Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.25032767 - Hagræðingartillögur vegna kostnaðar við kjarasamning kennara
Frá bæjarstjóra, lagðar fram tilögur vegna hagræðingar í rekstri til að mæta kostnaði við nýsamþykktan kjarasamning kennara.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.25032849 - Launakjör kjörinna fulltrúa
Frá bæjarstjóra, lagðar fram breytingatillögur á launakjörum kjörinna fulltrúa.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.25032527 - Fannborgarreitur. Uppfært uppbyggingarsamkomulag
Frá umhvefissviði, lögð fram uppfærð drög að samkomulagi um uppbyggingu á Fannborgarreit B1-1 ásamt samantektarskjali um helstu breytingar frá fyrra uppbyggingarsamkomulagi frá árinu 2021.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 09:55
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.25032682 - Kópavogsbraut, hjúkrunarheimili.
Frá umhverfissviði, lögð fram drög að samkomulagi um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Kópavogsbraut.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 10:57
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 10:57
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.25022445 - Stúka við félagsvæði HK
Frá bæjarstjóra, dags. 17.03.2025, lagt fram svarbréf til HK vegna stúku við félagssvæði.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.25031723 - Gjaldskrár 2025
Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár sem taka gildi í apríl 2025.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2412231 - Urðarhvarf 4. Kæra vegna umsóknar um lokaúttekt
Frá bæjarritara, lögfræðisviði, lögð fram umsögn um úrskurð ÚUA í máli nr. 169/2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2410916 - Slit SKÓP
Frá bæjarritara, lögfræðiþjónustu, lagt fram erindi varðandi lok starfsemi, uppgjörs skulda og slit Markaðsstofu Kópavogs (SKÓP).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2503594 - Kostnaður vegna málareksturs Vatnsendmáls
Frá skrifstofu áhættu- og fjárstýringar, dags. 24.03.2025, lagður fram kostnaður vegna Vatnsendamáls.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2212548 - Skemmtilegri grunnskólalóðir
Vorið 2016 var lögð fram skýrsla um „Skemmtilegar skólalóðir“. Síðan þá hafa
menntaráð og bæjarráð árlega samþykkt tillögur um ráðstöfun fjárveitingar til
endurbóta á skólalóðum á grundvelli úttekta í fyrrnefndri skýrslu og síðari
uppfærslum. Greinargerð um „Endurgerð grunnskólalóða 2016-2025. Staða og endurmat“
hefur verið uppfærð og fylgir fundargögnum. Hún inniheldur uppfærslur á
mælikvörðum ásamt skýringum, sem sýnir hvað breyst hefur á undanförnum
árum.
Lagt er til við bæjarráð að 80.000.000 kr. fjárveitingu á fjárhagsáætlun 2025
„Grunnskólalóðir - endurnýjun“ (gjaldaliður 32164), verði ráðstafað til
endurbóta á lóðum Snælandsskóla og Smáraskóla, enda er það í samræmi
við áðurnefnda greinargerð.
Fundargerðir nefnda
11.2503013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 414. fundur frá 14.03.2025
Fundargerðir nefnda
12.2503001F - Velferðar- og mannréttindaráð - 3. fundur frá 10.03.2025
Fundargerð í sjö liðum. Fundargerð var frestað 13. mars og óskað eftir því að sviðsstjóri velferðarsviðs komi inn á næsta fund bæjarráðs undir máli nr. 2 í fundargerð velferðar- og mannréttinaráðs.
Gestir
- Sigrún Þórarinssdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 11:52
Fundargerðir nefnda
13.2502015F - Ungmennaráð - 51. fundur frá 17.03.2025
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
14.25032081 - Fundargerð 513. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2025
Fundargerð 513. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2025.
Fundargerðir nefnda
15.25032507 - Fundargerð 601. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2025
Fundargerð 601. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2025
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.25033163 - Tillaga um að tekjuviðmið sem notuð eru til grundvallar tekjutengdum afsláttum á dvalargjöldum leikskóla hækki samkvæmt launavísitölu.
Erindi tekið inn með afbrigðum.
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um að tekjuviðmið sem notuð eru til grundvallar tekjutengdum afsláttum á dvalargjöldum leikskóla hækki samkvæmt launavísitölu.
Fundi slitið - kl. 12:15.