Bæjarstjórn

1307. fundur 22. október 2024 kl. 16:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2310547 - Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur kjörinna fulltrúa.
Bæjarstjórn vísar erindinu til forsætisnefndar til frekar úrvinnslu.

Önnur mál fundargerðir

2.2410003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 403. fundur frá 04.10.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2410002F - Bæjarráð - 3190. fundur frá 10.10.2024

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 3.4 24051876 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
    Frá fjármálasviði, lagður fram viðauki níu við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er vegna vistunar barna utan heimilis skv. ákvæðum barnaverndarlaga nr.80/2002 að upphæð 197.944.917 kr. Niðurstaða Bæjarráð - 3190 Bæjarráð vísar framlögðum viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er vegna vistunar barna utan heimilis skv. ákvæðum barnaverndarlaga nr.80/2002 að upphæð 197.944.917 kr.
  • 3.5 2410362 Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2025
    Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 03.10.2024 lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3190 Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2025.

Önnur mál fundargerðir

4.2410004F - Bæjarráð - 3191. fundur frá 17.10.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 24091455 Drög að uppfærðum lóðarleigusamningum
    Frá umhverfissviði, dags. 17.09.2025, lögð fram til samþykktar drög að uppfærðum lóðaleigusamningum. Um er að ræða annars vegar lóðarleigusamningar fyrir óbyggðar lóðir og hins vegar fyrir endurnýjun lóðarleigusamninga á eldri lóðum. Bæjarráð frestaði erindinu 19.09.2024 og þann 26.09.2024 var lögð fram greinargerð. Eru nú lögð fram uppfærð drög að fyrirmynd lóðarleigusamninga. Niðurstaða Bæjarráð - 3191 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Helga Jónsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir sitja hjá.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlögð drög að uppfærðum lóðaleigusamningum fyrir óbyggðar lóðir og hins vegar fyrir endurnýjun lóðarleigusamninga á eldri lóðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2410009F - Menntaráð - 133. fundur frá 15.10.2024

Fundargerð i fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2409014F - Skipulagsráð - 171. fundur frá 07.10.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 6.4 24041399 Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörkum nærliggjandi lóða er breytt og innviðum Borgarlínu afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist með góðu móti fyrir gang- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast í verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er vítt afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 3. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 171 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Í ljósi þess að haldið er fast í þær hugmyndir að aðeins „Borgarlínan“ verði frá Vesturvör að brúarsporðinum og því lokað fyrir aðkomu að lóðum fyrirtækja að miklu leyti og stærra vegstæði tekið undir en þörf krefur ásamt því að taka hluta lóða af lóðarhöfum er undirrituðum ógerlegt annað en að vera á móti þeirri bókun sem lögð er fram.“
    Kristinn Dagur Gissurarson
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.6 24082673 Sjóvarnir við smábátabryggju. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 28. ágúst 2024 ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á grjóthleðslu við smábátahöfnina á Kársnesi. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 16. september 2024 og afgreiðslu var frestað.
    Þá eru lögð fram uppfærð gögn dags. 19. september 2024 ásamt minnispunktum um fyrirkomulag smábátahafnar dags. 4. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 171 Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
  • 6.7 24091148 Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf. Flatarmál lóðarinnar er 4919 m² og á henni er einbýlishús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43.
    Á fundi skipulagsráðs þann 16. júlí 2024 var fyrirspurn lóðarhafa um breytt fyrirkomulag lóðarinnar lögð fram og þá var samþykkt að hefja mætti vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 3. október 2024 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 4. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 171 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.13 24061598 Huldubraut 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfultrúa dags. 14. júní 2024 þar sem umsókn Vigfúss Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst viðbygging við suðurhlið núverandi húss á lóðinni, sólstofa, alls 5,1 m² að flatarmáli. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,17.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. apríl 2024 ásamt skráningartöflu (reyndarteikningar). Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. október, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 171 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.14 24071731 Vallargerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2024 þar sem umsókn Stefáns Guðmundssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Vallargerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að hækka húsið um eina hæð. Við það eykst byggingarmagn á lóðinni um 120,7 m² úr 106,9 m² í 227,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,26. Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. október, eitt erindi barst. Niðurstaða Skipulagsráð - 171 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2409015F - Velferðarráð - 137. fundur frá 23.09.2024

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
  • 7.3 2409224 Samstarf - Hrafnista og félagsmiðstöð Boðaþingi
    Lögð fram til afgreiðslu tillaga að samstarfi við Hrafnistu vegna Boðaþings. Niðurstaða Velferðarráð - 137 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fela sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Boðaþingi með fyrirvara um jákvæða umsögn innkaupadeildar.

    Velferðar ráð vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Boðaþingi.

Önnur mál fundargerðir

8.2410008F - Velferðarráð - 138. fundur frá 14.10.2024

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
  • 8.1 24051201 Roðasalir
    Lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga um að Kópavogsbær endurnýi ekki samning við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilisins að Roðasölum í lok mars 2025 heldur framlengi samninginn tímabundið á meðan íbúar flytjast í ný hjúkrunarrými í Boðaþingi. Niðurstaða Velferðarráð - 138 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram tillögu um að afgreiðslu málsins yrðir frestað og málinu vísað til umsagnar öldungaráðs Kópavogs. Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Soumiu I. Georgsdóttur.

    Hlé var gert á fundi kl. 16:55 og hófst hann aftur kl. 17:03.

    Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um að Kópavogsbær endurnýi ekki samning við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilisins að Roðasölum í lok mars 2025 heldur framlengi samninginn tímabundið á meðan íbúar flytjast í ný hjúkrunarrými í Boðaþingi og vísar málinu áfram til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn með fimm atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og hjásetu Soumiu I. Georgsdóttur.

    Hlé var gert á fundi kl. 17:04 og hófst hann aftur kl. 17:13.

    Bókanir:
    Undirrituð harma að meirihluti fulltrúa í velferðarráði hafni frestun málsins og vísun þess til umsagnar öldungaráðs. Hlutverk öldungaráðs er skv. erindisbréfi að vera vera „formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun“.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Erlendur Geirdal
    Soumia I. Georgsdóttir

    Rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila fellur ekki undir lögbundnar skyldur og þjónustu sveitarfélaga og því teljum við eðlilegasti farvegur þessa máls að fara fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

    Björg Baldursdóttir
    Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
    Matthías Björnsson

    Hjördís Ýr Johnson

    Hólmfríður Hilmarsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur tillögu um að endurnýja ekki samning við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilisins að Roðasölum, heldur framlengi samninginn tímabundið á meðan íbúar heimilisins flytjist í ný hjúkrunarrými í Boðaþingi.
  • 8.5 23111597 Lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar
    Lögð fram tillaga velferðarsviðs dags. 10.10.2024, um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar, ásamt tilgreindu fylgiskjali. Niðurstaða Velferðarráð - 138 Velferðarráð samþykkir tillögu velferðarsviðs um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu velferðarsviðs um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar.

Önnur mál fundargerðir

9.2410785 - Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024

Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2410711 - Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó frá 13.09.2024

Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó frá 13.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2410350 - Fundargerð 503. fundar stjórnar Sorpu bs. 18.09.2024

Fundargerð 503. fundar stjórnar Sorpu bs. 18.09.2024.
Lagt fram.

Kosningar

12.2206321 - Kosningar í bæjarráð 2022-2026

Andri Steinn Hilmarsson er kosinn aðalmaður í bæjarráði í stað Elísabetar B. Sveinsdóttur.

Kosningar

13.2206341 - Kosningar í skipulagsráð 2022-2026

Andri Steinn Hilmarsson er kjörinn aðalmaður í skipulagsráð í stað Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson er kosinn varamaður í stað Helga Ólafssonar.

Kosningar

14.2206329 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2022-2026

Andri Steinn Hilmarsson er kosinn aðalmaður í stjórn strætó.
Hjördís Ýr Johnson er kosin varðamaður í stjórn Strætó.

Kosningar

15.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Andri Steinn Hilmarsson er kosinn varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur.

Kosningar

16.2206339 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Andri Steinn Hilmarsson er kosinn varamaður í stað Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:30.