Bæjarráð

3201. fundur 23. janúar 2025 kl. 08:15 - 12:29 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2501611 - Sex mánaða skýrsla Betri samgangna

Frá SSH, dags. 08.01.2025, lögð fram til kynningar sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf.
Kynning og umræður

Gestir

  • Katrín Halldórsdóttir - mæting: 08:15
  • Davíð Þorláksson - mæting: 08:15
  • Atli Björn Levy - mæting: 08:15
  • Bryndís Friðriksdóttir - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24093318 - Málstefna Kópavogsbæjar

Frá stefnustjóra. dags. 20. janúar 2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að fara í mótun á fyrstu málstefnu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til mótunar málstefnu fyrir Kópavogsbæ.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2402741 - Breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar - Viðhorfskannanir

Kynning á niðurstöðum starfsmanna- og foreldrakönnunar í leikskólum Kópavogs sem framkvæmd var sumarið 2024 á vegum Prósent.
Kynning og umræður.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir minnisblaði sviðsstjóra menntasviðs um stöðu breytinga kerfisins út frá þeim markmiðum sem sett voru í upphafi.

Bókun:
"Undirrituð lýsa yfir áhyggjum af aðferðafræði kannana Kópavogsbæjar. Spurningar eru oft leiðandi og óskýrar. Til dæmis er óljóst hvort svarið „mjög ósammála“ við staðhæfingunni „Breytingar hafa dregið úr álagi í starfi“ merki að fólk upplifi aukið álag eða óbreytt ástand. Spurningar um starfsanda og svigrúm til undirbúnings faglegs starfs eru ekki settar fram á hlutlausan hátt og ekki mögulegt að lesa neikvæða útkomu úr niðurstöðunum. Þá er óþarfi að spyrja hvort stjórnendur upplifi aukinn áhuga á störfum í leikskólunum, væntanlega eru til tölur um mönnun og eftirspurn eftir störfum.

Niðurstöður foreldrakönnunar sýna takmarkaða ánægju með fyrirkomulagið. Aðeins 30% þeirra sem tóku afstöðu segjast sammála því að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins. Á sama tíma eru 21% ósammála, en sökum framsetningar er ómögulegt að meta hvort það endurspegli að áhrifin á líðan barnsins hafi verið neikvæð eða óbreytt. Spurningar um áhrif á fjárhagslegan ávinning og fjölgun gæðastunda eru jafnframt illa orðaðar og gefa litla innsýn. Að lokum eru óþarfar spurningar um t.d. „upplifun á auknum stöðugleika“ sem staðfesta má með fyrirliggjandi gögnum.

Til þess að tryggja að niðurstöður mælinga séu gagnlegar fyrir áframhaldandi þróun verkefnisins, er brýnt að huga að framsetningu spurninga."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Markmiðið með Kópavogsmódelinu var að bæta stöðugleika í leikskólastarfi og vinna gegn langvarandi mönnunarvanda. Eftir breytingarnar hefur stöðugleiki í leikskólaþjónustu batnað verulega. Ekki hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu eða veikinda og breytingarnar hafa gert leikskólum sveitarfélagsins kleift að bjóða fleiri börnum leikskólapláss og stuðlað að betri þjónustu fyrir barnafjölskyldur í Kópavogi.

Það er gagnlegt að fá niðurstöður úr starfsmanna- og foreldrakönnunum enda gefa þær vísbendingar um upplifun notenda og starfsmanna. Niðurstöðurnar sýna að fleiri foreldrar eru ánægðir með breytingarnar en óánægðir. Í nýjustu könnun kemur fram að fleiri foreldrar telja breytingarnar hafa jákvæð áhrif á líðan barna sinna, og það er ánægjulegt að sjá að ánægjan hefur aukist á milli mælinga.

Tekjulægri heimili hafa verið sérstaklega ánægð með sveigjanleika og möguleikann á styttri dvalartíma, sem undirstrikar hversu mikilvægt það er að bjóða upp á fjölbreytt úrræði sem mæta ólíkum þörfum fjölskyldna.
Það er eðlilegt að meta framsetningu spurninga í könnunum reglulega og tryggja að þær séu skýrar og gefi sem besta innsýn í viðhorf og upplifun svarenda. Við þökkum ábendingar minnihlutans í þeim efnum og tökum þær til skoðunar með það að markmiði að bæta framkvæmd og framsetningu í framtíðinni."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Bókun:
"Þó að niðurstöður sýni ótvírætt jákvæðan árangur á vissum þáttum er mikilvægt að sýna auðmýkt gagnvart því að aðrir liðir þarfnist mögulega endurskoðunar. Varðandi fullyrðinguna „Niðurstöðurnar sýna að fleiri foreldrar eru ánægðir með breytingarnar en óánægðir“ er rétt að vekja athygli á því að 14% foreldra segjast mjög ánægðir en 16% mjög óánægðir. Undirrituð ítreka nauðsyn þess að rýna niðurstöðurnar með opnum huga og vilja til þess að bregðast við því sem betur má fara."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:20
  • Svava Mörk lektor við Háskólann á Akureyri - mæting: 09:20
  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 09:20
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24121552 - Tímaáætlum ársuppgjörs 2025.

Frá fjármálasviði, lögð fram tímaáætlum ársuppgjörs 2025.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum framlagða tímaáætlun

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25011055 - Lántökur Kópavogsbæjar 2025

Frá fjármálasviði, dags. 20. janúar 2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til framlengingar lánssamning með viðauka.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 11:17

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2401086 - Sumarstörf 2024

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 09.01.2025, lögð fram skýrsla um sumarstörf 2024.
Kynning og umræður.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2501177 - Sumarstörf 2025

Frá mannauðsstjóra, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2025 fyrir 18 ára og eldri.

Einnig eru lagðar fram eftirfarandi vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild og vinnureglur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Lagðar fram tillögur skipulagsfulltrúa, dags 9. janúar 2025, um næstu skref skipulagsvinnu í Kópavogsdal í samræmi við niðurstöður fundar bæjarfulltrúa og starfshóps um heildarsýn fyrir Kópavogsdal þann 3. september 2024. Þar var skipulagsfulltrúa falið að móta tillögur um næstu skref í skipulagsvinnu við Kópavogsdal, s.s. endurskoðun deiliskipulags, byggðar á tillögum starfshópsins sem lagðar voru fyrir bæjarráð þann 23. maí s.á.



Þá lagðar fram tillögur starfshópsins um heildarsýn fyrir Kópavogsdal ásamt viðaukum 1 og 2, dags. 12. apríl 2024
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur að áframhaldandi skipulagsvinnu í Kópavogsdal og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við þær og eftir föngum í samráði við skipulags- og umhverfisráð.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2302656 - Arnarnesháls. Viljayfirlýsing um endurskoðun sveitarfélagamarka.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um endurskoðun sveitarfélagamarka Kópavogs og Garðabæjar á Arnarneshálsi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með þremur atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar. Beiðni um endurupptöku

Frá lögmanni lóðarhafa: Beiðni um endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá 10. desember 2024 ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 14. janúar 2025.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2406110 - Roðahvarf 17. Heimild til veðsetningar

Frá bæjarlögmanni. Beiðni Mótx um heimild til veðsetningar lóðarinnar Roðahvarfs 17.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til veðsetningar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2406108 - Roðahvarf 34. Heimild til veðsetningar

Frá bæjarlögmanni. Beiðni frá Mótx um heimild til veðsetningar lóðarinnar Urðarhvarf 34
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til veðsetningar.

Ýmis erindi

13.2501983 - Beiðni um styrk frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins

Frá Krabbameinsfélaginu, dags. 08.01.2025, lögð fram beiðni um styrk.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar

Ýmis erindi

14.25011326 - Bókun 52. fundar eigendavettvangs Sorpu - endurvinnslustöð Lambhagavegur

Frá Sorpu bs. lagt fram erindi varðandi endurvinnslustöð við Lambhagaveg. Óskað er eftir að málið verði tekið til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

15.2501005F - Leikskólanefnd - 168. fundur frá 16.01.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2501010F - Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur frá 20.01.2025

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Tillaga undir máli nr. 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar:
"Undirrituð óskar eftir umsögn frá eftirfarandi aðilum er varðar Gunnarshólma (breytt svæðisskipulag) úr fundargerð skipulags-og umhverfisráðs.

Veðurstofu Íslands
Svæðisskipulagsstjóra Höfuðborgarsvæðisins
Skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar

Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Bæjarráð samþykkir að frestar tillögunni til næsta fundar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Orri V. Hlöðversson, vék af fundi kl. 12:21

Fundargerðir nefnda

17.2501759 - Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó frá 13.12.2024

Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó frá 13.12.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2501670 - Fundargerð 594. fundar stjórnar SSH frá 06.01.2025

Fundargerð 594. fundar stjórnar SSH frá 06.01.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.25011884 - Fundargerð 510. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.01.2025

Fundargerð 510. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.01.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:29.