Bæjarstjórn

1299. fundur 14. maí 2024 kl. 16:00 - 21:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2311810 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2023 - seinni umræða

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Fundarhlé hófst kl. 18:04, fundi fram haldið kl. 19:11

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og sögu ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Leikskólinn Undraland ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Staðfestur með 11 atkvæðum.


Bókun:
"Ársreikningur:
Bæjarráð ber ábyrgð á fjármálastjórn bæjarins ásamt bæjarstjóra og saman mynda þessir aðilar stjórn Kópavogsbæjar. Bæjarráði ber að sjá um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Því til viðbótar hefur bæjarráð eftirlit með stjórnsýslu bæjarins, þar sem allir starfsmenn lúta boðvaldi bæjarstjóra. Megináhætta í rekstri sveitarfélaga felst í ófullnægjandi eftirliti og áhættu á sviksemi og mistökum. Þrátt fyrir hlutverk bæjarráðs áttu endurskoðendur bæjarins enga fundi með bæjarráði. Bæjarstjórn fékk aðeins klukkustundar kynningu frá endurskoðendum fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Endurskoðunarskýrsla þeirra er bundin trúnaði samkvæmt ráðningarbréfi og því ótæk til umræðu.

Bæjarstjóra ber að sjá til þess að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum og að fundir bæjarráðs séu vel undirbúnir og mál sem þar eru afgreidd séu vel upplýst. Undirrituð geta ekki sætt sig við að lýðræðislega kjörnir fulltrúar í minnihluta í Kópavogi séu sniðgengnir. Við greiðum því atkvæði gegn ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2023."

Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Vinna við ársreikninginn var með hefðbundnum hætti, lögum samkvæmt og unninn út frá alþjóðlegum stöðlum um reikningsskil. Áritun endurskoðanda er fyrirvaralaus. Bæjarfulltrúum hefur ávallt staðið til boða aðgangur að endurskoðendum reikningsins og starfsmönnum fjármálasviðs Kópavogsbæjar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Sigrún H. Jónsdóttir

Önnur mál fundargerðir

2.2312697 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Lögð fram uppfærð umsókn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 8. desember 2023 um breytingu á aðalskipulagi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er skilgreind landnotkun opið svæði en óskað er eftir að landnotkun verði breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði sjö lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð með aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti. Uppdrættir og fylgiskjöl, ódagsett. Á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. mars 2024. Niðurstaða Skipulagsráð - 160

Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Hákonar Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.



Bókun:

Undirrituð óskar eftir minnisblaði um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagssvæðinu m.t.t. jafnræðis milli lóðarhafa á svæðinu.

Theódóra S Þorsteinsdóttir.

Niðurstaða

Bæjarstjórn tók erindið fyrir á fundi nr. 1295 og var því frestað. Nú lagt fram minnisblað frá Guðjóni Ármannssyni hrl., dags. 20.04.2024.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs um höfnun erindisins með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Fundarhlé hófst kl. 19:50, fundi fram haldið kl. 21:17

Önnur mál fundargerðir

3.23092222 - Tilfærsla verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs - tillaga nr. 11

Frá bæjarlögmanni, dags. 09.04.2024, lagt fram minnisblað vegna yfirfærslu safnkosts Héraðsskjalsafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns Íslands. Lagt er til við bæjarráð að fallið verði frá tillögu 11 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 25. apríl 2023.

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá samþykkt bæjarstjórnar frá 25. apríl 2023 á tillögu nr. 11. vegna breytinga á stjórnsýslu menningarmála. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir situr hjá.



Fram hefur komið álit bæði fulltrúa Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalavarðar Héraðsskjalasafns Kópavogs um að einkaskjalasöfnin séu hluti af safnkosti Héraðsskjalasafns Kópavogs sem afhenda ætti með öðrum safnkosti við lokun safnsins.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fallið verði frá tillögu nr. 11 í samþykkt bæjarstjórnar frá 25. apríl 2023 sem felur m.a. í sér að einkaskjalasöfn skuli afhenda með öðrum safnkosti til Þjóðminjasafns Íslands.

Önnur mál fundargerðir

4.2404013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 391. fundur frá 19.04.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2404011F - Bæjarráð - 3172. fundur frá 02.05.2024

Fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.
  • 5.1 2402387 Lántökur Kópavogsbæjar 2024
    Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar til skuldabréfaútboðs KOP24-1. Niðurstaða Bæjarráð - 3172 Fundarhlé hófst kl. 8:46, fundi fram haldið kl. 9:54.

    Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Vanda þarf undirbúning og umræðu um ný langtímalán og nauðsyn þeirra, sérstaklega á tímum þegar vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum. Það á bæði við um form og fjárhæð lána, lánakjörin og hvernig á að ráðstafa láninu. Lántaka upp á 4,3 milljarða króna með sölu skuldabréfa til 31 árs á markaðskjörum felur í sér að Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri núverandi meirihluta.

    Kópavogsbær hefur á þessu ári þegar hækkað yfirdráttarheimild sína um samtals einn milljarð króna. Veltufjárhlutfall A-hluta bæjarsjóðs er það lágt að það er í raun orðið varhugavert. Í ársreikningi fyrir árið 2023 er þetta hlutfall 0,47, sem þýðir að skammtímaskuldir eru meira en helmingi hærri en veltufjármunir. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er hlutfallið komið niður í 0,38 sem felur í sér að skammtímaskuldir eru að verða þrefalt hærri en veltufjármunir bæjarsjóðs.

    Undangengin ár hefur rekstur bæjarsjóðs ekki skilað afgangi til framkvæmda og greiðslu lána. Hallarekstur er brúaður með því að slá lán á ábyrgð komandi kynslóða. Fyrirhugað skuldabréfaútboð er ekki með neinni hámarksstærð og sú skýring gefin að Kópavogsbær geti þannig aflað sér lánsfjármagns með skömmum fyrirvara. Það staðfestir óábyrga fjármálastjórn, sem undirritaðar geta ekki tekið þátt í."

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "1. Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. Veltufé frá rekstri er í kringum fimm milljarða króna en það er svigrúmið sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Vel var vandað til verka við undirbúning skuldabréfaútboðsins og er mikilvægt að ráðast í skuldabréfaútboðið m.t.t fjárstýringar. Nettó skuldir Kópavogsbæjar aukast óverulega jafnvel þó heimildin yrði nýtt að fullu og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

    2. Minnihlutinn sakar meirihlutann hér um „óábyrgan rekstur“. Sami minnihluti hefur staðið gegn öllum hagræðingaraðgerðum sem meirihlutinn hefur samþykkt á kjörtímabilinu og nýtt hvert tækifæri til að kalla eftir auknum útgjöldum í hina ýmsu málaflokka sem fjármagna á með skattahækkunum á almenning í Kópavogi. Meirihlutinn gefur því ekki mikið fyrir þessa gagnrýni minnihlutans."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson


    Bókun:
    "Kópavogsbær var rekinn með 750 milljóna króna tapi á síðasta ári og tveggja milljarða króna tapi árið áður. Minnihlutinn skorast ekki undan því að taka þátt í hagræðingu í rekstri bæjarins. Frumforsendan er þó sú að hagræðingartillögur séu útfærðar og líklegar til að skila árangri. Því miður er reynslan sú að tillögur meirihlutans í því efni t.d. Í menningarmálum hafa leitt til útgjaldaauka en ekki sparnaðar."

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "Rekstur Kópavogsbæjar er sterkur þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi. Veltufé frá rekstri er í kringum fimm milljarða og geta bæjarins til að standa við skuldbindingar er góð. Fullyrðingar minnihlutans um að hagræðingaraðgerðir hafi ekki skilað árangri standast enga skoðun."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur að veita umbeðna heimild til skuldabréfaútboðs KOP24-1.
  • 5.7 23092222 Tilfærsla verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs
    Frá Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, lögð fram greinargerð að beiðni Helgu Jónsdóttur um stjórnsýslulegt ferli við niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs.

    Jafnframt lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs er lýtur að starfsmannamálum.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3172 Greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stjórnsýslulegt ferli við niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs er lögð fram.

    Fundarhlé hófst kl. 11:16, fundi fram haldið kl. 11:29.

    Hjördís Ýr Johnson vék af fundi og tók Ásdís Kristjánsdóttir sæti í hennar stað.

    Fundarhlé hófst kl. 11:30, fundi fram haldið kl. 11:48

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að starf héraðsskjalavarðar verði lagt niður, ráðningarsamningi héraðsskjalavarðar verði sagt upp og sviðsstjóri stjórnsýslusvið taki við stjórunarhluta starfs héraðsskjalavarðar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu sviðstjóra, dags. 30. apríl 2024.


    Bókun:
    "Sú greinargerð sem hér er lögð fyrir er ekki svar við ósk um að ferlið í stjórnsýslu þessa tilgreinda máls frá upphafi sé rakið. Sú ósk byggist á því að bæjarráð hefur samkvæmt 32.gr. bæjarmálasamþykktar eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess. Það er vandmeðfarið að leggja niður opinbera stofnun, sem byggist á samþykktum staðfestum af þjóðskjalaverði, þjónar menningarlegu og stjórnunarlegu hlutverki, á undir fleiri en eina nefnd bæjarins, sinnir þjónustu við fræðasamfélagið og tengslum við frjáls félagasamtök. Óhjákvæmilegt er að minna á að Kópavogsbær var dæmdur til tugmilljóna skaðabóta vegna stjórnsýslulegrar meðferðar við ólögmæta uppsögn eins stjórnenda bæjarfélagsins í Landsrétti 27. október 2023. Þar staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um brot stjórnsýslu Kópavogsbæjar gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins - rannsóknarreglu, meðalhófsreglu, andmælareglu, skyldu til leiðbeiningar og rökstuðnings sem og brot gegn kjarasamningi. Af því tilefni lagði minnihlutinn fram fyrirspurn í bæjarráði 15. febrúar sl. Þar var þess óskað að bæjarstjóri skilaði bæjarráði greinargerð um viðbrögð og tillögur til breytinga á verklagi og verkferlum í stjórnsýslunni til að koma í veg fyrir framgang og fjárhagstjón af þeim toga sem skýrt var lýst í dómunum. Sérstaklega var óskað tillagna um hvernig bæjarráði verði gert kleift að sinna eftirlitsskyldu sinni með stjórnsýslunni. Engin viðbrögð hafa borist frá bæjarstjóra.

    Sé rétt staðið að verki er bæði hægt að leggja niður stofnanir og störf. Sé reglunum ekki fylgt sýnir reynslan að það er dýrkeypt. Því er mikilvægt að fá greinargerð stjórnsýslusviðs, sem sýnir að mat hafi verið lagt á aðstæður og skyldum sinnt í samræmi við lög, reglur og samninga. Í þessu máli eru ekki bara mannauðsmál og vinnuréttur undir, heldur líka framtíðarskipan skjalavörslu bæjarins, framtíðarnýting húsnæðis í eigu bæjarins og kostnaðaráhrif þeirra ákvarðana sem teknar eru. Stjórnsýslusviðið fékk útskýringu á því til hvers óskað var eftir greinargerðinni en því miður er framlagið í engu samræmi við það.

    Því verður að kalla eftir greinargerðinni sem um var beðið og minna bæjarstjóra á að minnihlutinn á rétt á svari við fyrirspurn sinni frá 15. febrúar sl."

    Helga Jónsdóttir
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "Að mati meirihluta gefa svör bæjarritara fullnægjandi yfirlit yfir stöðu málsins. Mikilvægt er að rétt sé að málum staðið og vandað til verka við flutning safnkosta yfir til Þjóðskjalasafns."

    Orri V. Hlöðversson
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 5.8 24042115 Endurnýjun Upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar
    Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, lögð fram endurskoðuð drög að upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs- og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 18.04.2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3172 Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum endurskoðaða upplýsingaöryggisstefnu Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

6.2404001F - Skipulagsráð - 163. fundur frá 06.05.2024

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 6.3 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu dags. í maí 2024 fyrir rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi (ÞR-1). Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Skipulagslýsingin er unnin af Alta í samstarfi við umhverfissvið.
    Halldóra Hreggviðsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Drífa Árnadóttir skipulagsráðgjafar gera grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 163 Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Einars Arnar Þorvarðarsonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar og með tilvísun í 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing verði auglýst til kynningar og samráðs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.5 2201623 Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum.
    Lögð fram umsókn Einars Haukssonar umhverfisverkfræðings f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 30. apríl 2024 um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum. Skipulagsráð Kópavogs samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni á fundi sínum þann 6. febrúar 2023. Í dag er leyfið útrunnið og framkvæmdir ekki hafnar, því er sótt um endurnýjun þess.
    Borholunum hefur verið fækkað úr fjórum í þrjár og því hefur fyrirhugaður aðkomustígur fyrir borholu nr. 1, sem átti að liggja í landi Kópavogs, verður felldur út. Borhola nr. 3 er í landi Kópavogs og ekki er þörf á að gera nýjan aðkomustíg.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 163 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.15 24021321 Dalaþing 20-22. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 1. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 20 og 22 við Dalaþing um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar og byggja tvíbýlishús á sameiginlegri lóð í stað parhúss. Byggingin yrði innan núverandi byggingarreits á lóðunum og er í samræmi við skipulagsskilmála að öðru leiti. Ný staðföng yrðu Dalaþing 20 og Dalaþing 20A. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall er óbreytt.
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 163 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.16 2401786 Vesturvör 32B. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 11. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32B við Vesturvör um breytingu á deiliskipulagi. Sótt er um heimild til þess að festa fjarskiptaloftnet og tilheyrandi tæknibúnað á galvanhúðuðum stálrörum austurhlið núverandi byggingará lóðinni. Búnaðinum er ætlað að sinna farsímaþjónustu í nærumhverfinu og mun hann fara 4m upp fyrir efstu þakbrún á húsinu sem er 8m og verður því alls 12m yfir götuhæð. Punktur hæðarkóta á loftnetinu er 17,10. Tæknibúnaður mun tengjast húsrafmagni og ljósleiðaraneti.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 29. Apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 163 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.17 24021940 Fossahvarf 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Fossahvarf dags. 29. febrúar 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipulagsskilmálum verði breytt en engar breytingar eru gerðar á uppdrætti. Þann 25. júní 2009 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt þeirri breytingu var leyfilegt að byggja sólskála á þaksvalir raðhúsa á lóðum við Fossahvarf 1-11. Breytingin tekur aðeins til lóða nr. 7, 9 og 11. Heimilt er að byggja viðbyggingu í stað sólskála. Skilmálar haldast óbreyttir að öðru leiti þar sem stærð hverrar viðbyggingar er allt að 28 m² og hámarks byggingarmagn fyrir hverja lóð skal ekki fara yfir 350 m².
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk þann 29. apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 163 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2404012F - Velferðarráð - 132. fundur frá 22.04.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2404003F - Lista- og menningarráð - 163. fundur frá 26.04.2024

Fundargerð í 18 liðum.



Á 3172. fundi bæjarráðs var lögð fram eftirfarandi bókum við 21. lið, 2404003F - Lista- og menningarráð - 163. fundur frá 26.04.2024:



Bókun:

"Bæjarstjóri hefur án alls samráðs skipað fjárfesti og starfsmann Samtaka atvinnulífsins í starfshóp um málefni Salarins. Tónlistarskóli Kópavogs á engan fulltrúa í hópnum þrátt fyrir að eiga tónlistarhúsið með Kópavogsbæ, og þrátt fyrir ítrekaðar óskir lista- og menningarráðs þar um.



Lista- og menningarráði Kópavogs er samkvæmt erindisbréfi falið að fara með málefni Salarins, ásamt því að sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til bæjarráðs um þau mál. Bæjarstjóra hefur hvorki verið falið umboð til þess að samþykkja erindisbréf né skipa í starfshópinn. Á bæjarstjórnarfundi þann 25. apríl 2023 var eftirfarandi tillaga samþykkt:



“Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri Salarins."



Óskiljanlegt er hvernig bæjarstjóri gat túlkað ofangreinda tillögu þannig að hún ein semji, undirriti og stimpli erindisbréf, ásamt því að ráða vali á fulltrúum í starfshóp sem gera á tillögur til hennar. Ákvörðun hennar er harðlega mótmælt."



Bergljót Kristinsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Helga Jónsdóttir





Bókun:

"Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á stofnun starfshóps sem koma á með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta í Salinn skipaði bæjarstjóri í starfshópinn. Við skipanina studdist bæjarstjóri við 3. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga sem fela honum að þær ákvarðanir sem teknar eru af hálfu sveitarstjórnar og annarra nefnda komist til framkvæmda, hafi sveitarstjórn ekki falið það öðrum. Við val á hópnum var horft til reynslu og fagþekkingar á sviði lista- og menningarmála."



Orri V. Hlöðversson

Andri Steinn Hilmarsson





Bókun:

"Samkvæmt bæjarmálasamþykkt og sveitarstjórnarlögum fer bæjarstjóri með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt bæjarráði. Bæjarráð fer með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins. Málefni Salarins og hugmyndir bæjarstjóra um breytingar á rekstrinum hafa verið ákaflega umdeildar bæði innan lista- og menningarráðs, bæjarstjórnar og hjá tónlistarfólki og samtökum þeirra. Það er fjarstæðukennt að bæjarstjóri hafi haft heimild til þeirrar túlkunar að hún eigi að semja erindisbréf, tilnefna og skipa í starfshóp og leggja niðurstöðu sína fullbúna fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa. Engum öðrum var gefið færi á að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Málatilbúnaðurinn er enn langsóttari í ljósi þess að allt lista- og menningarráð hefur ítrekað bókað um að í starfshópnum skuli eiga sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í lista- og menningarráði sem fer með málefni Salarins fyrir hönd Kópavogsbæjar. Undirritaðar krefjast endurskoðunar á þessum embættisfærslum bæjarstjóra.



Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Helga Jónsdóttir

Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir


Tillaga:
"Undirrituð leggja til að erindisbréf bæjarstjóra fyrir starfshóp um
málefni Salarins verði afturkallað. Lista- og menningarráði verði
falið að vera bæjarráði til ráðgjafar um vinnslu erindisbréfs og
skipan í starfshóp í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 23.
apríl 2023.

Greinargerð:
Ljóst er að bæjarstjóri hafði ekki umboð til þess að semja, undirrita
og stimpla erindisbréf, ásamt því að ráða vali á fulltrúum í starfshóp
sem gera á tillögur til hennar sjálfrar.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur með erindisbréfi falið Lista- og
menningarráði Kópavogs að fara með málefni Salarins, ásamt því að
sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til
bæjarráðs um þau mál."

Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Helga Jónsdóttir

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum
Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S.
Þorsteinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Helgu Jónsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

9.2404006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 16. fundur frá 15.04.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2404016F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 106. fundur frá 29.04.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.24042776 - Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.04.2024

Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24042777 - Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 05.04.2024

Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 05.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.24042211 - Fundargerð 126. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.04.2024

Fundargerð 126. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.24042306 - Fundargerð 576. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2024

Fundargerð 576. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24042587 - Fundargerð 577. fundar stjórnar SSH frá 22.04.2024

Fundargerð 577. fundar stjórnar SSH frá 22.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24042419 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 19.03.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 19.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24042343 - Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.03.2024

Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.24042302 - Fundargerð 47. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.04.2024

Fundargerð 47. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.04.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:26.