hvað er það sem má ekki skoða?
Við í minnihlutanum teljum það grundvallarskyldu bæjarfulltrúa að tryggja vandaða og gagnsæja undirbúningsvinnu áður en skipulagslýsing er send áfram til svæðisskipulagsnefndar. Það felur í sér að afla álits sérfræðinga, gera nauðsynlegt áhættumat frá sjónarhóli Kópavogsbæjar og tryggja að skipulagslýsingin sé byggð á traustum gögnum, frekar en einhliða upplýsingum frá fjárfestum."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Helga Þórólfsdóttir


,,Grundvallarforsenda fyrir uppbyggingu í Gunnarshólma er að vatnsvernd verði tryggð. Að mati meirihlutans er eðlilegt að kallað verði eftir umsögnum frá ólíkum hagsmunaaðilum og sérfræðingum á vettvangi svæðisskipulagsnefndar. Þær umsagnir munu jafnframt fylgja ef og þegar málið kemur aftur fyrir bæjarstjórn Kópavogs. Þetta hefur ítrekað komið fram í máli og bókunum meirihlutans og verður enginn afsláttur gefinn af þessum sjónarmiðum í vinnunni framundan."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir

  • 4.1 24101038 Stefna um gervigreind
    Frá stefnustjóra, dags. 27.01.2025, lögð fram uppfærð drög að nýrri gervigreindarstefnu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3202 Bæjarráð vísar drögum að gervigreindarstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir stefnu um Gervigreind hjá Kópavogsbæ
  • 4.2 24042789 Persónuverndarsamþykkt
    Frá bæjarlögmanni, dags. 27.01.2025, lögð fram uppfærð drög að breytingum á persónuverndarsamþykkt til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3202 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir samþykktina.

Önnur mál fundargerðir

5.2501021F - Bæjarráð - 3203. fundur frá 06.02.2025

Fundargerð í 17 liðum.
  • 5.5 25013006 Beiðni um afgreiðslu vegna endurfjármögnun láns
    Frá Sorpu bs. dags. 29.01.2025, lögð fram beiðni um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna endurfjármögnum láns. Niðurstaða Bæjarráð - 3203 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum umbeðna heimild Sorpu bs. um endurfjármögnunar láns. Theodóra Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá.

Önnur mál fundargerðir

6.2501015F - Skipulags- og umhverfisráð - 2. fundur frá 03.02.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 6.5 2412222 Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 3. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32A, B og C við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hliðrun inn-/útkeyrslu við Dalveg vegna hæðarlegu og til þess að bæta umferðarflæði. Aukning byggingarmagns neðanjarðar úr 3205 m² í 6250 m² fyrir bílageymslu, hjólageymslur, starfsmannaaðstöðu og geymslu- og tæknirými ásamt því að hluti bílastæða ofanjarðar á lóðinni verður fluttur í bílageymslu neðanjarðar. Heildarfjöldi bílastæða á lóðinni er óbreyttur. Þá eru gerðar breytingar á tengingum göngu- og hjólastíga innan lóðarinnar við göngu- og hjólastíga Kópavogsbæjar sem liggja austan við lóðina. Jafnframt er byggingarreitur ofanjarðar stækkaður um 50 cm til suðurs og austurs (að Reykjanesbraut). Hámark byggingarmagns ofanjarðar er óbreytt fyrir Dalveg 32C 9894 m².
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 15. janúar 2025.
    Einnig lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. janúar 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 2 Samþykkt að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði auglýst með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2501013F - Velferðar- og mannréttindaráð - 1. fundur frá 27.01.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2501008F - Menntaráð - 137. fundur frá 21.01.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2501023F - Menntaráð - 138. fundur frá 04.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2501027F - Leikskólanefnd - 169. fundur frá 04.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2501026F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 1. fundur frá 04.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.25012520 - Fundargerð 30. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.01.2025

Fundargerð 30. fundar frá 27.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.25012307 - Fundargerð 133. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 17.01.2025

Fundargerð 133. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 17.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.25013028 - Fundargerð 595. fundar stjórnar SSH frá 20.01.2025

Fundargerð 595. fundar stjórnar SSH frá 20.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.25013024 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 07.02.2024

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 07.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2502253 - Fundargerð 961. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.01.2025

Fundargerð 961. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2502254 - Fundargerð 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.01.2025

Fundargerð 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2502232 - Fundargerð 426. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.01.2025

Fundargerð 426. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.01.2025.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:31.