Bæjarráð

2920. fundur 28. júní 2018 kl. 08:15 - 09:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.18061051 - Kársnes - endurnýjun lampa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. júní, lagðar fram niðurstöður tilboða í endurnýjun götuljósa á Kársnesi. Lagt er til að leitað verði samninga við Reykjafell hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leita samninga við Reykjafell hf. um kaup á 352 LED ljósum vegna endurnýjunar götuljósa á Kársnesi.
Kl. 8.40 vék Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, af fundi.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Kristján Kristjánsson - mæting: 08:15
  • Jón Sigurðsson, verkefnastjóri framkvæmdadeild - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1701009 - Sandskeiðslína 1. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lagt fram erindi um beiðni Landsnets hf. um að fella niður útgefið framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Lyklafellslínu 1.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. júní, lagt fram erindi þar sem lagt er til að gerður verði áframhaldandi samningur við AFA JCDecaux Ísland ehf. um auglýsingar og rekstur strætóbiðskýla í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:47

Ýmis erindi

4.1806961 - Framlenging á leyfi Melmis ehf, til leitar og rannsókna á málmum, dags. 23. júní 2004 til 1. júlí 2023

Frá Orkustofnun, dags. 20. júní, lagt fram erindi um framlengingu á leyfi Melmis ehf. til leitar og rannsókna á málmum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:55

Ýmis erindi

5.1806912 - Umsókn um styrk vegna alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10. október 2018

Frá Styrktarfélagi alþjóða geðheilbrigðissjóðsins, dags. 18. júní, lagt fram erindi um styrk í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum þann 10. október 2018 til þess að standa straum af kostnaði við vitundarvakningu um geðheilbrigðismál.
Bæjarráð vísar erindinu til sérfræðings lýðheilsumála til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

6.1806004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 243. fundur frá 07.06.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

7.1805009F - Barnaverndarnefnd - 81. fundur frá 17.05.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1806005F - Barnaverndarnefnd - 82. fundur frá 11.06.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að í júlí verði fundir bæjarráðs þann 12. og 26., og í ágúst verði fundir þann 9. og 23.

Fundi slitið - kl. 09:05.