Bæjarstjórn

1313. fundur 28. janúar 2025 kl. 16:00 - 18:07 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Sær Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2310547 - Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til seinni umræðu og staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagðar siðareglur kjörinna fulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2501016F - Forsætisnefnd - 231. fundur frá 23.01.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2501002F - Bæjarráð - 3201. fundur frá 23.01.2025

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Bókun við mál nr. 3 í fundargerð bæjarráðs:
"Undirrituð lýsa yfir áhyggjum af aðferðafræði kannana Kópavogsbæjar. Spurningar eru oft leiðandi og óskýrar. Til dæmis er óljóst hvort svarið „mjög ósammála“ við staðhæfingunni „Breytingar hafa dregið úr álagi í starfi“ merki að fólk upplifi aukið álag eða óbreytt ástand. Spurningar um starfsanda og svigrúm til undirbúnings faglegs starfs eru ekki settar fram á hlutlausan hátt og ekki mögulegt að lesa neikvæða útkomu úr niðurstöðunum. Þá er óþarfi að spyrja hvort stjórnendur upplifi aukinn áhuga á störfum í leikskólunum, væntanlega eru til tölur um mönnun og eftirspurn eftir störfum.

Niðurstöður foreldrakönnunar sýna takmarkaða ánægju með fyrirkomulagið. Aðeins 30% þeirra sem tóku afstöðu segjast sammála því að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins. Á sama tíma eru 21% ósammála, en sökum framsetningar er ómögulegt að meta hvort það endurspegli að áhrifin á líðan barnsins hafi verið neikvæð eða óbreytt. Spurningar um áhrif á fjárhagslegan ávinning og fjölgun gæðastunda eru jafnframt illa orðaðar og gefa litla innsýn. Að lokum eru óþarfar spurningar um t.d. „upplifun á auknum stöðugleika“ sem staðfesta má með fyrirliggjandi gögnum.

Til þess að tryggja að niðurstöður mælinga séu gagnlegar fyrir áframhaldandi þróun verkefnisins, er brýnt að huga að framsetningu spurninga."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Thelma B. Árnadóttir

  • 3.5 25011055 Lántökur Kópavogsbæjar 2025
    Frá fjármálasviði, dags. 20. janúar 2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til framlengingar lánssamning með viðauka. Niðurstaða Bæjarráð - 3201 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur að Kópavogsbær geri samning við Íslandsbanka hf. um yfirdráttarheimild á veltureikningi („yfirdráttarlán“) með hámarksfjárhæð 1.600.000.000 kr.
    Yfirdráttarheimildin skal í upphafi gilda til eins árs. Gerður verður viðauki við núgildandi samning um yfirdráttarheimild á veltureikningi þar sem gildistíminn er framlengdur.
    Heimilt er að framlengja gildistímann tvisvar sinnum til viðbótar, með viðauka um framlengingu á gildistíma um eitt ár, þannig að gildistíminn verði til allt að þriggja ára.
    Bæjarstjórn veitir Ásdísi Kristjánsdóttur, kt. 280978-3459, Kristínu Egilsdóttur, kt. 030268-5989 og/eða Ingólfi Arnarsyni, kt. 050656-3149, hverju um sig eða öllum saman, umboð til að semja um og undirrita, allt að þrisvar sinnum, viðauka þar sem gildistíminn er framlengdur um eitt ár í senn.„
  • 3.9 2302656 Arnarnesháls. Viljayfirlýsing um endurskoðun sveitarfélagamarka.
    Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um endurskoðun sveitarfélagamarka Kópavogs og Garðabæjar á Arnarneshálsi. Niðurstaða Bæjarráð - 3201 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með þremur atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum, gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur framlagða viljayfirlýsingu um endurskoðun sveitarfélagamarka Kópavogs og Garðabæjar á Arnarneshálsi.

    Bókun:
    „Undirrituð lýsir yfir óánægju með að viljayfirlýsing um endurskoðun á sveitarfélagamörkum á Arnarneshálsi skuli fyrst núna koma fram. Skipulagsráð hefur samþykkt bókanir allt frá 14. mars 2022 um að viðræður við bæjaryfirvöld í Garðabæ þurfi að hefjast án tafa. Nú þremur árum seinna, þegar skipulagsvinna Garðabæjar er á lokametrunum, þá kemur hér fram viljayfirlýsing um m.a. að hefja skipulagsvinnu á svæðinu er varðar endurskoðun á sveitarfélagamörkum. Það er óskiljanlegt að sveitarfélögin Kópavogur og Garðabær skulu ekki vera komin lengra með viðræðurnar sem er stór forsenda fyrir því að skipulag Arnarlandsins gangi upp.“

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Önnur mál fundargerðir

4.2501010F - Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur frá 20.01.2025

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2501005F - Leikskólanefnd - 168. fundur frá 16.01.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2501670 - Fundargerð 594. fundar stjórnar SSH frá 06.01.2025

Fundargerð 594. fundar stjórnar SSH frá 06.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2501759 - Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó frá 13.12.2024

Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó frá 13.12.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.25011884 - Fundargerð 510. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.01.2025

Fundargerð 510. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.01.2025.
Lagt fram.

Kosningar

9.2206470 - Kosningar í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

Kosningar í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks.
Sólveig Pétursdóttir (D) er kosin aðalmaður í notendaráði í stað Axels Þórs Eysteinssonar.
Signý Skúladóttir (D) er kosin aðalmaður í notendaráði í stað Magnúsar Þorsteinssonar.

Kosningar

10.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd 2022-2026

Kosning formanns leikskólanefndar og kosning varamanns í leiksólanefnd.
Heiðdís Geirssdóttir (B) er kjörin formaður leikskólanefndar í stað Matthíasar P. Imsland.
Bergur Þorri Benjamínsson (D)er kosin varamaður í leikskólanefnd.

Kosningar

11.2501513 - Kosning í velferðar- og mannréttindaráð 2025-2026

Kosning varamanns í velferðar- og mannréttindaráð.
Signý Skúladóttir (D) er kosin varmaður í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.

Kosningar

12.2206342 - Kosningar í menntaráð 2022-2026

Kosning varamanns, áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í menntaráð.
Sverrir Kári Karlsson (B) er kosinn varamaður í stað Ólafar P. Úlfarsdóttur.
María Ellen Steingrímsdóttur (C) er kosin áheyrnarfulltrúi í stað Einars Arnar Þorvarðarsonar.
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir (C) er kosin varaáheyrnarfulltrúi í stað Jóhönnu Pálsdóttur.

Kosningar

13.2501516 - Kosning í menningar og mannlífsnefnd 2025-2026

Kosning varmanns og áheyrnarfulltrúa í menningar og mannlífsnefnd.
Kristín Hermannsdóttir (B) er kosin varamaður í stað Svövu Friðgeirsdóttur.
Guðjón I. Guðmundsson (B) er kosinn varamaður í stað Sverris Kára Karlssonar.
Guðmundur Gunnarsson (C) er kosinn áheyrnarfulltrúi í stað Elvars Helgasonar.

Kosningar

14.2501511 - Kosning í skipulags- og umhverfisráð 2025-2026

Kosning aðalmanns og varmanns í skipulagsráð.
Leó Snær Pétursson (C) er kosinn aðalmaður í stað Theodóru S. Þorsteinsdóttur.
Andrés Pétursson (C) er kosinn varamaður í stað Einars Arnar Þorvarðarsonar.

Kosningar

15.2501515 - Kosning í lýðheilsu- og íþróttanefnd 2025-2026

Kosning áheyrnarfulltrúa og varamanns í lýðheilsu og íþróttanefnd.
Andrés Pétursson (C) er kosinn áheyrnarfulltrúi í stað Einars Arnar Þorvarðarsonar.
Elvar Helgason (C) er kosinn varaáheyrnarfulltrúi í stað Auðar Sigrúnardóttur.

Fundi slitið - kl. 18:07.