Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2312709 - Ráðning forstöðumanns Salarins
Frá forstöðumanni menningarmála, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar forstöðumanns Salarins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23111981 - Kynning á Kópavogsappinu
Forstöðumaður upplýsingatæknideildar kynnir Kópavogsappið.
Gestir
- Ingimar Þór Friðriksson - mæting: 08:28
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23111742 - Til umsagnar húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 509. mál
Frá lögfræðideild, dags. 11.12.2023, lögð fram umsögn Kópavogsbæjar um tillögur til þingsályktunar um húsnæðisáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2312695 - Framlög til dagforeldra
Frá menntasviði, dags. 12.12.2023, lögð fram tillaga að framlögum vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Gestir
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:33
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:33
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2312713 - Verðlagsbreytingar á gjaldskrám Kópavogsbæjar
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:45
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.23111154 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Andra Steins Hilmarssonar um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu
Frá menntasviði, dags. 04.12.2023, lagt fram svar við fyrirspurn um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu haustið 2023 og samanburð milli ára síðustu sex ár.
Gestir
- Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:53
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:53
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:53
Ýmis erindi
7.2312670 - Fréttatilkynning frá SSH - Vígsla mannvirkja á skíðasvæðunum
Frá SSH, lögð fram fréttatilkynning frá SSH vegna vígslu mannvirkja á skíðasvæðunum.
Fundargerðir nefnda
8.2311026F - Lista- og menningarráð - 159. fundur frá 07.12.2023
Fundargerðir nefnda
9.2311024F - Íþróttaráð - 138. fundur frá 07.12.2023
Fundargerð í 48 liðum.
9.4
2306195
Erindi vegna sameiginlegs frístundaraksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar
Niðurstaða Íþróttaráð - 138
Umræður urðu um málið.
Fundarhlé var gert kl. 16:42, fundi framhaldið kl. 16:59.
Gunnar Gylfason, fulltrúi Samfylkingar, Einar Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Thelma Árnadóttir, fulltrúi Vina Kópavogs og Indriði Ingi Stefánsson, fulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi bókun.
"Það vekur furðu að meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks ætli að auka álögur á sumar barnafjölskyldur í bænum þannig að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um rúmlega 40%.
Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Krafa foreldra um að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur er hávær, en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur.
Einnig er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn.
Við teljum rétt að Kópavogsbær taki á sig þann hlut sem foreldrum er ætlað að greiða samkvæmt greinargerðinni".
Meirihluti íþróttaráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúum meirihlutans finnst eðlilegt að skoða hóflega gjaldtöku á frístundarvagninum sambærilegt við það sem tíðkast hjá nærliggjandi sveitarfélögum. Bærinn er eftir sem áður að niðurgreiða þjónustuna. Styrkir til íþróttafélaga í Kópavogi eru með því hæsta sem þekkist á landinu og því eðlilegt að íþróttafélögin forgangsraði þeim fjármunum að einhverju leyti í þágu frístundavagnsins.
Sunna Guðmundsdóttir
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir
Guðmundur Jóhannesson
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jóndóttur framlagða tillögu íþróttafélaganna um gjaldtöku í samræmi við greinargerð menntasviðs, dags. 11. desember 2023.
Fundarhlé hófst kl. 12:01, fundi fram haldið kl. 12:33.
Bókun:
"Kópavogsbær stendur straum af íþróttaiðkun barna með framlögum til íþróttafélaganna. Bæjarfélagið á mannvirkin og velur þeim stað. Sum börn þurfa að fara um langan veg í íþróttahúsin og geta ekki nýtt sér fríar almenningssamgöngur án fylgdar. Bæjaryfirvöld lögðu til samræmingu vinnudags barna við vinnudag foreldra með því að færa íþróttaiðkun þeirra fram á daginn. Þannig fékkst betri nýting á íþróttamannvirkjunum. Þessi breyting leiddi til þess að frístundavagninn var settur á fót og hafa íþróttafélögin séð um þann rekstur með tilstyrk bæjarins.
Fyrir dyrum stendur að útfæra framtíðarfyrirkomulag frístundaakstursins. Undirritaðar leggja áherslu á að þeirri vinnu verði lokið sem fyrst. Á meðan leggjast undirritaðar gegn því að innheimt verði gjald af foreldrum barna sem nýta þurfa þjónustuna vegna fjarlægðar frá íþróttamannvirkjunum. Í því felst ójafnræði, sem ekki er hægt að fallast á. Það er dýrt fyrir samfélagið ef aukinn kostnaður verður til þess að einhver börn hætti að stunda íþróttir."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bókun:
"Við gerum ekki athugasemd við hóflega gjaldtöku íþróttafélaga á frístundarvagninum sambærilegt við það sem tíðkast hjá nærliggjandi sveitarfélögum. Bærinn er eftir sem áður að styrkja íþróttafélögin við rekstur vagnsins áfram. Ef horft er á heildarmyndina þá er óvíða staðið eins vel að íþróttamálum á landsvísu og í Kópavogi. Það á við um bein fjárframlög til iðkenda og íþróttafélaga en ekki síður til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum."
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Fundargerðir nefnda
10.2312002F - Velferðarráð - 128. fundur frá 11.12.2023
Fundargerðir nefnda
11.2311009F - Öldungaráð - 23. fundur frá 16.11.2023
Fundargerðir nefnda
12.2312569 - Fundargerð 569. fundar stjórnar SSH frá 04.12.2023
Fundargerð 569. fundar stjórnar SSH frá 04.12.2023.
Fundargerðir nefnda
13.2312544 - Fundargerð 486. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.09.2023
Fundargerð 486. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.09.2023.
Fundargerðir nefnda
14.2312546 - Fundargerð 487. fundar stjórnar Sorpu bs. 03.10.2023
Fundargerð 487. fundar stjórnar Sorpu bs. 03.10.2023.
Fundargerðir nefnda
15.2312347 - Fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 05.12.2023
Fundargerð 939. fundar frá 05.12.2023.
Fundargerðir nefnda
16.2312572 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 30.11.2023
Fundargerð frá 30.11.2023.
Fundi slitið - kl. 12:36.