Bæjarráð

2906. fundur 08. mars 2018 kl. 07:30 - 09:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1803080 - Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál (lagafrumvarp).
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1801569 - Átak í nágrannavörslu. Frumkvæði Kópavogsbæjar í slíku átaki. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Frá Birki Jóni Jónssyni, bæjarfulltrúa, óskað eftir umræðu um nágrannavörslu í Kópavogi og hver næstu skref eru í ferlinu.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1802696 - Fundargerð 282. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.02.2018

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.1802702 - 3. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14. febrúar 2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1802701 - Fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.02.2018

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1802019F - Öldungaráð - 4. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1802012F - Skipulagsráð - 25. fundur frá 05.03.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 7.7 1802765 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 7.8 1802766 Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerðum, skýringarmyndum og húsakönnun. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 7.11 1704266 Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 50 bílastæði í kjallar og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 50 bílastæði í kjallara og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Uppdráttur dags. 5. mars 2018 í mkv. 1:1000 ásamt tillögu að skipulagsskilmálum dags. 5. mars 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.1802023F - Menntaráð - 22. fundur frá 26.02.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1801024F - Lista- og menningarráð - 86. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1802024F - Barnaverndarnefnd - 77. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1803002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237. fundur frá 02.03.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1802013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 236. fundur frá 16.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1802068 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 6. mars, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs.
Jafnframt er lögð fram greinagerð menntasviðs um hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs frá árinu 2016.
Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég þakka fyrir svarið og greinargerðina, sem er ítarleg og góð. Þó að mikilvægt sé að nemendur geti leitað stuðning innan skólans, tel ég mikilvægt að gengið sé til samstarfs við Samtökin78, þar sem samtökin veita stuðning og ráðgjöf auk fræðslu. Í S78 er sérþekking hvað varðar hinsegin málefni og mikilvægt að hinsegin nemendur geti leitað sér stuðnings þar sem þekkingin er mest og frá aðilum sem þeir geta samsamað sér með.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Ýmis erindi

14.1802674 - Tillaga til þingsáætlunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál (stjórnartillaga).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

15.1803397 - Áætlun vegna hafna. Áform um áminningu og krafa um úrbætur.

Frá umhverfisstofnun, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi er varðar áætlun vegna hafna. Áform um áminningu og krafa um úrbætur.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

16.1803085 - Óskað eftir niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalda vegna vökvunar Leirdalsvallar

Frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 27. febrúar, lögð fram ósk um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalda vegna vökvunar Leirdalsvallar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í janúar.
Einnig er lagt fram rekstraryfirlit frá fjármálastjóra fyrir janúar.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:00
  • Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður UT-deildar - mæting: 08:00
  • Arngrímur Einarsson, sérfræðingur frá Cubus - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1803586 - Dalsmári 5, Fífan. Kópavogsbær. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyf vegna árshátíðar

Frá lögfræðideild, dags. 6. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Kópavogsbæjar þann 14. apríl 2018, frá kl. 18:00-02:00, í Fífunni knattspyrnuhöll, Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1803515 - Skálaheiði 2, Digranes íþróttahús. Nemendafélag MK. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks

Frá lögfræðideild, dags. 6. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, kt. 470576-2199, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik fimmtudaginn 22. mars 2018, frá klukkan 22:00 til kl. 02:00, í Digranesi íþróttahúsi, að Skálaheiði 2, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1802680 - Óskað eftir yfirliti um stöðu gatnakerfis í Kópavogi. Beiðni um umfjöllun í bæjarráði.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 6. mars, lagt fram minnisblað um stöðu á gatnakerfi Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson þakkar framlagt svar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1802202 - Reglur um stuðningsþjónustu

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi um endurskoðun á 8. gr. reglna um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk hjá Kópavogsbæ.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar greinargerð fyrir velferðarráð dags. 8. febrúar 2018 og hins vegar reglur um stuðningsþjónustu með breytingum.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á reglum um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1802191 - Sérstakur húsnæðisstuðningur. Breyting á reglum.

Frá deildarstjóra rekstrardeildar velferðarsviðs, dags. 13. febrúar, lagt fram erindi er varðar breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð vísar tillögu að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.1201055 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumiðstöð við Boðþing

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra frístunda, dags. 4. mars, lagt fram erindi er varðar endurskoðun samkomulags Kópavogsbæjar og DAS um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við Boðaþing.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samkomulag við DAS um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð við Boðaþing.

Fundi slitið - kl. 09:00.