Bæjarráð

3200. fundur 09. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhanna Pálsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2402741 - Breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar - Viðhorfskannanir

Kynning á niðurstöðum starfsmanna- og foreldrakönnunar í leikskólum Kópavogs sem framkvæmd var sumarið 2024 á vegum Prósent.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24011155 - Húsnæðisáætlun

Húsnæðisáætlun 2025 lögð fram til samykktar.
Bæjarráð vísar drögum að húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Sú húsnæðisáætlun sem hér er lögð fram endurspeglar ekki raunveruleikann. Töluvert vantar af gögnum sem sett eru fram sem núll í skýrslunni en eru síðan notuð í frekari útreikninga. Sá texti sem settur er fram í skýrslunni um markmið Kópavogsbæjar um að allir geti orðið sér úti um fullnægjandi húsnæði á viðráðanlegu verði stenst ekki skoðun. Ekki hefur verið vilji fyrir því hjá fulltrúum meirihluta að ganga til samstarfs við óhagnaðardrifin leigufélög og engar kröfur hafa verið settar á byggingaraðila um að ákveðið hlutfall íbúða þurfi að uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, sem myndi tryggja lægra verð en almennt gengur og gerist.

Þessi skýrsla byggir á húsnæðisáætlun 2020 - 2027 sem aftur byggir á húsnæðisskýrslu sem unnin var árið 2015 í samstarfi allra flokka. Tímabært er að taka upp þessa vinnu að nýju og setja fram markmið sem vilji er til að vinna að."

Bergljót Kristinsdóttir
Jóhanna Pálsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Húsnæðisáætlunin sem hér er lögð fram er unnin á grunni frá HMS. Meirihlutinn tekur undir að þar sé sannarlega svigrúm til framfara. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs leggur ríka áherslu á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði, m.a. með því að tryggja viðunandi framboð lóða sem stuðlar að fjölgun íbúða og hagkvæmara húsnæðisverði."

Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Elísabet Sveinsdóttir

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 08:18
  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 08:18

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2412826 - Nónsmári 9-15 - krafa um endurupptöku lokaúttektar vegna íb. 311

Frá lögfræðideild, dags. 27.12.2024, lagt fram minnisblað varðandi kröfu um endurupptöku máls.
Bæjarráð hafnar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar og Jóhönnu Pálsdóttur beiðni um endurupptöku með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Gestir

  • Harri Ormarsson lögfræðingur - mæting: 09:32

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24121900 - Vatnsendahvarf. Kvörtun vegna úthlutun lóða

Frá innviðaráðuneyti, dags. 19.12.2024, lagt fram mat á hvort fara eigi fram frumkvæðisathugun á úthlutunarskilmálum nýs hverfis í Vatnsendahvarfi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2501459 - Afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að stofnum nefndar vegna 70 ára afmælis Kópavogsbæjar þann 11. maí 2025.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að stofnun afmælisnefndar í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogsbæjar 11. maí 2025 og samþykkir eftirfarandi skipun í nefndina:

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Björg Baldursdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jóndóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.24121552 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2024

Lagt fram til samþykktar, ráðningarbréf vegna endurskoðunar ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir rekstrarárin 2024-2027.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt ráðningarbréf endurskoðanda Grant Thornton.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2501493 - Þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum

Frá bæjarstjóra, dags. 6. janúar 2025, lögð fram tillaga að þóknun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar.
Bæjarráðs samþykkir með fiórum atkvæðum og hjásetu Jóhönnu Pálsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.2501465 - Beiðni um styrk til varðveislu á heimildarmynd Marteins Sigurgeirrsonar um sögu og endursmíði Kópavogsbúsins

Frá Lionsklúbbi Kópavogs, dags. 6 janúar 2025, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 500.000,- til gerðar heimildarmyndar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu menningar- og mannlífsnefndar.

Fundargerðir nefnda

9.2412017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 409. fundur frá 27.12.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.24121654 - Fundargerð 509. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.12.2024

Fundargerð 509. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.12.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24121697 - Fundargerð 593. fundar stjórnar SSH frá 16.12.2024

Fundargerð 593. fundar stjórnar SSH frá 16.12.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.24112572 - Fyrirspurn frá nefndarmanni Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði um úttekt á aðgengi og stuðningi við eldri borgara og annarra viðkvæmra hópa við notkun stafrænnar þjónustu

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttir, ósk um að fá mál frá 111. fundi jafnréttis- og mannréttindaráðs á dagskrá bæjarráðs er snýr að úttekt á og stuðningi við eldri borgara og annarra viðkvæmra hópa við notkun stafrænnar þjónustu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundi slitið - kl. 10:53.