Bæjarráð

3114. fundur 12. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2212713 - Niðurstöður vottunarúttektar á stjórnunarkerfi gæða desember 2022

Frá gæðastjóra, dags. 9.janúar 2023, lagðar fram niðurstöur á ISO 9001 vottunarúttekt sem fram fór 5-7. desemnber 2022.
Kynning.

Gestir

  • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2212594 - Beiðni um aðstoð með rekstur dagseturs fyrir heimilislausa

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 03.01.2023, lögð fram umsögn um umsókn
Hjálpræðishersins á Íslandi.
Bæjarráð telur ekki unnt að verða við erindi Hjálpræðishersins að svo stöddu, m.v.t. umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2301214 - Útboð - Kópavogsvöllur Endurnýjun gervigrass 2023

Frá deildarstjóra innkaupdeildar, dags. 9. janúar 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs að bjóða út verkið á útvegun og fullnaðarfrágangi nýs gervigrass á Kópavogsvöll. Útboðið verður auglýst á EES-svæðinu.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:09
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:09

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2301249 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 10. janúar 2023, lögð fram umsögn um umsókn Önnu Friðriksdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði á vorönn 2023 á meðan diplómanám í jákvæðri sálfræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2212127 - Fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúa um íbúðir í félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogs

Erindi tekið á dagskrá með afbrigðum.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 11.01.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur um íbúðir í félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogs.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2301159 - Fundargerð 363. fundar stjórnar Strætó frá 16.12.2022

Fundargerð 363. fundar stjórnar Strætó frá 16.12.2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:08.