Bæjarstjórn

1312. fundur 14. janúar 2025 kl. 16:00 - 20:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2310547 - Siðareglur kjörinna fulltrúa - seinni umræða

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til seinni umræðu og staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.

Önnur mál fundargerðir

2.2411026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 407. fundur frá 29.11.2024

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2412010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 408. fundur frá 13.12.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2412017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 409. fundur frá 27.12.2024

Fundargerð í átta liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.


Fundarhlé hófst kl. 18:28, fundi fram haldið kl. 19:47

Önnur mál fundargerðir

5.2412006F - Bæjarráð - 3198. fundur frá 12.12.2024

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.
  • 5.3 23111688 Gjaldskrár 2025
    Lagt fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár sem taka gildi í janúar 2025. Jafnframt er lagt fram til samþykktar breytt verklag á viðmiði vísitölu vegna fæðisgjalda og tíðni gjaldskrárbreytinga sem á við um þjónustu sem innheimt er einu sinni á önn. Niðurstaða Bæjarráð - 3198 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar tillögu að breyttu verklagi á viðmiði vísitölu vegna fæðisgjalda og tíðni gjaldskrárbreytinga
  • 5.4 24112317 Ástún 14, 0101. Heimild til sölu
    Frá fjármálasviði, dags. 28.11.2024, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til sölu íbúðar 0101 að Ástúni 14. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 5. desember. Niðurstaða Bæjarráð - 3198 Bæjarráð samþykkir umbeðna heimild og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur heimild til sölu íbúðar 0101 að Ástúni 14.

Önnur mál fundargerðir

6.2412009F - Bæjarráð - 3199. fundur frá 19.12.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2412015F - Bæjarráð - 3200. fundur frá 09.01.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 7.2 24011155 Húsnæðisáætlun
    Húsnæðisáætlun 2025 lögð fram til samykktar. Niðurstaða Bæjarráð - 3200 Bæjarráð vísar drögum að húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Sú húsnæðisáætlun sem hér er lögð fram endurspeglar ekki raunveruleikann. Töluvert vantar af gögnum sem sett eru fram sem núll í skýrslunni en eru síðan notuð í frekari útreikninga. Sá texti sem settur er fram í skýrslunni um markmið Kópavogsbæjar um að allir geti orðið sér úti um fullnægjandi húsnæði á viðráðanlegu verði stenst ekki skoðun. Ekki hefur verið vilji fyrir því hjá fulltrúum meirihluta að ganga til samstarfs við óhagnaðardrifin leigufélög og engar kröfur hafa verið settar á byggingaraðila um að ákveðið hlutfall íbúða þurfi að uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, sem myndi tryggja lægra verð en almennt gengur og gerist.

    Þessi skýrsla byggir á húsnæðisáætlun 2020 - 2027 sem aftur byggir á húsnæðisskýrslu sem unnin var árið 2015 í samstarfi allra flokka. Tímabært er að taka upp þessa vinnu að nýju og setja fram markmið sem vilji er til að vinna að."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Jóhanna Pálsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Kolbeinn Reginsson


    Bókun:
    "Húsnæðisáætlunin sem hér er lögð fram er unnin á grunni frá HMS. Meirihlutinn tekur undir að þar sé sannarlega svigrúm til framfara. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs leggur ríka áherslu á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði, m.a. með því að tryggja viðunandi framboð lóða sem stuðlar að fjölgun íbúða og hagkvæmara húsnæðisverði."

    Orri Hlöðversson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Elísabet Sveinsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Kolbeins Reginssonar húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2025.
  • 7.3 2412826 Nónsmári 9-15 - krafa um endurupptöku lokaúttektar vegna íb. 311
    Frá lögfræðideild, dags. 27.12.2024, lagt fram minnisblað varðandi kröfu um endurupptöku máls. Niðurstaða Bæjarráð - 3200 Bæjarráð hafnar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar og Jóhönnu Pálsdóttur beiðni um endurupptöku með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir höfnun á beiðni um endurupptöku með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Thelmu Árnadóttur höfnun beiðni um endurupptöku.
  • 7.7 2501493 Þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum
    Frá bæjarstjóra, dags. 6. janúar 2025, lögð fram tillaga að þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3200 Bæjarráðs samþykkir með fiórum atkvæðum og hjásetu Jóhönnu Pálsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra um þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.


    Viðaukatillaga 1 við erindi nr. 7 frá fundi bæjarráðs nr. 3200 frá 9. janúar, um þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum:

    Undirrituð leggur til að laun bæjarstjóra og þóknun nefndarfulltrúa í nefndum og ráðum fari í heildarendurskoðun með lækkun í huga.

    Greinargerð: Þegar laun nefndarfulltrúa voru hækkuð á sínum tíma var gert ráð fyrir auknu starfshlutfalli í ráðum til þess að sinna aukinni vinnuskyldu í tengslum við stefnumótun Kópavogsbæjar. Það hefur ekki raungerst.
    Það er óskiljanlegt að bæjarstjóri leggi hér einungis til að lækka þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar, stöður sem tilheyra eingöngu minnihlutanum.
    Engin rök fylgja tillögu bæjarstjóra sem réttlætir slíka lækkun. Þvert á móti þá mun vinna þeirra og ábyrgð aukast þar sem tillögu - og bókanaréttur sem búið er að taka af áheyrnarfulltrúum í nefndum og ráðum mun færast inn í bæjarráð. Óhjákvæmilegt er að aukin vinna fylgi því að koma tillögum og bókunum til fulltrúa sinna í bæjarráði og nýta sína fagþekkingu úr nefndarstörfum til þess að fylgja eftir málum á öðrum vettvangi en í viðkomandi nefnd.

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir

    Bæjarstjórn hafnar viðaukatillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Thelmu Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.


    Viðaukatillaga 2:
    Meirihlutinn leggur til að bæjarritara verið falið að gera samanburð við önnur sambærileg sveitarfélög á launum bæjarstjóra og nefndarmanna. Sá samanburður ætti að liggja fyrir áður en frekari umræður fara fram um hugsanlega endurskoðun og er nauðsynlegur til að tryggja að kjör séu í samræmi við ábyrgð og umfang verkefna.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Elísabet Sveinsdóttir
    Björg Baldursdóttir

    Bæjarstórn samþykkir viðaukatillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Thelmu B. Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.


    Bókun:
    Tillagan um lækkun launa áheyrnarfulltrúa byggir á niðurstöðu vinnufunda bæjarfulltrúa við endurskoðun bæjarmálasamþykktar. Áheyrnarfulltrúar í nefndum og ráðum gegna mikilvægu hlutverki en staða þeirra er ólík stöðu aðalfulltrúa, bæði hvað varðar ábyrgð og valdsvið. Áheyrnarfulltrúar hafa ekki sömu skyldur til ákvörðunartöku og bera ekki sömu lagalegu og stjórnsýslulegu ábyrgð og aðalfulltrúar. Þóknanir og laun eiga að endurspegla eðli, umfang og ábyrgð starfsins og að mati meirihlutans er því eðlilegt að samþykkja þær breytingar sem hér eru lagðar til.

    Tillagan er hógvær og gerir ráð fyrir að áheyrnarfulltrúar í bæjarráði haldi 100% af launum aðalmanna, í ráðum hafi þeir 90% af launum aðalmanna og í öðrum nefndum 65% af launum aðalmanna. Í sveitarfélögum sem eru sambærileg Kópavogsbæ að umfangi er almennt viðhöfð sú regla að ekki séu áheyrnarfulltrúar í nefndum.

    Rétt er að halda til haga að kostnaður við nefndakerfi Kópavogsbæjar hefur lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þar munar mestu um fækkun nefndafunda, þar sem greitt er fyrir setinn fund án þess að verkefnum nefndanna hafi verið breytt, og jafnframt afsöluðu bæjarfulltrúar og bæjarstjóri sér launahækkun fyrr á kjörtímabilinu.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Elísabet Sveinsdóttir
    Björg Baldursdóttir


Önnur mál fundargerðir

8.2501003F - Forsætisnefnd - 230. fundur frá 09.01.2025

Fundargerð i einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2412002F - Leikskólanefnd - 167. fundur frá 05.12.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2411023F - Skipulagsráð - 176. fundur frá 16.12.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Drög á vinnslustigi.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga skipulagsfulltrúa að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, fyrir vestanvert Kársnes. Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þéttri og blandaðri byggð við Borgarlínu. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu. Tillögunni fylgir minnisblað frá VSÓ ráðgjöf um áhrif á umferð, dags 13. desember 2024.
    Halldóra Hrólfsdóttir, Drífa Árnadóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar frá Alta gera grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins. D. Gissurarsonar að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.6 24112558 Baugakór 36. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 36 við Baugakór. Í gildi er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt í bæjarráði Kópavogs 24. júlí 2003 m.s.br. samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 28. júní 2012. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Baugakórs 36 verður breytt og þau aðlöguð að landnotkunarreitnum S-24. Lóð stækkar um 556 m², úr 7.542 m² í 8.098 m².
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 13. desember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.12 2410373 Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 3. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 0,3 metra til norðurs, 0,9 metra til suðurs og 2,65 metra til vesturs (neðanjarðar). Komið er fyrir skyggni ásamt lokuðu sorpskýli um 1,3 metra sunnan byggingarreits. Gert er ráð fyrir að núverandi brú á lóðinni verði breytt í tengibyggingu úr gleri milli bygginga á lóðinni. Byggingarreitur hækkar um 1,2 metra. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst um 80 m². Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 8. nóvember 2024 til 10. desember 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Veitur ofh dags. 6. desember 2024.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. desember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóra S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

11.2412005F - Velferðarráð - 141. fundur frá 09.12.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 11.1 24041472 Tillögur um breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og breytingar á stigakerfi
    Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi. Niðurstaða Velferðarráð - 141 Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi fyrir sitt leyti. Málinu er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi.

Önnur mál fundargerðir

12.2412352 - Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 02.12.2024

Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 02.12.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2412689 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.11.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2412822 - Fundargerð 959. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2024

Fundargerð 959. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24121160 - Fundargerð 592. fundar stjórnar SSH frá 02.12.2024

Fundargerð 592. fundar stjórnar SSH frá 02.12.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24121697 - Fundargerð 593. fundar stjórnar SSH frá 16.12.2024

Fundargerð 593. fundar stjórnar SSH frá 16.12.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24121461 - Fundargerð 132. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.12.2024

Fundargerð 132. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.12.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2412732 - Fundargerð 267. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2024

Fundargerð 267. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2412351 - Fundargerð 508. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.11.2024

Fundargerð 508. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.24121654 - Fundargerð 509. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.12.2024

Fundargerð 509. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.12.2024.
Lagt fram.

Kosningar

21.2501511 - Kosning í skipulags- og umhverfisráð 2025-2026

Kosning í skipulags- og umhverfisráð 2025-2026. Sjö aðalfulltrúar og sjö til vara.
Kosningu hlutu:

Aðalfulltrúar:
Hjördís Ýr Johnson (D)
Andri Steinn Hilmarsson (D)
Kristinn Dagur Gissurarson (B)
Gunnar Sær Ragnarsson (B)
Helga Jónsdóttir (Y)
Hákon Gunnarsson (S)
Theódóra S. Þorsteinsdóttir (C)
Indriði Ingi Stefánsson (P) áheyrnarfulltrúi


Varafulltrúar:
Þorvarður Hrafn Ásgeirsson (D)
Sveinbjörn Sveinbjörnsson (D)
Guðjón I. Guðmundsson (B)
Andri Sigurjónsson (B)
Kolbeinn Reginsson (Y)
Bergljót Kristinsdóttir (S)
Einar Þorvarðarson (C)
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (P) varaáheyrnarfulltrúi


Formaður var kosin: Hjördís Ýr Johnson.
Varafomaður var kosinn: Kristinn Dagur Gissurarson

Kosningar

22.2501513 - Kosning í velferðar- og mannréttindaráð 2025-2026

Kosning í velferðar- og mannréttindaráð 2025-2026. Sjö aðalfulltrúar og sjö til vara.
Kosningu hlutu:

Aðalmenn:
Björg Baldursdóttir (B)
Svava H. Friðriksdóttir (B)
Hjördís Ýr Johnson (D)
Matthías Björnsson (D)
Hólmfríður Hilmarsdóttir (Y)
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (P)
Einar Örn Þorvarðarson (C)
Erlendur Geirdal (S) áheyrnarfulltrúi


Varamenn:
Guðrún Viggósdóttir (B)
Baldur Þór Baldursson (B)
Sigrún Bjarnadóttir (D)
Bergur Þorri Benjamínsson (D)
Helga G. Halldórsdóttir (Y)
Indriði Ingi Stefánsson (P)
Soumia I. Georgsdóttir (C)
Anna Klara Georgsdóttir (S) varaáheyrnarfulltrúi

Formaður var kosin: Björg Baldursdóttir
Varafomaður var kosin: Hjördís Ýr Johnson

Kosningar

23.2501516 - Kosning í menningar- og mannlífsnefnd 2025-2026

Kosning í menningar- og mannlífsnefnd 2025-2026. Kosning fimm aðalfulltrúa og fimm til vara.
Kosningu hlutu:

Aðalfulltrúar:
Elísabet B. Sveinsdóttir (D)
Jónas Skúlason (B)
Helga Hauksdóttir (B)
Margrét Tryggvadóttir (S)
Indriði Ingi Stefánsson (P)
Ísabella Leifsdóttir (Y) áheyrnarfulltrúi
Elvar Helgason áheyrnarfulltrúi (C)


Varafulltrúar:
Hanna Carla Jóhannsdóttir (D)
Svava Friðgeirsdóttir(B)
Sverrir Kári Karlsson(B)
Þóra Marteinsdóttir (S)
Margrét Ásta Arnarsdóttir (P)
Kolbeinn Reginsson (Y) varaáheyrnarfulltrúi
Soumia I. Georgsdóttir (C) varaáheyrnarfulltrúi

Formaður kosin: Elísabet B. Sveinsdóttir
Varaformaður kosin: Helga Hauksdóttir

Kosningar

24.2501515 - Kosning í lýðheilsu- og íþróttanefnd 2025-2026

Kosning í lýðheilsu- og íþróttanefnd 2025-2026. Kosning fimm aðalfulltrúa og fimm til vara.
Kosningu hlutu:

Aðalmenn:
Helgi Ólafsson (D)
Sverrir Kári Karlsson (B)
Sunna Guðmundsdóttir (D)
Thelma B. Árnadóttir (Y)
Gunnar Gylfason (S)
Matthías Hjartarson (P) áheyrnarfulltrúi
Einar Örn Þorvarðarson (C) áheyrnarfulltrúi

Varamenn
Bergur Þorri Benjamínsson (D)
Guðmundur Jónasson (B)
Ingvar Smári Birgisson (D)
Óskar Hákonarson (Y)
Þorvar Hafsteinsson (S)
Indriði Ingi Stefánsson (P) varaáheyrnarfulltrúi
Auður Sigrúnardóttir (C) varaáheyrnarfulltrúi

Formaður kosinn: Sverrir Kári Karlsson
Varaformaður kosin: Sunna Guðmundsdóttir


Kosningar

25.2501514 - Kosning í innkaupanefnd 2025-2026

Kosning í innkaupanefnd 2025-2026. Kosning fimm aðalfulltrúa og fimm til vara.
Kosningu hlutu:

Aðalfulltrúar:
Sveinn Gíslason (B)
Sigvaldi Egill Lárusson (D)
Árnína Kristjánsdóttir (D)
Jóhann Sigurbjörnsson (Y)
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (P)
Bergljót Kristinsdóttir (S) áheyrnarfulltrúi
Elvar Helgason (C) áheyrnarfulltrúi

Varafulltrúar:
Bergur Þorri Benjamínsson (D)
Þorvarður Hrafn Ásgeirsson (D)
Orri V. Hlöðversson (B)
Kolbeinn Reginsson (Y)
Matthías Hjartarson (P)
Kristín Sævarsdóttir (S) varaáheyrnarfulltrúi
Guðmundur Gunnarsson (C) varaáheyrnarfulltrúi

Formaður kosinn: Sveinn Gíslason
Varaformaður kosinn: Sigvaldi E. Lárusson

Kosningar

26.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd 2022-2026

Kosning aðalmanns í leikskólanefnd og áheyrnarfulltrúa.
Heiðdís Geirsdóttir (B) tekur sæti aðalfulltrúa og Þórunn Kolbeins (B) tekur sæti varafulltrúa.

Ögmundur Þorgrímsson (P)tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa.

Hildur Friðriksdóttir (S) tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Erlu Dóru Magnúsdóttur.

Kosningar

27.2206342 - Kosningar í menntaráð 2022-2026

Kosning aðlamanns í menntaráð.
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir (D) tekur sæti aðalfulltrúa í stað Árnínu Kristjánsdóttur (D).

Björn Þór Rögnvaldsson (S) tekur sæti varafulltrúa í stað Þorvars Hafsteinssonar (S).

Fundi slitið - kl. 20:33.