Bæjarstjórn

1205. fundur 26. nóvember 2019 kl. 16:00 - 19:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1910628 - Fjárhagsáætlun 2020 - seinni umræða

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, ásamt tillögu að álagningu gjalda. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2020 og lagði til að þær yrðu samþykktar, ásamt framlagðri fjárhagsáætlun. Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tillögur að gjaldskrám.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 og lagði til að hvor um sig yrði samþykkt.

Hlé var gert á fundi kl. 17.33. Fundi var fram haldið kl. 17.45.

Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2020:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2020 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2020 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur:
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,22% í 0,215% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,50% í 1,49% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,22% í 0,215% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,22% í 0,215% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur verði óbreyttur; 0,065% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 42,67 (var 41,63) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 2,5%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði 0,090% og lækki úr 0,105% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 27.549 (var 26.877) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 2,5%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 180,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2020 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar. Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 02.03.2020. Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 17.02.2020 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2019:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5.176.000 krónur (var 4.837 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 6.614.000 krónur (var 6.181 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 5.176.001 - 5.262.000 krónur (var 4.918 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.614.001 - 6.959.000 krónur (var 6.503 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.262.001 - 5.349.000 krónur (var 4.999 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.959.001 - 7.304.000 krónur (var 6.826 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.349.001 - 5.403.000 krónur (var 5.079 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.304.001 - 7.649.000 krónur (var 7.149þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2020. Gjaldið lækkar og verður kr. 34.300 á íbúð (var 36.800). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 26. nóvember 2019.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 svo breytta með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Bókasafn Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttahús og knatthallir Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sérdeildir grunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2021-2023.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2021-2023 með 11 atkvæðum.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af öllum bæjarfulltrúum:
"Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2020 var unnin í samvinnu allra flokka fimmta árið í röð. Verklagið sýnir að bæjarfulltrúar eru tilbúnir að bera
sameiginlega ábyrgð á fjármálum bæjarins hvar í flokki sem þeir standa. Engu að síður undirstrika fulltrúar einstakra framboða ólíkar áherslur sem flokkarnir standa fyrir. Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar."

Fundargerð

2.1911003F - Bæjarráð - 2978. fundur frá 14.11.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.1911010F - Bæjarráð - 2979. fundur frá 21.11.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 1902211 Hafnarbraut 4-8. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda
    Frá bæjarlögmanni, dags. 18. nóvember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Hafnarbrautar 4-8, Hafnarbyggðar ehf., um lækkun gatnagerðargjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 2979 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

Fundargerð

4.1911006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 279. fundur frá 07.11.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

5.1911023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 280. fundur frá 22.11.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

6.1911020F - Forsætisnefnd - 146. fundur frá 21.11.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.1910019F - Íþróttaráð - 96. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
lagt fram

Fundargerð

8.1910020F - Leikskólanefnd - 112. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

9.1911009F - Lista- og menningarráð - 106. fundur frá 14.11.2019

Fundargerð í 6 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

10.1910009F - Menntaráð - 50. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1911001F - Menntaráð - 51. fundur frá 05.11.2019

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1910021F - Skipulagsráð - 62. fundur frá 18.11.2019

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 12.7 1809116 Hamraborg - miðbæjarskipulag. Breytt aðalskipulag. Deiliskipulag. Skipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 24 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði sem er um 1,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins er breytt.

    Í framlagðri skipulagslýsingu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 28.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

    Í skipulagslýsingunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 25.000 m2. Miðað er við1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

    Í framlagðri skipulagslýsingu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins.
    Er skipulagslýsingin dags. 11. nóvember 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.
  • 12.10 1906472 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni stendur einbýlishús, ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2 að flatarmáli. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2010 nr. 816, gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að gólffleti með innbyggðum bílgeymslum. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að hámarkshæð húsa, miða við aðkomuhæð verði 7,5 m og tvö stæði á hvorri lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að lóðin verði óskipt og þar rísi tvö stakstæð hús og eitt parhús. Húsin verði einhæð og ris og í hverju þeirra ein íbúð, alls fjórar íbúðir. Á þremur húsanna er miðað við að mænir þeirra verði samsíða Kópavogsbraut og á því fjórða verði verði mænirinn hornrétt á Kópavogsbraut. Heildarflatarmál hvers íbúðarhluta er áætlað að hámarki 110 m2 þannig að samtals er ráðgert að byggja 440 m2 á lóðinni og nýtingarhlutfall um 0,4. Í tillögunni er miðað við að mesta hæð fyrirhugaðra bygginga verði 7,5 m miðað við aðkomuhæð og að svalir geti náð allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit. Miðað er við tvö stæði á íbúð, alls átta stæði fjögur verði með aðkoma frá Kópavogsbraut og fjögur frá Suðurvör. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. nóvember 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 59 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.11 1907317 Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. október 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.12 16031415 Digranesvegur 82. Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg
    Lögð fram tillaga verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar fh. umhverfissvið að breyttri tengingu lóðar Digraneskirkju við Digranesveg til að auka umferðaröryggi vegfaranda. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 dags. í október 2016. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.14 1911155 Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð.

    Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.1911120 - Fundargerð 415. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.11.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1911186 - Fundargerð 478. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2019

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.1911005F - Velferðarráð - 53. fundur frá 11.11.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 15.8 1901639 Endurskoðun á reglum um NPA
    Drög að reglum ásamt greinargerð deildarstjóra, dags. 7. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 53 Lögð var fram eftirfarandi bókun:
    "Undirrituð gera athugasemd við ákvæði um upphæð framlags í 12. grein, þar sem segir að taxti sólarhringsþjónustu miðist við sofandi næturvakt. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er gert ráð fyrir hærra tímakaupi þegar um vakandi næturvakt ræðir og því er mikilvægt að reglurnar komi ekki í veg fyrir að notandi geti greitt aðstoðarfólki sínu kjarasamningsbundin laun þegar svo ber undir.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Andrés Pétursson
    Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
    Donata Honkowicz Bukowska"

    Hlé var gert á fundi kl. 18:30.
    Fundur hófst að nýju kl. 18:36.

    Lögð var fram eftirfarandi bókun:
    "Kópavogsbær greiðir næst hæsta taxta allra sveitarfélaga á landinu sem eru með NPA samninga og mun í þessum efnum eins og ávallt uppfylla kjarasamninga. En hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og eða færri samningar.
    Guðmundur G. Geirdal
    Björg Baldursdóttir
    Halla Karí Hjaltested
    Baldur Þór Baldvinsson"

    Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum Guðmundar G. Geirdals, Bjargar Baldursdóttur, Höllu Kari Hjaltested og Baldurs Þórs Baldvinssonar.
    Niðurstaða Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF-Viðreisnar:
    "Undirrituð harma að ekki hafi verið tekið tillit til umsagnar notendaráðs fatlaðra sem varðar takmarkanir á upphæð framlags sveitarfélagsins. Samkvæmt reglunum skal taxti sólarhringsþjónustu miðast við sofandi næturvakt, en í núgildandi kjarasamningum er gert ráð fyrir hærra tímakaupi þegar um vakandi næturvakt ræðir. Undirrituð telja mikilvægt að reglurnar komi ekki í veg fyrir að notandi geti greitt aðstoðarfólki sínu kjarasamningsbundin laun þegar svo ber undir.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson"

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu f.h. bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF-Viðreisnar:
    "Lagt ert til að í 12. grein falli út eftirfarandi texti:
    "Fjárhæðir eru greiddar fyrir [...] við sofandi næturvakt."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson"

    Breytingartillaga við 12. gr. felld með sex atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni, þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

    Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF-Viðreisnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Undirrituð vekja athygli á þeirri mótsögn sem er í 12. grein reglnanna, þar sem segir annars vegar að greitt verði samkvæmt kjarasamningum og hins vegar að upphæð sólarhringstaxta takmarkist við sofandi næturvakt.
    Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir."

    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Kópavogsbær mun hér eftir sem hingað til miða greiðslur sínar við gildandi kjarasamninga og veita þá þjónustu sem nauðsynleg er hverju sinni.
    Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og Birkir Jón Jónsson.

    Bæjarstjórn samþykkir drög að reglum um NPA með sex atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar.
Forseti bæjarstjórnar þakkaði f.h. bæjarstjórnar bæjarritara, Páli Magnússyni, fyrir langt og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Bæjarstjóri þakkaði Páli Magnússyni fyrir störf sín fyrir Kópavogsbæ og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi sem ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti.

Fundi slitið - kl. 19:45.