Bæjarráð

2928. fundur 04. október 2018 kl. 08:15 - 08:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fundargerðir nefnda

1.1809009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 250. fundur frá 17.09.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1809016F - Velferðarráð - 33. fundur frá 24.09.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1809007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 101. fundur frá 25.09.2018

Fundargerð í 10. liðum.

Fundargerðir nefnda

4.1809020F - Ungmennaráð - 4. fundur frá 24.09.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1810011 - Fundargerð 291. fundar stjórnar Strætó bs. frá 21.09.2018

Fundargerð 291. fundar stjórnar Strætó bs. frá 21.09.2018
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1809654 - Fundargerð 175. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.1809023F - Skipulagsráð - 35. fundur frá 01.10.2018

Lagt fram.
  • 7.6 1809725 Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Gervigras og flóðlýsing.
    Lögð fram tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. september 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 7.8 1808023 Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Yrkis arkitekta f.h. lóðarhafa að viðbyggingu samtals 123 m2 að flatarmáli við Holtagerði 35. Á lóðinni stendur einbýlishús á einni hæð ásamt 34,9 m2 áföstum bílskúr. Eftir breytingu verður íbúarhúsið samatals 228,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,16 en verður eftir breytingu 0,3. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 33, 37 og Skólagerðis 10, 12, 14, 16, 18. Athugasemdafresti lauk 24. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 7.12 1803193 Brú yfir Fossvog. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018.

    Þóra Kjarval frá Alta gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.1809008F - Menntaráð - 30. fundur frá 18.09.2018

Fundargerð í 5. liðum.

Fundargerðir nefnda

9.1808020F - Lista- og menningarráð - 93. fundur frá 20.09.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1809013F - Leikskólanefnd - 97. fundur frá 20.09.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1809017F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 62. fundur frá 26.09.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.
  • 11.2 1809655 Jafnlaunastefna Kópavogsbæjar 2018
    Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 62 Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir jafnlaunastefnuna fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð vísasr jafnlaunastefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.1809717 - Fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.08.2018

Fundargerð í 48. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1809015F - Barnaverndarnefnd - 85. fundur frá 28.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1809024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 251. fundur frá 28.09.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1809722 - Sorplausnir í tengslum við uppbyggingu á 201 Smára

Frá framkvæmdastjóra Klasa ehf., dags. 25. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir svari við beiðni Smárabyggðar í tengslum við samkomulag Smárabyggðar og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á 201 Smára.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Klasa ehf. um sorplausnir við 201 Smára. Samþykkt með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

16.1810019 - Styrkbeiðni í tilefni 50 ára afmælis MS-félagsins vegna framkvæmda á húsnæði þess að Sléttuvegi 5

Frá MS-félagi Íslands, dags. 1. október, lögð fram beiðni um stuðning við framkvæmdir á húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

17.1809765 - Umsókn um styrk fyrir verkefnið Samvera og súpa

Frá Samveru og súpu, sem er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Öryrkjabandalagsins, lögð fram umsókn um styrk vegna verkefnisins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

18.1809766 - Umsókn um styrk til starfsemi í þágu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Frá Sjálfsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. september, lögð fram umsókn um styrk til starfsemi félagsins í þágu fatlaðra.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

19.1809783 - Skýrsla stjórnar LK og ársreikningur vegna leikársins 2017-2018

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 21. september, lagður fram reikningur vegna árlegs styrks bæjarins til leikfélagsins skv. rekstrar- og samstarfssamningi þar um, ásamt reikningum félagsins og skýrslu stjórnar fyrir liðið leikár.
Lagt fram.

Ýmis erindi

20.1809785 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. september, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.
Lagt fram.

Ýmis erindi

21.1810016 - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.
Lagt fram.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég fagna þessu frumvarpi.
Karen Halldórsdóttir"

Guðmundur Geirdal tók undir bókun Karenar.

Ýmis erindi

22.15062144 - Sundlaug Kópavogs. V. fyrirhugaðar breytingar á starfsemi á sundleikfimishóp eldri borgara

Frá sundleikifimihópi eldri borgara, dags. 27. september, lagt fram þakkarbréf vegna þjónustu við sundleikfimishópinn.
Lagt fram.

Ýmis erindi

23.1809452 - Óskað eftir samþykki sveitastjórnar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Frá SORPU bs., dags. 12. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samþykki sveitastjórnar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ýmis erindi

24.1303358 - Loftgæðamál í Kópavogi

Frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 12. september, lagt fram svar við erindi Kópavogsbæjar dags. 14. janúar 2016. Jafnframt er lagt fram erindi Kópavogsbæjar til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 14. janúar 2016.
Lagt fram.

Ýmis erindi

25.1809799 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018

Frá Samöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 20. september, lagt fram erindi um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavik Nordica. Svar um þátttöku óskast fyrir 3. október nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

26.1809617 - Tilkynning um áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2018

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19. september, lagt fram erindi er varðar áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2018.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

27.1809518 - Áskorun um að endurskoða álagningarprósentu fasteignargjalda á atvinnuhúsnæði

Frá Félagi atvinnurekanda, dags. 19. september, lagt fram erindi er varðar endurskoðun álagningarprósentu fasteignargjalda á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:40.