Bæjarráð

3195. fundur 21. nóvember 2024 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir lögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24111323 - Gjaldskrár 2025

Lagðar fram tillögur að uppfærðum gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá lögfræðideild um álagningu byggingarréttargjalds og samanburð á gjaldskrá umhverfissviðs fyrir og eftir breytingu er fylgi með málinu til bæjarstjórnar.

Bókun Theodóru S. Þorsteinsdóttur:
"Undirrituð ítrekar enn og aftur beiðni um samantekt á þróun tekna á gjaldskrá umhverfissviðs:
Hverjar eru heildartekjur fyrir árin 2021, 2022, 2023 og það sem af er fyrir árið 2024.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir."

Bókun:
"Undirrituð óskar enn og aftur eftir að upplýsingar um þær prósentubreytingar sem orðið hafa frá fyrri samþykktum um gjaldskrár fylgi með nýjum tillögum um gjaldskrárbreytingar.
Bergljót Kristinsdóttir."

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24102108 - Fjárhagsáætlun 2025 - breytingartillögur bæjarstjóra

Frá bæjarstjóra, lagðar fram breytingartillögur vegna fjárhagsáætlunar 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum breytingartillögum bæjarstjóra til síðari umræðu fjárhagsáætlunar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:32

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24102617 - Lækjarbotnaland 53E. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 30.10.2024, lögð fram umsögn vegna beiðni um framsal og veðsetningu lóðaréttinda að Lækjarbotnalandi 53e. Bæjarráð frestaði málinu 07.11.2024 og 14.11.2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita umbeðna heimild til framsals og veðsetningu lóðaréttinda að Lækjarbotnalandi 53e. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir greiða atkvæði á móti.

Bókun meirihluta:
"Bent er á að umrædd lóð er á svæði sem tilheyrir Lækjarbotnum og er ódeiliskipulagt. Frístundabyggðin í Lækjarbotnum er víkjandi í aðalskipulagi Kópavogs og hefur ekki verið tekin afstaða framtíðaráforma svæðisins í heild. Á þeim forsendum er lóðarleigusamningur einungis til 10 ára og aukinheldur háður starfsemi skólans."

Gestir

  • Harri Ormarsson lögfræðingur - mæting: 08:53

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1911664 - Hrauntunga 119, kvörtun vegna göngustígs að Digranesvegi.

Frá lögfræðideild, dags. 11.11.2024, lögð fram umsögn um endurupptöku máls. Frestað 14.11.2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hafna beiðni um endurupptöku með vísan í minnisblað lögfræðideildar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir greiða atkvæði á móti.

Gestir

  • Harri Ormarsson lögfræðingur - mæting: 09:02

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24093314 - Flesjakór 13. Umsagnarbeiðni um geymslustað ökutækja

Frá lögfræðideild, dags. 30.10.2024, lögð fram endurskoðuð umsögn vegna umsóknar um geymslustað ökutækja að Flesjakór 13. Frestað 14.11.2024.
Bæjarráð vísar til ákvörðunar sinnar í málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2411889 - Víkurhvarf 1, Kenzo ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14.11.202, lögð fram umsögn um tækifærisleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2411914 - Alþingiskosningar 2024

Frá lögfræðideild, lagður fram starfsmannalisti vegna skipan í undirkjörstjórnir vegna Alþingiskosningar 30. nóvember 2024.
Lagt fram og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bókun:
"Undirrituð leggur til að störf í undirkjörstjórnum verði framvegis auglýst. Það fyrirkomulag sem nú er viðhaft er ógegnsætt stuðlar ekki að jafnræði. Um 156 stöðugildi er að ræða. Með auglýsingu væri öllum áhugasömum, færum og hæfum starfsmönnum, veitt tækifæri til að sækja um stöðurnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Ýmis erindi

8.2411684 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 11.11.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir endurnýjun samstarfssamnings Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs. Frestað 14.11.2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.2411390 - Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2025

Frá SSH, dags. 06.11.2024, lögð fram til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Frestað 14.11.2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.2411788 - Nýr stofnsamningur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til staðfestingar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis bs., dags. 12.11.2024, lögð fram drög að nýjum stofnsamningi til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Frestað 14.11.2024.
Bæjarráð vísar framlögðum drögum að nýjum stofnsamningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

11.24111276 - Umsókn um leyfi fyrir flugeldasölu við Versali 5 og Vallakór 4

Frá HSSK, dags. 08.11.2024, lögð fram umsókn um leyfi fyrir flugeldasölu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

12.24111297 - Styrkbeiðni vegna Herrakvölds Lionsklúbbs Kópavogs 2024

Frá Lionsklúbbi Kópavogs, dags. 04.11.2024, lögð fram styrkbeiðni að fjárhæð 70.000 kr. vegna herrakvölds Lionsklúbbsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

13.2411006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 405. fundur frá 01.11.2024

Fundargerð í sjö liðum. Frestað 14.11.2024.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2411020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 406. fundur frá 15.11.2024

Fundargerð í níu liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2411003F - Skipulagsráð - 174. fundur frá 18.11.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 15.4 24101036 Vatnsendablettur 510. Umsókn um uppskiptingu lóðar.
    Lögð fram umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 12. október 2024 f.h. lóðarhafa Vatnsendabletts 510 um að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Á fundi skipulagsráðs þann 4. nóvember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024.
    Kristjana H. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hverfisáætlana tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 174 Skipulagsráð hafnar beiðni um uppskiptingu lóðar með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. nóvember 2024 með þremur atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson, Andri S. Hilmarsson, Gunnar S. Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.11 24081378 Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Karls Karlssonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Urðarbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að eldri bílskúr er rifinn og nýr byggður á sama stað, með 4 m² tengibyggingu við íbúðarhúsið. Þak gamla bílskúrs var flatt, en nýi bílskúrinn hefur tvíhalla hærra þak. Kynningartíma lauk 6. nóvember 2024, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 174 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2410014F - Lista- og menningarráð - 168. fundur frá 06.11.2024.

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2410001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 177. fundur frá 15.10.2024

Fundargerð í fimm liðum. Frestað 31.10.2024, 07.11.2024 og 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2409012F - Hafnarstjórn - 136. fundur frá 14.11.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2411427 - Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.11.2024

Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.11.2024. Frestað 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2411392 - Fundargerð 48. aðalfundar stjórnar SSH frá 01.11.2024

Fundargerð 48. aðalfundar stjórnar SSH frá 01.11.2024. Frestað 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2411590 - Fundargerð 589. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2024

Fundargerð 589. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2024. Frestað 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.24101495 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024

Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024. Frestað þann 31.10, 7.11 og 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2411686 - Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó frá 27.09.2024

Fundargerð 398. fundar stjórnar Strætó frá 27.09.2024. Frestað 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2411688 - Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó frá 18.10.2024

Fundargerð 399. fundar stjórnar Strætó frá 18.10.2024. Frestað 14.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2411888 - Fundargerð 131. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 08.11.2024

Fundargerð 131. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 08.11.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2411887 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 25.09.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 25.09.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.24111431 - Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.11.2024

Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.11.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

28.24111440 - Ósk frá bæjarfulltrúum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur um greinargerð um framkvæmd á lóð Löngubrekku 5 við lóðarmörk Álfhólsvegar 61

Frá bæjarfulltrúa Viðreisnar og Vina Kópavogs lagt fram erindi þar sem óskað er greinargerð byggingarfulltrúa um framkvæmd á lóð Löngubrekku 5 við lóðamörk Álfhólsvegar 61. Óskað er upplýsinga um hvort um er að ræða óleyfisframkvæmd, kvartanir sem borist hafa vegna framkvæmdarinnar, viðbrögð við þeim og hvaða aðgerða embætti byggingarfulltrúa hyggst grípa til.



Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

29.2411019F - Menntaráð - 135. fundur frá 19.11.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.