Bæjarstjórn

1310. fundur 26. nóvember 2024 kl. 16:00 - 22:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.24102108 - Fjárhagsáætlun 2025 - seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, kynnti þær breytingar sem orðið höfðu á fjárhagsáætlun ársins 2025 á milli umræðna. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2025 svo breyttri og lagði til að hún yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 18:25, fundi fram haldið kl. 20:26


Tillaga að álagningu gjalda fyrir 2025:

I. Lagt er til að útsvar fyrir árið 2025 verði 14,93%

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


II. Lagt er til að fasteignagjöld fyrir árið 2025 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur
1.Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,165% í 0,162% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,42% í 1,40% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

3.Opinbert húsnæði óbreytt, 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

4.Hesthús lækki úr 0,165% í 0,162% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

5.Sumarhús lækki úr 0,165% í 0,162% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


b) Vatnsskattur og holræsagjald
1.Vatnsskattur verði óbreyttur 0,058% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 56,47 (var 54,35) fyrir hvern m3 vatns. (hækkar um 3,9%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,059% af fasteignamati og verði 0,058%, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 36.456 (var 35.088) og innheimtist með fasteignagjöldum. (hækkar um 3,9%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


c) Lóðarleiga:
1.Fyrir lóðir íbúðar-, sumar-, hesthúsa og í Lækjarbotnum hækkar úr 21,43 kr/m² og verður 23,62 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Fyrir lóðir annarra húsa hækkar úr 180,00 kr/m² og verður 185,40 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjalddagar fasteignagjalda 2024 verði tíu, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember og greiðist tíundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 50.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 03.03.2025.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir lokun þann 17.02. 2025 fá 3% staðgreiðsluafslátt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2024:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 7.133.000 krónur (var 6.748,5 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 9.114.000 krónur (var 8.622,2 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 7.133.001 - 7.251.000 krónur (var 6.860 þ.).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.114.001 - 9.386.000 krónur (var 8.880 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.251.001 - 7.370.000 krónur (var 6.973 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.386.001 - 9.823.000 krónur (var 9.293,3 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.370.001 - 7.485.000 krónur (var 7.082 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.386.001 - 10.247.000 krónur (var 9.694,8 þ).

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2025. Álagning gjaldsins breytist þannig, að í stað fastagjalds sem var kr. 62.500 á íbúð
á árinu 2024 verður nú innheimt samkvæmt hjálagðri gjaldskrá (sjá í dagskrárlið 3).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Forseti bar undir fundinn 7 breytingartillögur minnihluta í heild sinni:
Bæjarstjórn hafnar tillögunum með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Bókun:
"Breytingartillögur minnihlutans við fjárhagsáætlun 2025 hafa verið teknar til skoðunar í stjórnsýslu bæjarfélagsins. Tillögurnar eru um margt gagnlegar inn í umræðuna ef frá er talin tillaga þar sem lögð er til frestun á byggingu keppnisvallar HK. Við skoðun kemur í ljós að megin inntak þeirra tillagna sem fram eru lagðar eru nú þegar í vinnslu innan bæjarkerfisins eða fyrirhugaðar a.m.k. að hluta í áætlun næsta árs. Meirihluti leggur til að tillögurnar sem slíkar verði felldar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Björg Baldursdóttir


Forseti bar undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 í heild sinni með framkomnum breytingum:
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Bókun:
"Undirrituð greiða atkvæði gegn frumvarpi meirihluta bæjarstjórnar að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og málum sem henni fylgja. Bæjarráð, skipað fulltrúum meirihluta og minnihluta, ber samkvæmt lögum og bæjarmálasamþykkt ábyrgð á að undirbúa fjárhagsáætlun og leggja hana fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar. Minnihlutinn í Kópavogi var virtur að vettugi og fékk ekkert tækifæri til að hafa áhrif á fjárhagsáætlun bæjarstjóra. Það var fyrst við fyrri umræðu í bæjarstjórn, sem fulltrúar minnihlutans gátu komið áherslum að.

Við stóðum sameiginlega að sjö tillögum til breytinga á fjárhagsáætlun ásamt greinargerð. Tillögurnar áttu það sammerkt að horfa til framtíðar og taka á mikilvægum verkefnum sem munu valda vanda ef ekki er tekist á við þau.

Við horfum upp á vaxandi vanda í ódeiliskipulögðum gömlum hverfum á Digranesi og Kársnesi. Þar er byggðin að endurnýjast með ákvörðunum um einstakar lóðir en ekki á grunni heildarsýnar á yfirbragð byggðar. Við horfum upp á að embætti byggingarfulltrúa hefur ekki það afl sem þarf til að gegna mikilvægu öryggishlutverki sínu í þágu íbúa.

Við upplifum að metnaðarfullar tilraunir fyrri bæjarstjórna til að bæta stjórnsýsluna með gæðastjórnun, tengingu við heimsmarkmið og stefnumiðaða fjárhagsáætlun hafa magalent vegna þess að breytingar voru ekki innleiddar í stjórnsýslunni. Við óttumst að umbótastarf í tengslum við endurskoðun bæjarmálasamþykktar hljóti sömu örlög ef ekki er tekið á innleiðingunni með nauðsynlegri festu.

Við sjáum skýrslur sem staðfesta að í Kópavogi er árangur í íslenskukennslu barna með erlendan bakgrunn allsendis ófullnægjandi. Brýnt er að bæta úr og leita fyrirmynda sem vel hafa gefist. Við gerðum tillögu um það og jafnframt um að tekist yrði á við vanda heimilislausra með þeirri ábyrgðarkennd sem sveitarfélögum ber.

Fyrsta tillagan okkar fól í sér að allar hinar tillögurnar eru fjármagnaðar á næsta ári. Hún var sú að fresta máli sem augljóslega er að öllu leyti vanbúið til ákvörðunar, þ.e. stúka og íþróttamannvirki fyrir HK. Sú afstaða þýðir ekki að við séum á móti málinu, HK á inni fyrirheit sem rétt er að efna. En við teljum farsælt og raunar skylt gagnvart Kópavogsbúum og fjárhag bæjarfélagsins að stórar og dýrar framkvæmdi séu undirbúnar og greindar áður en arkað er af stað. Ákvörðun um milljarða króna útgjöld til verkefnis sem ekki telst meðal skylduverkefna bæjarins þarf m.a. að undirbyggja með faglegri greiningu, áætla kostnað við framkvæmdina og hvernig hann skiptist á árin þrjú sem gert er ráð fyrir að uppbyggingin taki. Einnig þarf að liggja fyrir áætlun um árlegan rekstrarkostnað bæjarins af nýju mannvirkjunum. Alltof mörg sorgleg dæmi eru um opinberar byggingar sem fara langt fram úr fjárhagsáætlun vegna óvandaðs undirbúnings. Þær 800 milljónir króna sem bæjarstjóri leggur til á næsta ári duga vel til að sinna nauðsynlegum undirbúningi og líka fyrir þeim verkefnum sem minnihlutinn leggur til.

Það kemur ekki á óvart að bæjarstjóri leggi til að öllum tillögum minnihlutans sé hafnað. Það er sorglegt, því að tillögurnar horfa allar til framfara og byggjast á framtíðarsýn. Afgreiðslan er enn ein staðfesting á því að lýðræðið virkar ekki í Kópavogi. Þar er ekki við minnihlutann að sakast heldur nauman meirihluta sem ákveður að virða minnihlutann að vettugi."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnar ásökunum minnihlutans um útilokun frá vinnu við fjárhagsáætlun. Minnihlutinn sagði sig frá gerð hennar í upphafi kjörtímabilsins og hefur ekki óskað eftir því að taka þátt á nýjan leik. Allur undirbúningur er í samræmi við lög og reglur, og minnihlutanum gafst tækifæri til að koma með tillögur að breytingum á fjárhagsáætluninni.

Bæjarstjóri hefur svarað breytingartillögum minnihlutans, eins og má sjá í gögnum málsins.

Varðandi stúku og íþróttamannvirki fyrir HK vill meirihlutinn árétta að slíkar framkvæmdir eru mikilvægar til að styrkja íþróttastarf og samfélagslega þjónustu bæjarins. Vandaður undirbúningur liggur fyrir og verður kostnaðarmat lagt fyrir bæjarráð fljótlega. Ákvörðun um að ráðast í verkefnið er tekin með tilliti til framtíðarþarfa þar sem staðið er við það samkomulag sem gert var við íþróttafélagið árið 2012.

Meirihlutinn hafnar ásökunum um lýðræðishalla. Tillögum minnihlutans er að þessu sinni hafnað á faglegum og fjárhagslegum forsendum. Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Björg Baldursdóttir


Bókun:
"Bæjarstjóra ber að undirbúa mál fyrir bæjarráð sem ber ábyrgð á því að leggja drög sín að fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn innan tímaramma laganna."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Dagskrármál

2.24102110 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 - seinni umræða.

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028 til seinni umræðu.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun og lagði til að hún yrði samþykkt.
Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2026-2028.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árin 2026-2028 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

3.24111323 - Gjaldskrár 2025

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tillögur að gjaldskrám Kópavogsbæjar fyrir árið 2025.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögur að gjöldum til samþykktar:

Tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogi fyrir árið 2025.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Tillaga að gjaldskrá umhverfissviðs fyrir árið 2025 (Samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjöld, stofngjöld og önnur þjónustugjöld tengdum skipulagi og framkvæmdum í Kópavogi).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Tillaga að heimgreiðslum fyrir árið 2025 (3,9% hækkun).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Tillaga að framlögum til dagforeldra fyrir árið 2025 (5,1% hækkun).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

4.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt - seinni umræða.

Seinni umræða um breytingar á bæjarmálasamþykkt.
Lagðar fram breytingartillögur meirihluta:

Tillaga 1:
Að "Mannlífs- og menningarnefnd" breytist í "Menningar- og mannlífsnefnd".

Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna með 11 atkvæðum.


Tillaga 2:
Núverandi 6. gr. í viðauka IV falli á brott og inn komi ný 6. gr. í viðauka IV sem er eftirfarandi:
"Bæjarráði skal heimilt að taka ákvarðanir án staðfestingar bæjarstjórnar um útboð innkaupa, töku tilboða og samningsgerðar þegar um er að ræða vöru, þjónustu eða verk sem rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar.
Beiðni um endurupptöku í málum skv. þessari grein skal beint til bæjarstjórnar. Bæjarráð getur ávallt óskað eftir því að bæjarstjórn taki ákvörðun í máli skv. þessari grein.
Bæjarstjórn skal upplýst reglulega um mál sem bæjarráð afgreiðir."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.


Fundarhlé hófst kl. 21:01, fundi fram haldið kl. 21:09.
Fundarhlé hófst kl. 21:48, fundi fram haldið kl. 22:01


Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar í heild sinni svo breytta og vísar samþykktinni til staðfestingar ráðherra.

Dagskrármál

5.24031665 - Uppfærsla á sorphirðusamþykkt Kópavogsbæjar - seinni umræða

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 11.03.2024, lögð fram uppfærð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Bæjarráð samþykkti 14.03.2024 með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Fyrri umræða um samþykktina fór fram á 1300. fundi bæjarstjórnar. Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagða uppfærða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi.

Önnur mál fundargerðir

6.2411006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 405. fundur frá 01.11.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

7.2411020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 406. fundur frá 15.11.2024

Fundargerð í níu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

8.2411002F - Bæjarráð - 3194. fundur frá 14.11.2024

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2411015F - Bæjarráð - 3195. fundur frá 21.11.2024

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.
  • 9.7 2411914 Alþingiskosningar 2024
    Frá lögfræðideild, lagður fram starfsmannalisti vegna skipan í undirkjörstjórnir vegna Alþingiskosningar 30. nóvember 2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3195 Lagt fram og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Undirrituð leggur til að störf í undirkjörstjórnum verði framvegis auglýst. Það fyrirkomulag sem nú er viðhaft er ógegnsætt stuðlar ekki að jafnræði. Um 156 stöðugildi er að ræða. Með auglýsingu væri öllum áhugasömum, færum og hæfum starfsmönnum, veitt tækifæri til að sækja um stöðurnar.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum framlagðan lista vegna skipan í undirkjörstjornir fyrir Alþingiskosningar 30. nóvember n.k.
  • 9.9 2411390 Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2025
    Frá SSH, dags. 06.11.2024, lögð fram til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Frestað 14.11.2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3195 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir sitt leyti.
  • 9.10 2411788 Nýr stofnsamningur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til staðfestingar
    Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis bs., dags. 12.11.2024, lögð fram drög að nýjum stofnsamningi til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Frestað 14.11.2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3195 Bæjarráð vísar framlögðum drögum að nýjum stofnsamningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum nýjan stofnsamning SHS fyrir sitt leyti.

Önnur mál fundargerðir

10.2411021F - Forsætisnefnd - 228. fundur frá 21.11.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2411003F - Skipulagsráð - 174. fundur frá 18.11.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 11.4 24101036 Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.
    Lögð fram umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 12. október 2024 f.h. lóðarhafa Vatnsendabletts 510 um að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Á fundi skipulagsráðs þann 4. nóvember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024.
    Kristjana H. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hverfisáætlana tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 174 Skipulagsráð hafnar beiðni um uppskiptingu lóðar með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024 með þremur atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson, Andri S. Hilmarsson, Gunnar S. Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 8 atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
  • 11.11 24081378 Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Karls Karlssonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Urðarbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að eldri bílskúr er rifinn og nýr byggður á sama stað, með 4 m² tengibyggingu við íbúðarhúsið. Þak gamla bílskúrs var flatt, en nýi bílskúrinn hefur tvíhalla hærra þak. Kynningartíma lauk 6. nóvember 2024, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 174 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi undir þessum líð.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.2410014F - Lista- og menningarráð - 168. fundur frá 06.11.2024

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2411019F - Menntaráð - 135. fundur frá 19.11.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2409012F - Hafnarstjórn - 136. fundur frá 14.11.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2411887 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 25.09.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 25.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2411427 - Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.11.2024

Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24111431 - Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.11.2024

Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2411590 - Fundargerð 589. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2024

Fundargerð 589. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2411888 - Fundargerð 131. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 08.11.2024

Fundargerð 131. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 08.11.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2411686 - Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó frá 27.09.2024

Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó frá 27.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2411688 - Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó frá 18.10.2024

Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó frá 18.10.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 22:35.