Bæjarráð

3199. fundur 19. desember 2024 kl. 08:15 - 09:14 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Sær Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24041834 - Mánaðarskýrslur 2024

Frá fjármálasviði, lagt fram níu mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24121214 - Vallarkór 12-14, Handknattleiksfélag Kópavogs. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækisfærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 12. desember 2024, lögð fram umsögn um tækifærisleyfi. Lagt er til við bæjarráð að veitt verði jákvæð umsögn um tækifærisleyfi til að halda þorrablót í Vallarkór 12-14 þann 24. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2412826 - Nónsmári 9-15 - krafa um endurupptöku lokaúttektar vegna íb. 311

Frá Sigurði Snæbjörnssyni, dags. 16. desember 2024, lögð fram krafa um endurupptöku lokaúttektar vegna íbúðar 311 við Nónsmára 9-15.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns. Minnisblað umhverfissviðs um málið fylgi umsögninni.

Fundargerðir nefnda

4.24121160 - Fundargerð 592. fundar stjórnar SSH frá 02.12.2024

Fundargerð 592. fundar stjórnar SSH frá 02.12.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.24121461 - Fundargerð 132. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.12.2024

Fundargerð 132. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.12.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2412008F - Öldungaráð - 27. fundur frá 16.12.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2411023F - Skipulagsráð - 176. fundur frá 16.12.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 7.4 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Drög á vinnslustigi.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga skipulagsfulltrúa að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, fyrir vestanvert Kársnes. Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þéttri og blandaðri byggð við Borgarlínu. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu. Tillögunni fylgir minnisblað frá VSÓ ráðgjöf um áhrif á umferð, dags 13. desember 2024.
    Halldóra Hrólfsdóttir, Drífa Árnadóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar frá Alta gera grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins. D. Gissurarsonar að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.6 24112558 Baugakór 36. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2024 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 36 við Baugakór. Í gildi er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt í bæjarráði Kópavogs 24. júlí 2003 m.s.br. samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 28. júní 2012. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Baugakórs 36 verður breytt og þau aðlöguð að landnotkunarreitnum S-24. Lóð stækkar um 556 m², úr 7.542 m² í 8.098 m².
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 13. desember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.12 2410373 Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 3. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 0,3 metra til norðurs, 0,9 metra til suðurs og 2,65 metra til vesturs (neðanjarðar). Komið er fyrir skyggni ásamt lokuðu sorpskýli um 1,3 metra sunnan byggingarreits. Gert er ráð fyrir að núverandi brú á lóðinni verði breytt í tengibyggingu úr gleri milli bygginga á lóðinni. Byggingarreitur hækkar um 1,2 metra. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst um 80 m². Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 8. nóvember 2024 til 10. desember 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Veitur ofh dags. 6. desember 2024.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. desember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 176 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra S. Hilmarssonar, Gunnars S. Ragnarssonar, Theódóra S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2412010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 408. fundur frá 13.12.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að fella niður reglulegan fund 2. janúar 2025. Næsti fundur bæjarráðs verður því fimmtudaginn 9. janúar 2025.

Fundi slitið - kl. 09:14.