Bæjarráð

2852. fundur 05. janúar 2017 kl. 08:15 - 10:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1701013 - Hlíðarendi 13, afturköllun lóðaréttinda.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. janúar, lagt fram erindi um afturköllun hesthúsalóðarinnar Hlíðarenda 13 þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um. Lóðinni var úthlutað þann 13. september sl. til Jóhannesar Árnasonar, kt. 121266-3939.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla lóðarréttindi Hlíðarenda 13.

Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir stöðu framkvæmda við hesthúsalóðir í Kópavogi.

2.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þann 10. mars sl. óskaði Kristinn Dagur Gissurarson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, eftir upplýsingum um kostnað vegna húsnæðismála stjórnsýslu bæjarins. Þessu erindi var ekki svarað fyrr en á síðasta fundi bæjarráðs fyrir áramót - rúmlega 8 mánuðum síðar.
Hlutverk kjörinna fulltrúa er að gæta að fjármunum skattgreiðenda og að þeim sé vel varið. Ljóst er að ferlið allt var kostnaðarsamt og því mikilvægt að þær upplýsingar liggi nú fyrir. Ég geri hins vegar alvarlegar athugasemdir við hversu seint erindinu er svarað og mun óska eftir því við forsætisnefnd að fara yfir þau mál.
Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:05. Fundi var fram haldið kl. 10:15.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Það er rangt sem fram kemur í bókun Birkis Jóns Jónssonar um að fyrirspurn Kristins Dags snúi eingöngu að kostnaði enda hefði því verið auðsvarað. Fyrirspurnin er pólitísk og varðaði störf bæjarfulltrúa í starfshópnum, ekki síst störf fulltrúa Framsóknarflokksins. Fyrirspurnin er til að gera stjórnsýslu bæjarins tortryggilega og er ómakleg, enda er bókhald bæjarins öllum opið.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:16. Fundi var fram haldið kl. 10:22.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er með ólíkindum að pólitískt kjörinn bæjarstjóri þurfi rúma 8 mánuði til að svara fyrirspurn sem hann telur pólitísks eðlis. Gildihlöðnum ummælum bæjarstjóra um stjórnsýslu bæjarins sem fram kom í bókun hans er vísað á bug. Kjörnir fulltrúar verða að geta gengið að því sem vísu að fyrirspurnum sé svarað innan eðlilegs tímaramma, öðruvísi er þeim gert ókleyft að rækja skyldur sínar.
Birkir Jón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vil ítreka að Birkir Jón Jónsson sat í umræddri nefnd og hafði allar þessar upplýsingar.
Ármann Kr. Ólafsson"

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fyrirspurnin var frá Kristni Degi Gissurarsyni.
Birkri Jón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins.
Ármann Kr. Ólafsson"

3.1701215 - Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Erindi Hraunavina o.fl.

Lagt fram erindi Hraunavina og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. janúar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og forstöðumanns Náttúrufræðastofu til umsagnar.

4.1612990 - Umsókn um styrk fyrir árið 2017

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 21. desember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar fyrir árið 2017 að fjárhæð kr. 500.000.-.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

5.16121048 - Vesturvör 50, umsókn um lóð

Frá Íslyft ehf. og Steinbock-þjónustunni ehf., dags. 27. desember, lögð fram umsókn um lóðina Vesturvör 50.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

6.1701012 - Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020

Frá Umhverfisstofnun, dags. 29. desember, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á markmiði sem er í gildi um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar og stjórnar Sorpu bs.

7.1701073 - Markavegur 1. Krafa um yfirtöku eigna vegna deiliskipulagsbreytinga

Frá lögmannsstofunni Rökstólum, dags. 30. desember, lögð fram krafa f.h. lóðarhafa Markavegar 1 um yfirtöku eigna skv. lögum um eignarnám vegna deiliskipulagsbreytinga að Markavegi 1.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

8.1607229 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 30. desember, lögð fram afgreiðsla á umsókn Kópavogsbæjar um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til kaupa á 37 íbúðum í Kópavogi fyrir fatlaða og skjólstæðinga félagsþjónustu. Ekki var unnt að samþykkja umsóknina að svo stöddu þar sem frekari gagna er þörf og gefst Kópavogsbæ kostur á að breyta umsókninni til samræmis við athugasemdir úthlutunarnefndar Íbúðalánasjóðs.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu fjármálastjóra og bæjarlögmanns.

9.1701066 - Götusópun útboð 2017

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að fara í opið útboð á sópun gatna og gangstíga í Kópavogi til þriggja ára (vorhreinsunar).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila opið útboð á sópun gatna og gangstíga í Kópavogi 2017-2020.

10.1605272 - Afleysing bæjarritara.

Frá bæjarstjóra, dags. 4. janúar, þar sem lagt er til að Pálma Þór Mássyni, bæjarlögmanni verði falið að gegna starfi bæjarritara í námsleyfi Páls Magnússonar, bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

11.1611090 - Áskorun til bæjarstjórnar vegna aðstæðna á bílaplani verslunarmiðstöðvar við Engihjalla 8

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. desember, lögð fram umsögn um áskorun stjórnar Efstahjalla 1-25 um úrbætur vegna aðstæðna á bílaplani við verslunarkjarnann Efstahjalla, þar sem farið er fram á að sett verði upp hljóðmön við veginn meðfram lóðarmörkum og garði íbúa í Efstahjalla.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs úrvinnslu málsins í samræmi við framlagða umsögn.

12.1612974 - Vatnsendakrikar, úrskurður

Frá lögfræðideild, dags. 22. desember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 3/2015 þar sem kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunar um að aukin vatnsvinnsla Orkuveitu Reykjavíkur í Vatnsendakrikum skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram.

13.1612986 - Ögurhvarf 2, Skalli slf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 2. janúar 2017, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Skalla slf., kt. 651110-0760, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

14.1612420 - Kársnesbraut 64, 1904 ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 2. janúar 2017, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn 1904 ehf., kt. 551007-0220, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Kársnesbraut 64, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

15.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Frá lögfræðideild, dags. 21. desember, lögð fram greinargerð vegna tillögu að breytingum á reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda. Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs þann 13. desember sl.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

16.1511039 - Vesturvör 2 - Lóðarleigusamningur

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. janúar, lögð fram drög að ákvörðun um innlausn hluta lóðarinnar Vesturvör 2.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.16121027 - Bæjarlind 5, framsal lóðarréttinda.

Frá fjármálastjóra, dags. 3. janúar, lögð fram umsögn um beiðni Fagsmíði ehf. til að framselja lóðina Bæjarlind 5. Lagt er til að bæjarráð samþykki framsal lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir beiðni um framsal Bæjarlindar 5 með fimm atkvæðum.

18.1701072 - Samningur um yfirdráttarlán á veltureikningi

Frá fjármálastjóra, lagður fram til samþykktar samningur um yfirdráttarlán á veltureikningi við Arion banka.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.