Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1708169 - Kársnesskóli, nýbygging. Stýrihópur. Erindisbréf o.fl.
Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps vegna byggingar nýs Kársnesskóla.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 4. júní, lagt fram erindi vegna reglna um sérstakan húsnæðisstuðning þar sem lagt er til að viðmiðunarstuðull verði hækkaður við útreikning bóta.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1707304 - Skeljabrekka 4 og Auðbrekka 3 - 5. Samkomulag
Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi við Lund fasteignafélag og Selkóp ehf. um lóðirnar Skeljabrekku 4 og Auðbrekku 3-5. Einnig lagt fram sem fylgiskjal með samkomulaginu rammasamkomulag um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.17052043 - Sunnubraut 30, byggingarleyfi.
Frá byggingarfulltrúa, Honter Einangrunarlausnir ehf., Skemmuvegur 4, Kópavogi, sækir um leyfi til að rífa húsið að Sunnubraut 30. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið 1. júní 2017. Samrýmist lögum nr. 160/2010. Bæjarstjórn frestaði málinu á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1708076 - Gervigras, greining efna- og loftgæða.
Guðjón Atli Auðunsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti gera grein fyrir athugun á dekkjakurli á gervigrasvöllum og sparkvöllum í Kópavogi.
Gestir
- Guðjón Atli Auðunsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - mæting: 08:10
- Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti - mæting: 08:10
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.1707116 - Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni um að kannaður verði kostnaður við námsgögn barna í grunnskóla í Kópavogi
Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 2. ágúst, lagt fram minnisblað um kostnað vegna kaupa á námsgögnum fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.1706615 - Álalind 1, sala Þjónustumiðstöðvar.
Frá bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til sölu húsnæðis Þjónustumiðstöðvar að Álalind 1 til niðurrifs samhliða því að selja byggingarrétt á lóðinni Álaind 18-20 fyrir fjölbýlishús með 43 íbúðum (um er að ræða sömu lóð, númer breytist).
Ýmis erindi
8.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög
Frá SSH, dags. 14. júní, lögð fram drög að tillögu að samstarfssamningi milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf. vegna Hraðlestar til og frá Keflavíkurflugvelli, sem stjórn SSH vísaði til efnislegrar umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögunum á fundi þann 6. júní síðastliðinn.
Ýmis erindi
9.1707335 - Þakkarbréf vegna framlags Kópavogsbæjar til Símamóts Breiðabliks árið 2017
Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 26. júlí, lagt fram þakkarbréf vegna framlags Kópavogsbæjar til Símamóts Breiðabliks árið 2017.
Fundargerðir nefnda
10.1707003F - Skipulagsráð - 12. fundur frá 31.07.2017
Fundargerð í 16. liðum.
10.3
1704274
Kársnesbraut 57. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.4
1703846
Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.6
1707230
Austurkór 66. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.7
1707229
Austurkór 68. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.11
1703856
Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 75. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.12
1707262
Smárinn. Reitur A 10. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi á reit A 10. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Samþykkt.
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Tel óráðlagt að tvöfalda íbúðafjölda úr 9 í 18 í húsi C, það eykur ennfrekar álag á umhverfi og nærliggjandi byggð."
Bókun frá Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Júlíusi Hafstein, Sigríði Kristjánsdóttur, Kristni D. Gissurarsyni, Guðmundi G. Geirdal, Ásu Richardsdóttur og Andrési Péturssyni:
"Í þessari tillögu er ekki verið að auka byggingarmagn heldur er verið að fjölga minni íbúðum Fjölgun minni íbúða í Kópavogi er algjörlega í samræmi við þá húsnæðisstefnu sem birtist m.a. í Húsnæðisskýrslu sem unnin var í þverpólitískri sátt strax í upphafi kjörtímabilsins."
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Mikill fjöldi lítilla íbúða er nú þegar í byggingu í Kópavogi."
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:
"Ég tek undir bókanir Margrétar Júlíu Rafnsdóttur."
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur og Hjördísar Ýr Johnson:
"Tökum undir bókun meirihluta skipulagsráðs."
10.13
1707278
Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir að með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Samþykkt af Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Júlíusi Hafstein, Sigríði Kristjánsdóttur, Kristni D. Gissurarsyni, Ásu Richardsdóttur og Andrési Péturssyni.
Guðmundur Gísli Geirdal situr hjá.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég tel ástæðu til að útfæra frekar strandlengjuna á þessu svæði, hvað varðar notkun og útlit ."
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
10.15
1611457
Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 12
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég minni á óskir íbúa hvað varðar hæð bygginga."
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
Bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar:
"Tek undir bókun Ásu Richardsdóttur þar sem minnt er á óskir íbúa hvað varðar hæð bygginga."
Fundi slitið - kl. 10:25.