Bæjarráð

3197. fundur 05. desember 2024 kl. 08:15 - 10:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2412202 - Endurvinnslustöð við Lambhagaveg - staða uppbyggingar

Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu kynnir.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24112317 - Ástún 14, 0101. Heimild til sölu

Frá fjármálasviði, dags. 28.11.2024, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til sölu íbúðar 0101 að Ástúni 14.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2406232 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um samantekt á tekjum á gjaldskrá Umhverfissviðs

Frá fjármálasviði, dags. 28.11.2024, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um tekjur umhvefissviðs.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2412165 - Sjálfstæði skóla, tilraunaverkefni

Frá bæjarstjóra, dags. 3. desember lögð fram tillaga um að samþykkt verði tilraunarverkefni í grunnskólum Kópavogs á fjárhagsárinu 2025. Vísað er í mál nr. 1 (24112316) undir fundargerð 136. fundar menntaráðs.
Frestar erindinu til næsta fundar.

Fundarhlé hófst kl. 9:42, fundi fram haldið kl. 9:48

Ýmis erindi

5.2412044 - Beiðni um styrk fyrir jólin 2024

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

6.2411005F - Skipulagsráð - 175. fundur frá 02.12.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs vegna máls nr. 3 í fundargerð skipulagsráðs:
"Bæjarstjóri hefur verið í góðu samtali við bæjarstjóra Garðabæjar um mörk sveitafélaga. Mögulegar útgáfur hafa verið ræddar m.t.t. skipulags og er beðið eftir viðbrögðum frá Garðabæ.

Ljóst er að yfirlýsing um sveitarfélagamörk þarf að liggja fyrir áður en tillagan verður tekin aftur til umsagnar hjá skipulagsráði."
  • 6.9 24111023 Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits úr 5 hæðum í 6 og aukningu byggingarmagns úr 5.900 m² í 6.600 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar eykst úr 0,63 í 0,74. Gert er ráð fyrir að efsta hæð verði inndregin.
    Á fundi skipulagsráðs þann 18. nóvember 2024 var umsókninni vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:750 dags. 14. mars 2023.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 175 Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 6.14 24111178 Digranesvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 15. nóvember 2024 þar umsókn umhverfissviðs um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um tímabundna skólabyggingu samsetta úr 10 færanlegum einingum á norðausturhluta lóðarinnar, samtals 176,8 m² að flatarmáli. Á fundi skipulagsráðs þann 18. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Þá eru lagðar fram undirskrifaðar yfirlýsingar lóðarhafa þeirra lóða sem umsóknin var grenndarkynnt fyrir um að ekki séu gerðar athugasemdir við veitingu byggingarleyfis. Niðurstaða Skipulagsráð - 175 Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 6.15 24091183 Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 6. september 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 - 0,38.
    Kynningartíma lauk 21. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 175 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2411025F - Menntaráð - 136. fundur frá 03.12.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 7.1 24112316 Fjárhagsáætlun 2025 og úthlutun til grunnskóla
    Samantekt á úthlutunarreglum fyrir grunnskóla lögð fram til upplýsingar og kynntar ásamt helstu þáttum í fjárhagsáætlun 2025. Niðurstaða Menntaráð - 136 Sindri Sveinsson rekstrarstjóri kynnti helstu þætti fjárhagsáætlunar og samantekt yfir gildandi úthlutunarreglur fyrir grunnskóla ásamt tillögu að tilraunaverkefni um að grunnskólar geti fengið heimild til að ráðstafa fjármagni milli fjárhagsára.

    Fundarhlé kl. 17:49. Fundi fram haldið kl. 18:20.

    Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Thors Einarsson, Hjördís Einarsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir; fulltrúar meirihluta í menntaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Meirihluti menntaráðs fagnar því að farið sé af stað í tilraunaverkefni sem eflir sjálfstæði skóla í fjármálastjórnun og rekstri grunnskóla. Sjálfstæði skólastjórnenda er grundvöllur fyrir sveigjanleika í ráðstöfun fjármuna, sem stuðlar að markvissari nýtingu fjárheimilda í þágu náms og kennslu.
    Við fjármálastjórnun hvers grunnskóla í Kópavogi, hefur skólastjóri skýrt hlutverk í fjármálalegum ákvörðunum innan ramma fjárhagsáætlunar. Það felur meðal annars í sér ábyrgð á innkaupum, og ráðningum starfsfólks. Með því að treysta skólastjórnendum til að vinna sjálfstætt og ábyrgðarfullt í þessum þáttum, skapast sterkara faglegt umhverfi í skólasamfélaginu.
    Meirihluti menntaráðs lítur á þetta sem lykilþátt í því að tryggja hámarksáhrif við ráðstöfun fjármagns sem er varið til rekstrar grunnskóla. Mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði skóla og veita skólastjórnendum stuðning til að nýta það á árangursríkan hátt.
    Meirihluti menntaráðs styður fyrir sitt leyti umrætt tilraunaverkefni til aukins sjálfstæðis í rekstri grunnskóla og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði"

    Donata Bukowska, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Tryggvi Felixson og Einar Örn Þorvarðarson lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Undirrituð, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata, tökum undir hugmyndir sem lúta að því að auka frelsi skólastjóra til þess að færa fjármagn á milli ára. Hins vegar telja undirrituð að það vanti nánari greiningu með tillögunni - hvernig þróun áramótauppgjörs skólanna hefur verið undanfarin ár, og greiningu á kostum og göllum sem fylgja þeirri breytingu sem lögð er til."
    Niðurstaða Lagt fram, sjá tillögu undir máli nr. 4 á dagskrá bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

8.24112358 - Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.11.2024

Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.24112355 - Fundargerð 591. fundar stjórnar SSH frá 25.11.2024

Fundargerð 591. fundar stjórnar SSH frá 25.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2412180 - Fundargerð 266. fundar stjórnar Slökkviliðis höfuðborgarsvæðisins frá 18.10.2024

Fundargerð 266. fundar stjórnar Slökkviliðis höfuðborgarsvæðisins frá 18.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24112254 - Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024

Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24112256 - Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.10.2024

Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24112257 - Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.10.2024

Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2412159 - Fundargerð 400. fundar stjórnar Strætó frá 13.11.2024

Fundargerð 400. fundar stjórnar Strætó frá 13.11.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:04.