Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.24072294 - Digranesvegur 81. Kæra vegna ákvörðunar byggingafulltrúa.
Frá bæjarlögmanni, lagður fram til kynningar úrskurður ÚUA í máli 80/2024 er varðar LED skilti við Digranesveg 81
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2410415 - Nýbýlavegur 22, American style. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um veitingarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 07.10.2024, lögð fram umsögn vegnar umsóknar um veitingaleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.24093314 - Flesjakór 13. Umsagnarbeiðni um geymslustað ökutækja
Frá lögfræðideild, dags. 26.09.2024, lögð fram umsögn vegna umsóknar um geymslustað ökutækja.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.24051876 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Frá fjármálasviði, lagður fram viðauki níu við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er vegna vistunar barna utan heimilis skv. ákvæðum barnaverndarlaga nr.80/2002 að upphæð 197.944.917 kr.
Ýmis erindi
5.2410362 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2025
Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 03.10.2024 lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2025.
Fundargerðir nefnda
6.2409015F - Velferðarráð - 137. fundur frá 23.09.2024
Fundargerð í sex liðum.
6.3
2409224
Samstarf - Hrafnista og félagsmiðstöð Boðaþingi
Niðurstaða Velferðarráð - 137
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fela sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Boðaþingi með fyrirvara um jákvæða umsögn innkaupadeildar.
Velferðar ráð vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
7.2408014F - Lista- og menningarráð - 167. fundur frá 02.10.2024
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
8.2409014F - Skipulagsráð - 171. fundur frá 07.10.2024
Fundargerð í 16 liðum.
8.4
24041399
Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 171
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun:
„Í ljósi þess að haldið er fast í þær hugmyndir að aðeins „Borgarlínan“ verði frá Vesturvör að brúarsporðinum og því lokað fyrir aðkomu að lóðum fyrirtækja að miklu leyti og stærra vegstæði tekið undir en þörf krefur ásamt því að taka hluta lóða af lóðarhöfum er undirrituðum ógerlegt annað en að vera á móti þeirri bókun sem lögð er fram.“
Kristinn Dagur Gissurarson
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
8.6
24082673
Sjóvarnir við smábátabryggju. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 171
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
8.7
24091148
Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 171
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
8.13
24061598
Huldubraut 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 171
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
8.14
24071731
Vallargerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 171
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
9.2410350 - Fundargerð 503. fundar stjórnar Sorpu bs. 18.09.2024
Fundargerð 503. fundar stjórnar Sorpu bs. 18.09.2024.
Erindi frá bæjarfulltrúum
10.2410416 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um lántökur bæjarins
Frá bæjarfulltrúm minnihlutans, lögð fram fyrirspurn um lántökur Kópavogsbæjar.
Fundi slitið - kl. 09:15.