Bæjarráð

3180. fundur 04. júlí 2024 kl. 08:15 - 10:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23121171 - Æfingavöllur Breiðablik

Frá framkvæmdadeild, dags. 1. júlí 2024, lögð fram beiðni um heimild til útboðs á síðustu tveimur hlutum af þremur fyrir nýjan æfingavöll Breiðabliks við Fífuna.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs á a.v. útvegun og framkvæmd á ljósamöstrum og lýsingu vallar, h.v. útvegun og lagningu á gervigrasi.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24041935 - Vatnsendahvarf gatnagerð og lagnir

Frá framkvæmdadeild, dags. 1. júlí 2024, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Vatnsendahvarf lagnir og jarðvinna".



Lagt er til við bæjarráð að tilboð lægstbjóðanda, Jarðvals sf., verði samþykkt og deildarstjóra framkvæmdadeildar verið veitt heimild til þess að ganga til samninga við Jarðval sf.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum tilboð lægstbjóðanda Jarðvals sf í verkið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Jarðval sf í samræmi við efni þess.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:20
  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdardeildar - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24062653 - Vallargerði 26. Heimild til sölu

Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til sölu á fasteigninni Vallargerði 26, eign F2065799. Bæjarráð frestaði erindinu þann 27. júní sl.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til sölu á fasteigninni Vallagerði 26, eign F2065799.

Gestir

  • Jón Kristján Rögnvaldsson, skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar - mæting: 08:43

Ýmis erindi

4.2407219 - Samkomulag um tímasetningu lokunar Sorpu bs. að Dalvegi 1

Lögð fram drög að samkomulagi á milli Sorpu bs. og Kópavogsbæjar um tímasetningu lokunar endurvinnslustöðvarinnar að Dalvegi 1. Samkomulagið var tekið fyirr á 500. fundi Sorpu bs. þar sem það var samþykkt fyrir hönd Sorpu bs.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum framlagt samkomulag.

Ýmis erindi

5.2407218 - Tjón sunddeildar Breiðabliks vegna lokunar Salalaugar

Erindi, dags. 6. júní 2024, frá sunddeild Breiðabliks um tjón sunddeildarinnar vegna lokunar Salalaugar.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

6.24053362 - Úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins

Lögð fram verkefnistillaga og drög að samkomulagi um úttekt Strategíu á stjórnkerfi bæjarins, hlutverkum og umboði.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi verkefnistillögu og drög samkomulags.

Fundargerðir nefnda

7.24062995 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 16.04.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.24062997 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 23.04.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.24062999 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 30.04.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2407111 - Fundargerð 261. fundar stjórnar SHS frá 17.05.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24062986 - Fundargerð 25. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 25.06.2024

Fundargerð í tíu liðum, ásamt fundargerðum afgreiðslufund nr.10, 11, 12 og 13.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2407001 - Fundargerð 949. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.06.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2407002 - Fundargerð 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21.06.2024

Fundargerð í tveim liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2407100 - Fundargerð 500. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.07.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2406003F - Skipulagsráð - 166. fundur frá 01.07.2024

Fundargerð í 21 liðum.
Lagt fram.
  • 15.5 2405282 Vatnsendahvarf - gatnagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 23. apríl 2024 ásamt fylgigögnum um frakvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og landmótun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024 ásamt fylgigögnum.
    Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.7 2402169 Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur á tyrft svæði, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.200 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utanfrá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m2 við völlinn.
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartími var frá 11. apríl til 24. maí 2024. Athugasemdir bárust.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags 26. júní 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags.27. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 27. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.9 24032185 Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir efri byggðir Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Áætlað svæði fyrir skólagarða og garðlönd er um 0,25 ha. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhugðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgögnum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn. Ný reiðleið kemur sunnanmegin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga. Fallið er frá byggingarreit og lóð fyrir fjarskiptamastur. Einnig er fallið frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur í u.þ.b 496 stæðum . Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Set- og miðlunartjörn helst óbreytt frá því sem nú er. Drefistöð er bætt við uppdrátt eins og núverandi staða er á opna svæðinu OP-5.10.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.10 24061530 Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla- Tröllakórs. Í breytingunni felst aðlögun skipulagsmarka deiliskipulagsins til suður og suðvesturs að mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæðis Kjóavalla. Skipulagssvæðið fer úr um 7 ha að flatarmáli í um 6 ha að flatarmáli. Göngustígur suðaustan megin við Tröllakór verður innan skipulagsmarka Hörðuvalla- Tröllakórs.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.11 23091637 Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 5. febrúar 2024 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2024 þar sem fram kemur að stofnunin geri athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Þá er jafnfram lagt fram svarbréf skipulagsdeildar til Skipulagsstofnunar dags. 28. júní 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 28. júní 2024. Á uppfærðum uppdrætti eru gerðar eftirfarandi breytingar: Skipulagsmörkum er breytt og aðlagað að mörkum aðliggjandi deiliskipulags Vatnsendahlíðar. Fallið er frá byggingarreit og lóð fyrir fjarskiptamastur og ekki gert ráð fyrir annarri lóð í hennar stað. Kvöð um trjágróður er bætt við mörk skipulagssvæðisins, suðaustan megin við núverandi vatnstank. Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 28. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.15 24041296 Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags 5. apríl 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar arkitekts dags 3. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja nýja kvisti í stað eldri og innrétta aukaíbúð í kjallara á sama fasteignarnúmeri.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 26. júní, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 166 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

16.2406018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 396. fundur frá 28.06.2024

Fundargerð í 6 liðum.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2407225 - Fyrirspurn bæjarstjóra vegna bókunar á 3177. fundi bæjarráðs

Lögð fram fyrirspurn bæjarstjóra í tengslum við bókun bæjarfulltrúa á 3177. fundi bæjarráðs um stöðu gæðamála hjá Kópavogsbæ.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 10:25, fundi fram haldið kl. 10:54

Bókun:
"Er varðar tilvitnun bæjarfulltrúa er ljóst að hún á rætur að rekja til minnisblaðs gæðastjóra en ekki til niðurstöðu BSI í úttektarskýrslu þeirra. Mikilvægt er að gæta nákvæmni þegar um beina tilvitnun er að ræða.


Í úttektarskýrslu BSI kemur eftirfarandi fram,

„Mælt er með áframhaldandi vottun fyrir ykkur að því gefnu að samþykkt verði fullnægjandi útbótaáætlun fyrir „lítil frábrigði“ sem er að finna í niðurstöðum þessarar skýrslu. Árangur á framkvæmd þeirra útbóta verður tekin út í næstu úttekt. Ykkur ber að greina orsök og innleiða úrbætur og umbætur til að lagfæra frábrigði fyrir næstu BSI úttekta er varða skírteinið sem frábrigðin eru skráð á.“

Ljóst er að niðurstaðan er að gæðakerfi Kópavogsbæjar uppfyllir kröfur og úttektarviðmið BSI líkt og kemur fram í úttektarskýrslunni."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir


Bókun:
"Undirritaðri þykir miður að bæjarstjóri finni ekki í gagnagátt jafn mikilvæg gögn og minnisblað til stjórnenda stjórnsýslu Kópavogsbæjar þar sem texti úr bókun kemur orðrétt fram. Umrætt minnisblað var eina gagnið sem var lagt fram í bæjarráði þann 12. janúar 2023 undir yfirskriftinni „Frá gæðastjóra, dags. 9.janúar 2023, lagðar fram niðurstöur á ISO 9001 vottunarúttekt sem fram fór 5-7. desember 2022“. Því hafnar undirrituð að um ónákvæmni í texta sé að ræða.

Það má minna á að gæðastjórnun snýst m.a. um að tryggja gæði í þjónustunni, takast á við og minnka áhættu og bæta skilvirkni í vinnubrögðum.

Staðan í dag er sú að stjórnendur hafa ekki skilað skýrslu til bæjarstjórnar fyrir tímabilið 2023/2024, áhættumat er ekki komið, innri úttektir liggja niðri, endurskoðun markmiða og mælingar hafa lítið verið skráðar. Eins og kemur fram í nýjum gögnum gæðastjóra þá sinna stjórnendur frábrigðum og umbótum í stjórnsýslunni lítið, sem er að mati undirritaðrar alvarlegt mál."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Bæjarfulltrúi fullyrðir að tilvitnunin sé tekin upp úr niðurstöðu úttektarfyrirtækisins og því eðlilegt að bæjarstjóri leitaði í úttektarskýrslunni. Tilvitnunina er ekki að finna þar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir

Bókun:
"Undirrituð byggir sína bókun á þeim gögnum sem lögð voru fram í bæjarráði. Minnisblað gæðastjóra fjallar um niðurstöðu vottunarúttektar og er eina gagnið sem bæjarfulltrúar hafa undir höndum. Tilvitnunina er að finna þar."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundi slitið - kl. 10:55.