Fundargerð í 18 liðum.
Á 3172. fundi bæjarráðs var lögð fram eftirfarandi bókum við 21. lið, 2404003F - Lista- og menningarráð - 163. fundur frá 26.04.2024:
Bókun:
"Bæjarstjóri hefur án alls samráðs skipað fjárfesti og starfsmann Samtaka atvinnulífsins í starfshóp um málefni Salarins. Tónlistarskóli Kópavogs á engan fulltrúa í hópnum þrátt fyrir að eiga tónlistarhúsið með Kópavogsbæ, og þrátt fyrir ítrekaðar óskir lista- og menningarráðs þar um.
Lista- og menningarráði Kópavogs er samkvæmt erindisbréfi falið að fara með málefni Salarins, ásamt því að sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til bæjarráðs um þau mál. Bæjarstjóra hefur hvorki verið falið umboð til þess að samþykkja erindisbréf né skipa í starfshópinn. Á bæjarstjórnarfundi þann 25. apríl 2023 var eftirfarandi tillaga samþykkt:
“Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri Salarins."
Óskiljanlegt er hvernig bæjarstjóri gat túlkað ofangreinda tillögu þannig að hún ein semji, undirriti og stimpli erindisbréf, ásamt því að ráða vali á fulltrúum í starfshóp sem gera á tillögur til hennar. Ákvörðun hennar er harðlega mótmælt."
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á stofnun starfshóps sem koma á með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta í Salinn skipaði bæjarstjóri í starfshópinn. Við skipanina studdist bæjarstjóri við 3. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga sem fela honum að þær ákvarðanir sem teknar eru af hálfu sveitarstjórnar og annarra nefnda komist til framkvæmda, hafi sveitarstjórn ekki falið það öðrum. Við val á hópnum var horft til reynslu og fagþekkingar á sviði lista- og menningarmála."
Orri V. Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Bókun:
"Samkvæmt bæjarmálasamþykkt og sveitarstjórnarlögum fer bæjarstjóri með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt bæjarráði. Bæjarráð fer með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins. Málefni Salarins og hugmyndir bæjarstjóra um breytingar á rekstrinum hafa verið ákaflega umdeildar bæði innan lista- og menningarráðs, bæjarstjórnar og hjá tónlistarfólki og samtökum þeirra. Það er fjarstæðukennt að bæjarstjóri hafi haft heimild til þeirrar túlkunar að hún eigi að semja erindisbréf, tilnefna og skipa í starfshóp og leggja niðurstöðu sína fullbúna fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa. Engum öðrum var gefið færi á að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Málatilbúnaðurinn er enn langsóttari í ljósi þess að allt lista- og menningarráð hefur ítrekað bókað um að í starfshópnum skuli eiga sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í lista- og menningarráði sem fer með málefni Salarins fyrir hönd Kópavogsbæjar. Undirritaðar krefjast endurskoðunar á þessum embættisfærslum bæjarstjóra.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og sögu ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Leikskólinn Undraland ehf. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Staðfestur með 11 atkvæðum.
Bókun:
"Ársreikningur:
Bæjarráð ber ábyrgð á fjármálastjórn bæjarins ásamt bæjarstjóra og saman mynda þessir aðilar stjórn Kópavogsbæjar. Bæjarráði ber að sjá um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Því til viðbótar hefur bæjarráð eftirlit með stjórnsýslu bæjarins, þar sem allir starfsmenn lúta boðvaldi bæjarstjóra. Megináhætta í rekstri sveitarfélaga felst í ófullnægjandi eftirliti og áhættu á sviksemi og mistökum. Þrátt fyrir hlutverk bæjarráðs áttu endurskoðendur bæjarins enga fundi með bæjarráði. Bæjarstjórn fékk aðeins klukkustundar kynningu frá endurskoðendum fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Endurskoðunarskýrsla þeirra er bundin trúnaði samkvæmt ráðningarbréfi og því ótæk til umræðu.
Bæjarstjóra ber að sjá til þess að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum og að fundir bæjarráðs séu vel undirbúnir og mál sem þar eru afgreidd séu vel upplýst. Undirrituð geta ekki sætt sig við að lýðræðislega kjörnir fulltrúar í minnihluta í Kópavogi séu sniðgengnir. Við greiðum því atkvæði gegn ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2023."
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bókun:
"Vinna við ársreikninginn var með hefðbundnum hætti, lögum samkvæmt og unninn út frá alþjóðlegum stöðlum um reikningsskil. Áritun endurskoðanda er fyrirvaralaus. Bæjarfulltrúum hefur ávallt staðið til boða aðgangur að endurskoðendum reikningsins og starfsmönnum fjármálasviðs Kópavogsbæjar."
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Sigrún H. Jónsdóttir