Bæjarráð

3198. fundur 12. desember 2024 kl. 08:15 - 11:23 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2412519 - Grant Thornton - nýir endurskoðendur

Grant Thornton - nýir endurskoðendur Kópavogsbæjar.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Davíð Arnar Einarsson - mæting: 08:15
  • Sif Jónsdóttir - mæting: 08:15
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2412492 - Stofnun nýs félags um rekstur almenningssamgangna

Frá SSH, dags. 6. desember, lagðar fram tillögur vegna stofnunar nýs félags um rekstur almenningssamgangna.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri - mæting: 08:45
  • Ragnar Guðgeirsson, ráðgjafi - mæting: 08:45
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:45
  • Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23111688 - Gjaldskrár 2025

Lagt fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár sem taka gildi í janúar 2025. Jafnframt er lagt fram til samþykktar breytt verklag á viðmiði vísitölu vegna fæðisgjalda og tíðni gjaldskrárbreytinga sem á við um þjónustu sem innheimt er einu sinni á önn.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24112317 - Ástún 14, 0101. Heimild til sölu

Frá fjármálasviði, dags. 28.11.2024, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til sölu íbúðar 0101 að Ástúni 14. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 5. desember.
Bæjarráð samþykkir umbeðna heimild og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 09:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2412165 - Sjálfstæði skóla, tilraunaverkefni

Frá bæjarstjóra, dags. 3. desember lögð fram tillaga um að samþykkt verði tilraunarverkefni í grunnskólum Kópavogs á fjárhagsárinu 2025. Vísað er í mál nr. 1 (24112316) undir fundargerð 136. fundar menntaráðs. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 5. desember.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um tilraunarverkefni í grunnskólum Kópavogs á fjárhagsárinu 2025.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2406232 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um samantekt á tekjum af gjaldskrá Umhverfissviðs

Frá fjármálasviði, dags. 28.11.2024, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um tekjur umhvefissviðs. Bæjarráð frestaði erindinu þann 5. desember.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2408980 - Stafrænt samstarf sveitarfélaga

Lagt fram erindi þar sem tilkynnt er um breytta þátttöku Kópavogsbæjar í samstarfi um stafræn sveitarfélög.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2412377 - Fundaáætlun bæjarstjórnar 2025

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar 2025.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2412376 - Fundaáætlun bæjarráðs 2025

Lögð fram áætlun um fundi bæjarráðs 2025.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.24051483 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 09.12.2024, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fjóra mánuði á árinu 2025 á meðan MPA nám í opinberri stjórnsýslu stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann og að unnt verði að haga leyfinu á þann hátt að ekki þurfi afleysingu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.24071044 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 09.12.2024, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði á vorönn 2025 á meðan nám í Menntastefnum og matsfræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2408832 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 09.12.2024, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði árið 2025 á meðan nám í Farsæld barna stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.24082865 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 09.12.2024, lögð fram umsögn vegna námsleyfis.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði á vorönn 2025 á meðan nám í afbrotafræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann og að unnt verði að haga leyfinu á þann hátt að ekki þurfi afleysingu.

Ýmis erindi

14.2412425 - Skil starfshóps um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg

Frá starfsshópi um staðarval endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg, dags. 6. desember 2024, lögð fram greinargerð til umfjöllunar í bæjarráði. Óskað er eftir að bæjarráð upplýsi stjórn Sorpu bs. um afgreiðslu málsins eins fljótt og auðið er.
Lagt fram til kynningar.

Bókun:
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með tillögu starfshóps um staðarval nýrrar endurvinnslustöðvar í Kópavogi og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna málið áfram í samstarfi við Sorpu bs. Erindinu jafnframt vísað til meðferðar í skipulagsráði.

Orri V. Hlöðversson
Andri S. Hilmarsson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Ýmis erindi

15.2412437 - Styrkbeiðni vegna fræðslu fyrir erlenda foreldra

Frá Miðstöð slysavarna barna, dags. 05.12.2024, lögð fram beiðni um styrk til gerðar myndbands með fræðslu um slysavarnir barna fyrir erlenda foreldra.
Vísað til umsagnar bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

16.2411026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 407. fundur frá 29.11.2024

Fundargerð í sex liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2411024F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 111. fundur frá 04.12.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2411027F - Íþróttaráð - 146. fundur frá 05.12.2024

Fundargerð í 33 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2412002F - Leikskólanefnd - 167. fundur frá 05.12.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2410012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 178. fundur frá 09.12.2024

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2412005F - Velferðarráð - 141. fundur frá 09.12.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 21.1 24041472 Tillögur um breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og breytingar á stigakerfi
    Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi. Niðurstaða Velferðarráð - 141 Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi fyrir sitt leyti. Málinu er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.2412689 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.11.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2412732 - Fundargerð 267. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2024

Fundargerð 267. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2412352 - Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 02.12.2024

Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 02.12.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2412351 - Fundargerð 508. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.11.2024

Fundargerð 508. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2412822 - Fundargerð 959. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2024

Fundargerð 959. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:23.