Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt.
Frá bæjarstjóra, lögð fram endurskoðuð drög að bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.24102617 - Lækjarbotnaland 53E. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 30.10.2024, lögð fram umsögn vegna beiðni um framsal og veðsetningu lóðaréttinda að Lækjarbotnalandi 53e.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar
Tillaga bæjarlögmanns 4. nóvember um að úthutun lóðar, Urðarhvarf 12, verði afturkölluð.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:55
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.24101891 - Erindi til bæjarráðs. Starfslok héraðsskjalavarðar
Frá fyrrverandi héraðsskjalaverði, dags. 30.09.2024, lagt fram erindi til bæjarráðs. Málinu var frestað 31.10.2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.24102176 - Lækjabotnar skíðaskáli Ármanns - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.10.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignagjalda. Lagt er til við bæjarráð að styrkur að upphæð kr. 1.731.335,- verði samþykktur enda fellur starfsemi félagsins að reglum sveitarfélagsins um styrkveitingar. Málinu var frestað 31.10.2024.
Ýmis erindi
6.1911664 - Krafa um endurupptöku stjórnvaldsákvörðunar - Hrauntunga 119
Frá Húseigendafélaginu, dags. 01.10.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er um endurupptöku máls.
Ýmis erindi
7.24102628 - Ósk um stuðning vegna Kópavogsblótsins 2025
Frá Breiðablik, Gerplu og Hk, dags. 29.10.2024, lögð fram beiðni um stuðning Kópavogsbæjar við Kópavogsblótið 2025.
Ýmis erindi
8.24102629 - Styrkbeiðni frá Skjólinu
Frá Skjólinu, dags. 29.10.2204, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 900.000,-
Ýmis erindi
9.24102666 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2025
Frá Stígamótum, dags. 30.10.2024, lögð fram beiðni um styrk.
Ýmis erindi
10.24102671 - Bókun 588. fundar SHH. Fjárhagsáætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Frá SSH, dags. 30.10.2024, lögð fram bókun varðandi fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025. Vísað til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ýmis erindi
11.24101944 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2025 til samþykktar
Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.10.2024, lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar, gjaldskrá fyrir árið 2025. Málinu var frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
12.2410015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 404. fundur frá 18.10.2024
Fundargerð í sex liðum. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
13.2409023F - Íþróttaráð - 144. fundur frá 10.10.2024
Fundargerð í einum lið. Umsögn lögfræðideildar fylgir með fundargerðinni ásamt upplýsingum frá deildarstjóra íþróttadeildar um fundinn. Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
14.2410019F - Leikskólanefnd - 166. fundur frá 31.10.2024
Fundargerðir nefnda
15.2408014F - Lista- og menningarráð - 167. fundur frá 02.10.2024
Fundargerð í fjórum liðum. Samhliða lögð fram umsögn bæjarlögmanns um fundargerðina.
Fundargerðir nefnda
16.2409005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 109. fundur frá 09.10.2024
Fundargerð í fjórum liðum. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
17.2409021F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 110. fundur frá 30.10.2024
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
18.2410022F - Menntaráð - 134. fundur frá 05.11.2024
Fundargerðir nefnda
19.2410007F - Skipulagsráð - 172. fundur frá 21.10.2024
Fundargerð í 15 liðum.
19.11
2406338
Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 172
Fundarhlé kl. 17:20, fundi fram haldið kl. 17:53.
Bókun:
„Í 37.gr. skipulagslaga kemur fram sú meginregla að gera skuli deiliskipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Heimild skipulagsnefndar til að veita undanþágu frá meginreglunni um deiliskipulagsskyldu í 44.gr. laganna er bundin þröngum skilyrðum. Fyrir nefndina hafa komið fram upplýsingar um margháttaðar óleyfisframkvæmdir víða við Melgerði og óleyfisframkvæmdir í fasteigninni, sem sótt er um breytingu á. Þá liggur fyrir þessum fundi greinargerð skipulagsdeildar um fjölda afgreiðslna beiðna um breytingar og aukið byggingarmagn víðs vegar í Kópavogi o.fl. Allt þetta varpar ljósi á hversu mikilvægt er að byggð þróist í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags.
Í úrskurði ÚUA nr. 17/2003 er niðurstaðan eftirfarandi og vísað í álit umboðsmanns Alþingis: „Þegar til afgreiðslu kemur hvort veita eigi byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi, sem ekki hefur verið deiliskipulagt, og búast má við frekari umsóknum um framkvæmdir á reitnum, er almennt rétt að gera fyrst deiliskipulag fyrir reitinn áður en byggingarleyfi er veitt. Sú hætta fylgir, þegar veitt er eitt byggingarleyfi í einu, án þess að fyrir liggi deiliskipulag, að tvö eða fleiri byggingarleyfi á reit hafi í för með sér verulegar breytingar á byggðamynstri reitsins enda þótt hvert byggingarleyfi eitt og sér hafi ekki slík áhrif. Þegar svo stendur á þróast byggð ekki í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags, sem grundvalla ber á fjölmörgum lögmæltum sjónarmiðum, auk þess sem íbúar hlutaðeigandi hverfis eru sviptir lögboðnum rétti sínum til þess að fá færi á því að koma að sjónarmiðum sínum og hafa áhrif við gerð deiliskipulags. Slík byggðaþróun verður að teljast í andstöðu við markmið skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.“
Undirrituð telja í ljósi ofanritaðs ábyrgðarlaust, og stangast á við hagsmuni íbúa almennt, að fallast á þá beiðni sem hér liggur fyrir.“
Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Bókun:
„Með þau gögn í huga sem hafa komið fram í þessu máli telur meirihluti skipulagsráðs rétt að samþykkja framkomna beiðni. Bókun minnihlutans breytir þar engu um.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024 og úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttir og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
19.12
24051460
Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 172
Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
19.13
24012320
Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 172
Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
19.14
2406336
Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 172
Skipulagsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
20.2410017F - Skipulagsráð - 173. fundur frá 04.11.2024
Fundargerð í 18 liðum.
20.2
23111612
Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.3
24053112
Kópavogstún. Breytt deiliskipulagsmörk.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagdeildar dags. 1. nóvember 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.4
24101828
Lundur, leiksvæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. nóvember 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.8
2411062
Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.10
24082060
Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.11
2408518
Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.12
24082548
Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
20.13
2410520
Brekkuhvarf 1A. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 173
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um lækkun kantsteins og fjölgun bílastæða með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun:
„Undirrituð taka undir umsögn skipulagsdeildar dags. 1.nóvember 2024 og hafna fjölgun bílastæða en samþykkja breytt fyrirkomulag bílastæðis á lóðinni og lækkun kantsteins fyrir eitt bílastæði.“
Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
21.2410006F - Ungmennaráð - 48. fundur frá 28.10.2024
Fundargerð í tveimur liðum. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
22.2410001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 177. fundur frá 15.10.2024
Fundargerð í fimm liðum. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
23.2410018F - Velferðarráð - 139. fundur frá 28.10.2024
Fundargerð í sjö liðum. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
24.24102595 - Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaress frá 28.10.2024
Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaress frá 28.10.2024.
Fundargerðir nefnda
25.24102725 - Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2024
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2024.
Fundargerðir nefnda
26.2410785 - Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024
Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024. Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
27.24102566 - Fundargerð 587. fundar stjórnar SSH frá 21.10.2024
Fundargerð 587. fundar stjórnar SSH frá 21.10.2024.
Fundargerðir nefnda
28.24102667 - Fundargerð 588. fundar stjórnar SSH frá 28.10.2024
Fundargerð 588. fundar stjórnar SSH frá 28.10.2024.
Fundargerðir nefnda
29.24102606 - Fundargerð 130. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 25.10.2024
Fundargerð 130. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 25.10.2024.
Fundargerðir nefnda
30.24101493 - Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024
Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024.Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
31.24101495 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024
Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024.Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
32.24102517 - Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024
Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024.
Frestað 31.10.2024.
Fundargerðir nefnda
33.2411214 - Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.09.2024
Fundargerð 504. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.09.2024.
Erindi frá bæjarfulltrúum
34.24102564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum
Frá bæjarfulltrúum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, dags. 29.10.2024, lögð fram beiðni um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum. Málinu var frestað 31.10.2024. Samhliða lögð fram umsögn forstöðumanns,dags. 05.11.2024.
Fundi slitið - kl. 12:15.