Bæjarráð

3193. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:15 - 12:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt.

Frá bæjarstjóra, lögð fram endurskoðuð drög að bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar. Jafnframt leggur bæjarráð til að haldinn verði aukafundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 19. nóvember n.k. til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24102617 - Lækjarbotnaland 53E. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 30.10.2024, lögð fram umsögn vegna beiðni um framsal og veðsetningu lóðaréttinda að Lækjarbotnalandi 53e.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar

Tillaga bæjarlögmanns 4. nóvember um að úthutun lóðar, Urðarhvarf 12, verði afturkölluð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afturköllun lóðarinnar Urðarhvarf 12 og leggur til að hún verði auglýst að nýju. Málinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24101891 - Erindi til bæjarráðs. Starfslok héraðsskjalavarðar

Frá fyrrverandi héraðsskjalaverði, dags. 30.09.2024, lagt fram erindi til bæjarráðs. Málinu var frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Bókun:
"Frá árinu 2023 hefur meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs staðið fyrir breytingum á menningarhúsum bæjarins og var t.a.m. á afmæli Kópavogsbæjar, 11. maí s.l., Náttúrufræðistofa Kópavogs opnuð að nýju með gjörbreyttu sniði sem lýtur að kjarnahlutverki safnsins. Þá var nýverið kynnt skýrsla um fjölbreytt tækifæri í rekstri Salarins sem nú þegar er farið að vinna að í samráði við nýjan forstöðumann Salarins. Lokun Héraðsskjalasafns Kópavogs og flutningur safnkosts þess til Þjóðskjalasafns er hluti af þeim breytingum sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað og hefur undirbúningur þess staðið yfir. Frá 1. apríl hefur Þjóðskjalasafn Íslands tekið á móti gögnum frá stofnunum bæjarins og veitt sveitarfélaginu ráðgjöf um gagnaskil. Byrjað er að flytja safnkost héraðsskjalasafnsins til Þjóðskjalasafns og þegar þeirri vinnu lýkur verður allur safnkosturinn hýstur hjá Þjóðskjalasafni.

Forstöðumaður héraðsskjalasafnsins lét af störfum um síðustu mánaðarmót og eru honum færðar þakkir fyrir samstarfið í gegnum árin."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Andri S. Hilmarsson


Bókun:
"Undirrituð harma þá lýsingu sem fram kemur í bréfi fráfarandi héraðsskjalavarðar. Skortur á tillitssemi og virðingu við starfslok lykilstarfsmanns til margra ára er úr öllum takti við markmið Kópavogsbæjar um að rækta sem best þann mannauð sem í starfsfólki hans felst. Enn síður speglast í þessum samskiptum sú áhersla mannauðsstefnunnar að samskipti starfsfólks skuli einkennast af virðingu, umburðarlyndi og jákvæðu viðmóti. Undirrituð fordæma hvernig staðið hefur verið að niðurlagningu Héraðsskjalasafns. Við krefjum bæjarstjóra upplýsinga um safngögn, hvaða flokkar skjala eru vistaðir hjá Þjóðskjalasafni og hvaða skjalaflokkum og frá hvaða tímabili er haldið er eftir hjá Kópavogsbæ. Sérstaklega er spurst fyrir um einkasöfn sem íbúar Kópavogs höfðu falið Héraðsskjalasafninu til varðveislu."

Bergljót Kristinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24102176 - Lækjabotnar skíðaskáli Ármanns - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.10.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignagjalda. Lagt er til við bæjarráð að styrkur að upphæð kr. 1.731.335,- verði samþykktur enda fellur starfsemi félagsins að reglum sveitarfélagsins um styrkveitingar. Málinu var frestað 31.10.2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignagjalda með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.1911664 - Krafa um endurupptöku stjórnvaldsákvörðunar - Hrauntunga 119

Ýmis erindi

7.24102628 - Ósk um stuðning vegna Kópavogsblótsins 2025

Frá Breiðablik, Gerplu og Hk, dags. 29.10.2024, lögð fram beiðni um stuðning Kópavogsbæjar við Kópavogsblótið 2025.
Bæjarráð samþykkir að mannvirki Kópavogsbæjar ásamt hlífðargólfi í eigu bæjarins verði lánuð endurgjaldslaust vegna Kópavogsblótsins. Flutningur er á kostnað félaganna. Áætlað virði styrks bæjarins samsvarar kr. 17.338.192,-

Ýmis erindi

8.24102629 - Styrkbeiðni frá Skjólinu

Frá Skjólinu, dags. 29.10.2204, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 900.000,-
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

9.24102666 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2025

Frá Stígamótum, dags. 30.10.2024, lögð fram beiðni um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

10.24102671 - Bókun 588. fundar SHH. Fjárhagsáætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 30.10.2024, lögð fram bókun varðandi fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025. Vísað til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

11.24101944 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2025 til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.10.2024, lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar, gjaldskrá fyrir árið 2025. Málinu var frestað 31.10.2024.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2410015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 404. fundur frá 18.10.2024

Fundargerð í sex liðum. Frestað 31.10.2024.
Orri V. Hlöðversson vék af fundi undir þessum lið.

Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2409023F - Íþróttaráð - 144. fundur frá 10.10.2024

Fundargerð í einum lið. Umsögn lögfræðideildar fylgir með fundargerðinni ásamt upplýsingum frá deildarstjóra íþróttadeildar um fundinn. Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2410019F - Leikskólanefnd - 166. fundur frá 31.10.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2408014F - Lista- og menningarráð - 167. fundur frá 02.10.2024

Fundargerð í fjórum liðum. Samhliða lögð fram umsögn bæjarlögmanns um fundargerðina.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2409005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 109. fundur frá 09.10.2024

Fundargerð í fjórum liðum. Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2409021F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 110. fundur frá 30.10.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2410022F - Menntaráð - 134. fundur frá 05.11.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2410007F - Skipulagsráð - 172. fundur frá 21.10.2024

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 19.11 2406338 Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Stöðuskýrsla eftir skoðun byggingarfulltrúa 1. október 2024 er lögð fram. Þá er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 5 júlí 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 7. október 2024 var afgreiðslu málsins frestað.
    Þá lögð fram greinargerð skipulagsdeildar dags. 17. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Fundarhlé kl. 17:20, fundi fram haldið kl. 17:53.

    Bókun:
    „Í 37.gr. skipulagslaga kemur fram sú meginregla að gera skuli deiliskipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Heimild skipulagsnefndar til að veita undanþágu frá meginreglunni um deiliskipulagsskyldu í 44.gr. laganna er bundin þröngum skilyrðum. Fyrir nefndina hafa komið fram upplýsingar um margháttaðar óleyfisframkvæmdir víða við Melgerði og óleyfisframkvæmdir í fasteigninni, sem sótt er um breytingu á. Þá liggur fyrir þessum fundi greinargerð skipulagsdeildar um fjölda afgreiðslna beiðna um breytingar og aukið byggingarmagn víðs vegar í Kópavogi o.fl. Allt þetta varpar ljósi á hversu mikilvægt er að byggð þróist í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags.
    Í úrskurði ÚUA nr. 17/2003 er niðurstaðan eftirfarandi og vísað í álit umboðsmanns Alþingis: „Þegar til afgreiðslu kemur hvort veita eigi byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi, sem ekki hefur verið deiliskipulagt, og búast má við frekari umsóknum um framkvæmdir á reitnum, er almennt rétt að gera fyrst deiliskipulag fyrir reitinn áður en byggingarleyfi er veitt. Sú hætta fylgir, þegar veitt er eitt byggingarleyfi í einu, án þess að fyrir liggi deiliskipulag, að tvö eða fleiri byggingarleyfi á reit hafi í för með sér verulegar breytingar á byggðamynstri reitsins enda þótt hvert byggingarleyfi eitt og sér hafi ekki slík áhrif. Þegar svo stendur á þróast byggð ekki í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags, sem grundvalla ber á fjölmörgum lögmæltum sjónarmiðum, auk þess sem íbúar hlutaðeigandi hverfis eru sviptir lögboðnum rétti sínum til þess að fá færi á því að koma að sjónarmiðum sínum og hafa áhrif við gerð deiliskipulags. Slík byggðaþróun verður að teljast í andstöðu við markmið skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.“
    Undirrituð telja í ljósi ofanritaðs ábyrgðarlaust, og stangast á við hagsmuni íbúa almennt, að fallast á þá beiðni sem hér liggur fyrir.“
    Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

    Bókun:
    „Með þau gögn í huga sem hafa komið fram í þessu máli telur meirihluti skipulagsráðs rétt að samþykkja framkomna beiðni. Bókun minnihlutans breytir þar engu um.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

    Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024 og úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttir og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 19.12 24051460 Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 20,4 m² útigeymslu á suðurhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,29 með tilkomu útigeymslunnar.
    Á fundi skipulagsráðs þann 7. október 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 18. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 19.13 24012320 Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breyttum gögnum er óskað eftir heimild til að reisa 158,2 m² tveggja hæða nýbyggingu með tengingu við vesturgafl núverandi íbúðarhúss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Nýju bílastæði er komið fyrir við hlið núverandi bílastæða á lóðinni og þeim fjölgar úr tveimur í þrjú stæði. Fallið er frá áformum um að fjölga innkeyrslum að lóð. Lóðin er 998 m² að stærð og byggingarmagn eykst úr 183 m² í 341,2 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,34 í stað 0,18. Kynningartíma lauk 11. október 2024, engar athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 18. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 19.14 2406336 Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Árna Þórs Helgasonar f.h. lóðarhafa nr. 47 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun á íbúðarhúsi um 16,1 m² og reistur nýr bílskúr 52.8 m² að stærð. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,49 í 0,65. Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst 2024 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 14. október 2024, athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

20.2410017F - Skipulagsráð - 173. fundur frá 04.11.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 20.2 23111612 Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 18. júlí 2024 að deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Megintilgangur deiliskipulagstillögunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls. Kynningartíma lauk 23. september 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október sl. var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024. Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.3 24053112 Kópavogstún. Breytt deiliskipulagsmörk.
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns dags. 15. júlí 2024. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðisins færast til suðurs og vestur og munu liggja að deiliskipulagssvæði nýs deiliskipulags göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á deiliskipulaginu. Kynningartíma lauk 23. september 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október sl. var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.4 24101828 Lundur, leiksvæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir leik- og útivistarsvæði norðan Lundar 88-90 og vestan Lundar 60. 66 og 72 dags. 15. október 2024.
    Uppdrættir í mkv. 1:1500 og 1:150 dags. 15. október 2024 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.8 2411062 Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Mílu hf. dags. 1. nóvember 2024 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Nýbýlaveg. Í breytingunni felst að heimild til uppsetningar farsímaloftnets á norðurvegg lyftustokks á þaki byggingarinnar á lóðinni. Hæð loftnetsins er að hámarki 3,2 metrar uppfyrir núverandi hæsta hluta hússins.
    Samþykki húsfélags að Nýbýlavegi 10C liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:500-1:100 dags. 11. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.10 24082060 Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Brekkuhvarf dags. 23. ágúst 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að í stað stakstæðs hesthúss sem heimilt er að reisa á lóðinni skv. gildandi deiliskipulagi verði heimilað að reisa vinnustofu. Byggingarmagn á lóðinni og nýtingarhlutfall er óbreytt. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.11 2408518 Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. júlí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar verkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skálaheiði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst 30 m² viðbygging út á þak núverandi bílgeymslu á norðurhluta lóðarinnar. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.12 24082548 Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar M. Andersen byggingarfræðings dags. 14. maí 2024 er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að koma fyrir þaksvölum á þaki sambyggðrar bílageymslu á vesturhluta lóðarinnar. Kynningartíma lauk 23. október 2024. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.13 2410520 Brekkuhvarf 1A. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1A við Brekkuhvarf dags. 5. október 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst niðurtekt kansteins, breytt fyrirkomulag og fjölgun bílastæða. Á fundi skipulagsráðs þann 21. október 2024 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 173 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um lækkun kantsteins og fjölgun bílastæða með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Undirrituð taka undir umsögn skipulagsdeildar dags. 1.nóvember 2024 og hafna fjölgun bílastæða en samþykkja breytt fyrirkomulag bílastæðis á lóðinni og lækkun kantsteins fyrir eitt bílastæði.“
    Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

21.2410006F - Ungmennaráð - 48. fundur frá 28.10.2024

Fundargerð í tveimur liðum. Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2410001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 177. fundur frá 15.10.2024

Fundargerð í fimm liðum. Frestað 31.10.2024.
Framlagningu fundargerðar frestað.

Fundargerðir nefnda

23.2410018F - Velferðarráð - 139. fundur frá 28.10.2024

Fundargerð í sjö liðum. Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.24102595 - Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaress frá 28.10.2024

Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaress frá 28.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.24102725 - Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2024

Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2410785 - Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024

Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024. Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.24102566 - Fundargerð 587. fundar stjórnar SSH frá 21.10.2024

Fundargerð 587. fundar stjórnar SSH frá 21.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.24102667 - Fundargerð 588. fundar stjórnar SSH frá 28.10.2024

Fundargerð 588. fundar stjórnar SSH frá 28.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.24102606 - Fundargerð 130. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 25.10.2024

Fundargerð 130. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 25.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.24101493 - Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024

Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024.Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

31.24101495 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024

Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024.Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

32.24102517 - Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024

Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024.

Frestað 31.10.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

33.2411214 - Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.09.2024

Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.09.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

34.24102564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum

Frá bæjarfulltrúum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, dags. 29.10.2024, lögð fram beiðni um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum. Málinu var frestað 31.10.2024. Samhliða lögð fram umsögn forstöðumanns,dags. 05.11.2024.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð þakka fyrir umsögnina."

Einar Ö. Þorvarðarson f.h. Theódóru S. Þorsteinsdóttur
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Fundi slitið - kl. 12:15.