Bæjarráð

3211. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:15 - 12:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25032767 - Hagræðingartillögur vegna kjarasamnings kennara

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tilögur vegna hagræðingar í rekstri til að mæta kostnaði við nýsamþykktan kjarasamning kennara. Bæjarrráð tók málið fyrir á fundi sínum 27.03.2025 og samþykkti að vísa þeim til nánari útfærslu skrifstofu áhættu- og fjárstýringar. Nú lagt fram svar bæjarstjóra.
Tillaga um frestun málsins frá minnihluta.

Bæjarráð hafnar frestun með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur.

Minnihluti bæjarráðs leggur fram beiðni um upplýsingar í níu liðum og eru undir málinu.

Bæjaráð samþykkir að umbeðnar upplýsingar minnihluta verði tilbúnar fyrir næsta fund bæjarstjórnar og vísar framlögðum tillögum til afgreiðslu bæjarstjórnar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteindóttur.


Bókun:
"Á fundi bæjarráðs 27. mars s.l. var samhljóða samþykkt að vísa hagræðingartillögum bæjarstjóra og breytingatillögum fulltrúa minnihluta til nánari útfærslu á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar í samræmi við tillöguna. Tillögunum var ekki vísað til bæjarstjóra og ekki var óskað afstöðu hennar. Því er ítrekuð ósk um „nánari útfærslu“ skrifstofu áhættu- og fjárstýringar á fjárhagslegum markmiðum í hagræðingartillögu bæjarstjóra og viðbótartillögum minnihluta."

Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Ljóst er að meiri- og minnihluta greinir á um hvað telst til fullnægjandi upplýsinga. Á fundinum koma fram beiðni að fá ítarlegri upplýsingar við einstökum liðum og verður þeim svarað fyrir  afgreiðslu bæjarstjórnar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Andri S. Hilmarsson
Hjördís Ýr Johnsen.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25032849 - Launakjör kjörinna fulltrúa

Frá bæjarstjóra, lagðar fram breytingatillögur á launakjörum kjörinna fulltrúa. Bæjarrráð tók málið fyrir á fundi sínum 27.03.2025 og samþykkti að vísa þeim ásamt breytingartillögum minnihlutans til nánari útfærslu skrifstofu áhættu- og fjárstýringar. Nú lagt fram svar bæjarstjóra.
Bæjaráð vísar framlögðum tillögum að breytingum á launakjörum, ásamt breytingartillögum minnihluta, til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25021861 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Frá fjármálasviði, lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Umræður.

Bæjarráð vísar framlögðum viðauka nr. 2 til afgreiðslu bæjarstjórnar með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24051700 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. 2. áfangi

Frá yfirlögfræðingi, lögð fram tillaga að úthlutun lóða fyrir annan áfanga Vatnsendahvarfs.
Umræður.

Bæjaráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að úthlutun lóða í 2. áfanga Vatnsendahvarfs verði samþykkt.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2504194 - Vatnsendablettur 241a - verðmat

Frá yfirlögfræðingi, dags. 01.04.2025, lagt fram verðmat
Umræður.

Bæjarráð samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi verðmats og greinar 2.2.6 í eignarnámssáttinni frá 2007 að vísa málinu til skipulagsfulltrúa til frekari vinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25011097 - Vinnuskóli 2025

Frá umhverfissviði, lögð fram starfsáætlun Vinnuskóla Kópavogs fyrir sumarið 2025.
Lagt fram.

Umræður.

Gestir véku af fundi kl. 10:53

Gestir

  • Svavar Ólafur Pétursson verkefnastjóri - mæting: 10:40
  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 10:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25012787 - Nónsmári 1-17. breytt deiliskipulag. Beiðni um endurupptöku máls

Frá bæjarlögmanni, dags. 10.02.2025, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku máls.Umsögn lögfræðideildar lögð fram 13.02.2025. Bæjarráð frestaði málinu 13.02.2025 og áréttaði ósk um álit bæjarlögmanns á endurupptöku málsins. Bæjarráð tók málið fyrir 20.02.2025 og frestaði því.
Fundarhlé hefst kl. 11:30, fundi fram haldið kl. 11:56

Bæjarráð frestar málinu.

Bókun:
"Hlutverk bæjarfulltrúa, sem þiggja umboð sitt frá kjósendum, er að gæta að hag heildarinnar þó ekki þannig að réttur einstaklinga sé fyrir borð borinn. Þetta mál á sér forsögu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði 18. október 2023 kröfu um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs um að hafna tillögu um breytingu deiliskipulags Nónhæðar. Sú krafa kom frá sama aðila og nú biður aftur um endurskoðun. Staðfesting úrskurðarnefndarinnar byggðist á því markmiði skipulagslaga að réttaröryggis skuli gætt og að almenningi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir stjórnvalda. Úrskurðað var að málefnalegt hafi verið og í samræmi við málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar og lögmætisregluna að litið væri til samráðs sem hafði átt sér stað við málsmeðferð fyrri breytinga.

Endurupptaka stjórnsýslumáls samkvæmt 24.gr. stjórnsýslulaga er leið til að leiðrétta rangar ákvarðanir. Réttaröryggi krefst þess að stjórnsýsluákvarðanir séu að jafnaði endanlegar nema sterk rök réttlæti breytingar, svo sem verulegir formgallar eða ný gögn sem hefðu breytt niðurstöðu málsins. Deiliskipulag er veigamikil stjórnsýsluákvörðun. Til að viðhalda trausti almennings á stjórnvöldum þarf slík ákvörðun að njóta virðingar. Í bréfi bæjarritara til bæjarráðs kemur fram að upplýsingar um annmarka á íbúðagerð gagnvart skipulagsskilmálum hafi legið fyrir, þegar ákvörðun var tekin, þó svo að ekki hafi verið sérstaklega vakin athygli á þeim. Vera kunni að afstaða bæjarstjórnar hefði orðið önnur, ef sjónarmiðin hefðu verið gerð skýrari frá upphafi. Skipulagsfulltrúa bendir á að það sé á ábyrgð hönnuða að koma íbúðum fyrir svo að þær uppfylli byggingarreglugerð, með hliðsjón af skipulagsskilmálum. Við skoðun á grunnmynd hússins telur skipulagsfulltrúi mögulegt að endurskipuleggja íbúðir þannig að dagsbirta berist úr tveimur áttum, til dæmis með því að minnka íbúðir á endum og stækka þær í miðjuhluta hússins.

Það er skylda bæjarstjórnar að gæta réttaröryggis og því aðeins á að endurupptaka stjórnsýsluákvörðun að nýjar upplýsingar eða sönnunargögn komi fram, form- eða efnisannmarkar séu á ákvörðun eða ákvörðunin hafi byggst á bersýnilega röngum lagalegum eða efnislegum forsendum. Staðfest er með fyrirliggjandi mótmælum íbúa í grenndinni að afstaða þeirra til deiliskipulagsins er óbreytt frá því að málsmeðferð sem var undanfari deiliskipulagsins var leidd til lykta. Í þessu máli eru skilyrði til þess að endurupptaka stjórnsýsluákvörðun alls ekki fyrir hendi."

Helga Jónsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir.

Ýmis erindi

8.25033800 - Bókun 602. fundar stjórnar SSH. Stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Frá SSH, dags. 28.03.2025, lögð fram bókun um stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Farið fram á að meðfylgjandi gögn, verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins og að framkvæmdastjóra þess verði veitt fullt umboð til undirritunar þeirra. Beðið er um skjóta afgreiðslu þessa máls þar sem gert er ráð fyrir stofnun félagasins fyrir lok aprílmánuðar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2503029F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 415. fundur frá 28.03.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2503020F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 3. fundur frá 27.03.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2503024F - Leikskólanefnd - 170. fundur frá 27.03.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2503031F - Menntaráð - 142. fundur frá 01.04.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2504257 - Fundargerð 602. fundar stjórnar SSH frá 28.03.2025

Fundargerð 602. fundar stjórnar SSH frá 28.03.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2504208 - Beiðni formanns bæjarráðs um yfirlit yfir þóknanir bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar árið 2024

Frá formanni bæjarráðs, lögð fram beiðni þar sem óskað er eftir yfirliti yfir þóknanir bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar fyrir störf þeirra árið 2024, brotið niður í þóknanir fyrir setu í bæjarstjórn, ráðum og nefndum.
Viðaukatillaga:

Til viðbótar við þær upplýsingar sem óskað er eftir í upprunalegri tillögu, verði jafnframt veitt yfirlit yfir þóknanir til handa fulltrúum í öðrum nefndum, ráðum og stjórnum sem bæjarstjórn Kópavogs skipar fulltrúa í, svo sem stjórnum byggðasamlaga, stjórn skíðasvæðanna og svæðisskipulagsnefnd.

Yfirlitið skal ná yfir alla fulltrúa, óháð því hvort þeir séu jafnframt bæjarfulltrúar, og sundurliðast eftir setu í hverju og einu ráði, nefnd eða stjórn.

Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofu áhættu- og fjárstýringar og óskar eftir að upplýsingarnar, bæði tillagan og viðaukatillagan verði tilbúnar fyrir næsta fund bæjarstjórnar.


Bókun:
"Undirrituð lagði fram tillögu sem samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 30. janúar 2020, sem kvað á um að upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa í Kópavogi skyldu birtar á vef bæjarins á skýran og aðgengilegan hátt. Þrátt fyrir eftirgrennslan um stöðu málsins hefur sú framkvæmd enn ekki orðið að veruleika.

Undirrituð fagnar því þess vegna að formaður bæjarráðs leggi nú fram sambærilega fyrirspurn, þar sem ætla má að sú staðreynd að hún komi frá fulltrúa meirihlutaflokkanna auki líkur á að málið hljóti afgreiðslu og að viðeigandi upplýsingar verði loks gerðar aðgengilegar íbúum.

Gegnsæi í stjórnsýslu er grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og mikilvægt að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um hvernig opinberu fé er varið, þar með talið um þóknanir til kjörinna fulltrúa fyrir störf á vegum sveitarfélagsins."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Hjördís Ýr Johnson vék af fundi kl. 12:00.

Fundi slitið - kl. 12:39.