Bæjarráð

3210. fundur 27. mars 2025 kl. 08:15 - 12:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson varformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25032767 - Hagræðingartillögur vegna kostnaðar við kjarasamning kennara

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tilögur vegna hagræðingar í rekstri til að mæta kostnaði við nýsamþykktan kjarasamning kennara.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 9:14, fundi fram haldið kl. 9:27

Lagðar fram breytingartillögur af hálfu minnihluta.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum tillögum bæjarstjóra vegna hagræðingar í rekstri til nánari útfærslu á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar í samræmi við tillöguna, auk breytingatillagna fulltrúa minnihluta og áheyrnarfulltrúa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25032849 - Launakjör kjörinna fulltrúa

Frá bæjarstjóra, lagðar fram breytingatillögur á launakjörum kjörinna fulltrúa.
Umræður.

Lagðar fram breytingartillögur af hálfu minnihluta.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum tillögum bæjarstjóra um 10% lækkun launa kjörinna fulltrúa til nánari útfærslu á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar, ásamt breytingartillögum minnihluta fulltrúa bæjarráðs og áheyrnarfulltrúa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25032527 - Fannborgarreitur. Uppfært uppbyggingarsamkomulag

Frá umhvefissviði, lögð fram uppfærð drög að samkomulagi um uppbyggingu á Fannborgarreit B1-1 ásamt samantektarskjali um helstu breytingar frá fyrra uppbyggingarsamkomulagi frá árinu 2021.
Kynning og umræður

Elísabet Berglind Sveinsdóttir vék af fundi kl. 10:51 og tók Ásdís Kristjánsdóttir sæti á fundinum í hennar stað sem varafulltrúi.

Gestir véku af fundi kl. 10:57

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 09:55
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25032682 - Kópavogsbraut, hjúkrunarheimili.

Frá umhverfissviði, lögð fram drög að samkomulagi um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Kópavogsbraut.
Umræður.

Bæjarráð vísar með þremur atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Helgu Jóndóttur framlögðum drögum að samkomulagi um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Kópavogsbraut til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum Arnarskóla til upplýsinga.

Gestir véku af fundi kl. 11:07

Bókun:
"Undirrituð greiðir atkvæði gegn samkomulaginu sem hér liggur undir að svo stöddu vegna óskýrleika samkomulagsins. Í samkomulaginu kemur fram að möguleiki sé á að samnýta húsnæði Arnarskóla en ekki er búið að ræða við forsvarsmenn Arnarskóla um innihald samkomulagsins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Fundarhlé hófst kl. 11:36, fundi fram haldið kl. 11:46.


Bókun:
"Í samkomulaginu er lögð áhersla á að staðið verði vörð um áframhaldandi starfsemi Arnarskóla á svæðinu. Bæjarstjóri mun funda með forsvarsmönnum Arnarskóla í samræmi við bókun meirihlutans í bæjarráði."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Björg Baldursdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 10:57
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 10:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25022445 - Stúka við félagsvæði HK

Frá bæjarstjóra, dags. 17.03.2025, lagt fram svarbréf til HK vegna stúku við félagssvæði.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25031723 - Gjaldskrár 2025

Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár sem taka gildi í apríl 2025.
Umræður.

Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2412231 - Urðarhvarf 4. Kæra vegna umsóknar um lokaúttekt

Frá bæjarritara, lögfræðisviði, lögð fram umsögn um úrskurð ÚUA í máli nr. 169/2024.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2410916 - Slit SKÓP

Frá bæjarritara, lögfræðiþjónustu, lagt fram erindi varðandi lok starfsemi, uppgjörs skulda og slit Markaðsstofu Kópavogs (SKÓP).
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2503594 - Kostnaður vegna málareksturs Vatnsendmáls

Frá skrifstofu áhættu- og fjárstýringar, dags. 24.03.2025, lagður fram kostnaður vegna Vatnsendamáls.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2212548 - Skemmtilegri grunnskólalóðir

Vorið 2016 var lögð fram skýrsla um „Skemmtilegar skólalóðir“. Síðan þá hafa

menntaráð og bæjarráð árlega samþykkt tillögur um ráðstöfun fjárveitingar til

endurbóta á skólalóðum á grundvelli úttekta í fyrrnefndri skýrslu og síðari

uppfærslum. Greinargerð um „Endurgerð grunnskólalóða 2016-2025. Staða og endurmat“

hefur verið uppfærð og fylgir fundargögnum. Hún inniheldur uppfærslur á

mælikvörðum ásamt skýringum, sem sýnir hvað breyst hefur á undanförnum

árum.



Lagt er til við bæjarráð að 80.000.000 kr. fjárveitingu á fjárhagsáætlun 2025

„Grunnskólalóðir - endurnýjun“ (gjaldaliður 32164), verði ráðstafað til

endurbóta á lóðum Snælandsskóla og Smáraskóla, enda er það í samræmi

við áðurnefnda greinargerð.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að 80.000.000 kr. fjárveitingu á fjárhagsáætlun 2025
„Grunnskólalóðir - endurnýjun“ (gjaldaliður 32164), verði ráðstafað til endurbóta á lóðum Snælandsskóla og Smáraskóla, enda er það í samræmi við framlagða greinargerð.

Fundargerðir nefnda

11.2503013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 414. fundur frá 14.03.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2503001F - Velferðar- og mannréttindaráð - 3. fundur frá 10.03.2025

Fundargerð í sjö liðum. Fundargerð var frestað 13. mars og óskað eftir því að sviðsstjóri velferðarsviðs komi inn á næsta fund bæjarráðs undir máli nr. 2 í fundargerð velferðar- og mannréttinaráðs.
Umræður.

Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún Þórarinssdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 11:52

Fundargerðir nefnda

13.2502015F - Ungmennaráð - 51. fundur frá 17.03.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.25032081 - Fundargerð 513. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2025

Fundargerð 513. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.25032507 - Fundargerð 601. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2025

Fundargerð 601. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2025
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.25033163 - Tillaga um að tekjuviðmið sem notuð eru til grundvallar tekjutengdum afsláttum á dvalargjöldum leikskóla hækki samkvæmt launavísitölu.

Erindi tekið inn með afbrigðum.



Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um að tekjuviðmið sem notuð eru til grundvallar tekjutengdum afsláttum á dvalargjöldum leikskóla hækki samkvæmt launavísitölu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skrifstofu áhættu- og fjárstýringar.

Fundi slitið - kl. 12:15.