Bæjarstjórn

1309. fundur 19. nóvember 2024 kl. 16:00 - 16:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt - fyrri umræða

Fyrri umræða um breytingar á bæjarmálasamþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa breytingum á bæjarmálasamþykkt til síðari umræðu.

Bókun:
"Tillaga um endurskoðun bæjarmálasamþykktar var lögð fram af fulltrúum í minnihlutanum í upphafi kjörtímabils. Þá var hún ekki studd af meirihlutanum, sem tók þó upp þráðinn nokkru síðar. Samstarf hefur verið milli meirihluta og minnihluta um endurskoðunina og góðrar faglegrar ráðgjafar gætir í niðurstöðunum. Undirrituð fagna endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt ásamt viðaukum. Með skilgreiningum á hlutverkum og ábyrgð er góður grunnur lagður að bættum stjórnarháttum og betra vinnulagi og verkferlum. Innleiðing breyttra stjórnarhátta er ærið viðfangsefni og krefst bæði vinnuframlags stjórnenda og starfsmanna bæjarins og stuðnings utanaðkomandi sérfræðinga. Undirrituð leggja því áherslu á að tillaga minnihlutans um fjárframlag til þessa verkefnis verði samþykkt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Ella er hætt við að góð vinna hingað til skili ekki þeim árangri til framtíðar sem að var stefnt."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Kosningar

2.2206323 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2022-2026

Kosning í hverfiskjörstjórn - Kórinn varamaður
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir er kosin varamaður í hverfiskjörstjórn í Kór í stað Karenar Kristínar Pye.

Fundi slitið - kl. 16:26.