Bæjarráð

2527. fundur 26. nóvember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.911429 - Örvasalir 20. Lóðarumsókn.

Árni Jóhannes Valsson og Halldóra Harðardóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Örvasölum 20.

Tveir umsækjendur voru um lóðina.  Bæjarráð vísar til 9. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar og gefur Sigurði Gunnarssyni, kt. 110959-5089 og Magneu Björk Ísleifsdóttur, kt. 110860-5449  kost á byggingarrétti á lóðinni að Örvasölum 20.

2.911498 - Gjaldskrár 2010 skv. fjárhagsáætlun

Frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 9/10, tillaga að gjaldskrárbreytingu fyrir árið 2010.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010.

3.910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.

Frá borgarstjóranum í Reykjavík, afrit af bréfi til stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 18/11, þar sem samþykkt er að hefja undirbúning að vinnu við eldfjallagarð á Reykjanesi í samráði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarfulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð lýsa stuðningi við tillögu borgarfulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um undirbúning að vinnu við eldfjallagarð á Reykjanesi.

Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir."

 

Hlé var gert á fundi kl. 16:20.  Fundi var fram haldið kl. 16:27.

 

Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar hugmynd um Eldfjallagarð og hvetur aðra sveitarstjórnarmenn til hins sama.

Ólafur Þór Gunnarsson."

 

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa áður lýst yfir stuðningi við stofnun eldfjallagarðs enda rímar það við stefnu flokksins í atvinnu - og umhverfismálum. Þótt bæjarráð hafi þegar vísað málinu til samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins leggjum við til að formanni umhverfisráðs, sem á sæti í stjórn Reykjanesfólkvangs verði falið að fylgja málinu eftir, m.a. meta framlag Kópavogsbæjar til verkefnisins.

Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson."

 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um að formaður umhverfisráðs fylgi málinu eftir og meti framlag Kópavogsbæjar til verkefnisins.

4.911592 - Umsókn jafnréttisnefndar Kópavogs um styrk til að vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélag

Frá jafnréttisnefnd Kópavogs, óskað eftir styrk að upphæð 150.000 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég fagna framtaki jafnréttisnefndar.

Guðríður Arnardóttir.""

 

Sigurrós Þorgrímsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Jón Júlíusson tóku undir bókun Guðríðar.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður tekur undir bókun Guðríðar Arnardóttur en vill taka fram að nefndir verða að virða fjárhagsáætlun bæjarins og það er slæmt fordæmi að óska eftir aukaframlagi eftirá enda samræmist það ekki starfsháttum stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Ármann Kr. Ólafsson.""

 

Ómar Stefánsson tók undir bókanir Guðríðar og Ármanns.

5.911665 - Ósk um lækkun/niðurfellingu á fasteignagjöldum.

Frá Húsnæðisfélagi SEM, dags. 20/11, óskað eftir styrk til greiðslu upp í fasteignagjöld næsta árs vegna íbúðar að Borgarholtsbraut 31.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

6.911878 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá skíðadeild Víkings, dags. 10/11, umsókn um styrkveitingu vegna fasteignaskatts.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

7.911696 - Leyfi fyrir flugeldasölu.

Frá Hjálparsveit skáta, flugeldanefnd, dags. 23/11, óskað er eftir leyfi til að selja flugelda á bílastæði sundlaugarinnar við Versali.

Bæjarráð veitir umbeðið leyfi.

8.911877 - Fífuhvammsvegur. Gangandi umferð yfir veginn, úrbætur.

Frá sóknarnefnd Lindasóknar, dags. 24/11, óskað eftir að flýtt verði eins og unnt er framkvæmd við fyrirhugaða göngubrú yfir Fífuhvammsveg, vegna mikils umferðarþunga um götuna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

9.911852 - Rafmagnsöryggi/þjónusta rafverktaka.

Frá SART, samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, dags. 18/11, minnt er á lög og reglur sem í gildi eru um rafmagnsöryggi, einnig er minnt á þá fjölbreyttu þjónustu, sem löggiltir rafverktakar eru reiðubúnir að veita.

Lagt fram.

10.909160 - Krókaþing 14, ósk um bætur vegna tafa á afhendingu lóðar.

Frá Grétari Haraldssyni, hrl., dags. 24/11, f.h. Rögnu Lilju Garðarsdóttur og Einars Þórs Sigurjónssonar, varðandi Krókaþing 14.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

11.911478 - Þrymsalir 10, lóðarskil.

Frá Jóni Kristni Snæhólm og Oddnýju Halldórsdóttur, dags. 18/11, lóðinni að Þrymsölum 10 skilað inn.

Lagt fram.

12.911664 - Fjöldi skóladaga í grunnskólum

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 16/11, upplýsingar um lágmarksfjölda skóladaga skv. lögum.

Lagt fram.

13.911430 - Örvasalir 20. Lóðarumsókn.

Sigurður Gunnarsson og Magnea Björk Ísleifsdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Örvasölum 20.

Tveir umsækjendur voru um lóðina.  Bæjarráð vísar til 9. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar og gefur Sigurði Gunnarssyni, kt. 110959-5089 og Magneu Björk Ísleifsdóttur, kt. 110860-5449  kost á byggingarrétti á lóðinni að Örvasölum 20.

14.911425 - Þrúðsalir 2. Lóðarumsókn.

Ágúst Ólafsson og Rebekka Rut S. Carlsson sækja um byggingarrétt á lóðinni að Þrúðsölum 2.

Bæjarráð gefur Ágústi Ólafssyni og Rebekku Rut S. Carlsson kost á byggingarrétti á lóðinni að Þrúðsölum 2.

15.911424 - Þrúðsalir 15. Lóðarumsókn.

Sveinn Halldórsson og Lára Aradóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Þrúðsölum 15.

Bæjarráð gefur Sveini Halldórssyni og Láru Aradóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Þrúðsölum 15.

16.911428 - Álmakór 18. Lóðarumsókn.

Sölvi Þór Sævarsson og Inga Huld Sigurgeirsdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Álmakór 18.

Bæjarráð gefur Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Álmakór 18.

17.911887 - Fróðaþing 30. Lóðarskil.

Frá Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur, lóðinni að Fróðaþingi 30 skilað inn.

Lagt fram.

18.911426 - Aflakór 21. Lóðarumsókn.

Steinakór ehf., sækir um byggingarrétt á lóðinni að Aflakór 21.

Bæjarráð gefur Steinakór ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Aflakór 21.

19.911427 - Aflakór 23. Lóðarumsókn.

Steinakór ehf. sækir um byggingarrétt á lóðinni að Aflakór 23.

Bæjarráð gefur Steinakór ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Aflakór 23.

20.911850 - Hamraendi 15. Umsókn um hesthúsalóð.

Hvítibær ehf. sækir um byggingarrétt á lóðinni að Hamraenda 15.

Bæjarráð gefur Hvítabæ ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Hamraenda 15.

21.911447 - Landsendi 3 (lóð nr. 16). Umsókn um hesthúsalóð.

Silfursteinn ehf. sækir um byggingarrétt á lóðinni að Landsenda 3.

Bæjarráð gefur Silfursteini ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Landsenda 3.

22.805075 - Stofnsamningur um Tónlistarhús Kópavogs

Frá formanni bæjarráðs, ítrekað erindi frá Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 8/5 2008, þar sem óskað var eftir endurskoðun á stofnsamningi um Tónlistarhús Kópavogs. Á fundi bæjarráðs 15/5 2008 var bæjarstjóra og bæjarlögmanni falið að ganga til viðræðna við Tónlistarskólann.

Bæjarráð ítrekar að bæjarstjóri og bæjarlögmaður gangi til viðræðna við Tónlistarskólann.

23.911016 - Byggingarnefnd 17/11

1310. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

24.911021 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 17/11

11. fundur ársins

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

25.911012 - Félagsmálaráð 17/11

1272. fundur

26.911005 - Íþrótta- og tómstundaráð 16/11

240. fundur

Bæjarráð óskar eftir að fá sendar reglur ÍTK um úthlutun sérstyrkja.

27.911014 - Lista- og menningarráð 17/11

347. fundur

28.911008 - Skólanefnd 16/11

19. fundur

29.901308 - Fundargerð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 20/11

87. fundur

30.911455 - Umsókn um styrk vegna 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. (Viðbótastyrkur, fyrri styrkur málsnr.090

Frá bæjarstjóra, dags. 23/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 18/11. Ekki þykir tilefni til frekari styrkveitinga, þar sem bæjarráð hefur þegar samþykkt að styrkja félagið í formi afnota af Salnum til hátíðahaldanna í febrúar 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

31.810518 - Samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Lagðir fram til samþykktar samstarfssamningar milli Skógræktarfélags Kópavogs annars vegar og Kópavogsbæjar hins vegar, sem undirritaðir voru þann 17/11 2006.

Bæjarráð staðfestir samstarfssamninga við Skógræktarfélagið.

32.911013 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 19/11

319. fundur

33.909416 - Mánaðarskýrslur 2009

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar nóvember 2009, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í október.

Lagt fram.

34.812006 - Uppgræðsla á svæði milli Hengils og Lyklafells.

Frá bæjarritara, dags. 25/11, umsögn um styrkbeiðni til uppgræðslu beitarhólfs á Mosfellsheiði. Lagt er til að erindinu verði hafnað vegna aðhalds í rekstri bæjarins.

Bæjarráð hafnar erindinu.

35.904031 - Sjóvá óskar eftir að gera tilboð í vátryggingar Kópavogsbæjar.

Frá bæjarritara, dags. 24/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 19/11, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

36.911154 - Umferð á Salavegi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 24/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 5/11 sl. varðandi umferðaröryggi á Salavegi. Lagt er til að bætt verði við einni hraðahindrun austast á Salavegi og komi það til framkvæmda á næsta ári, en ekki er talið ráðlegt að lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

37.904001 - Lóðir Kaupangurs á Glaðheimasvæðinu.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 18/11, tillaga að afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu að afgreiðslu.

38.911734 - Engihjalli 8, Hjallasjoppa ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 25/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 20. nóvember 2009 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hjallasjoppunnar ehf., kt. 441109-0590, um rekstrarleyfi fyrir söluturninn Hjallasjoppuna að Engihjalla 8 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

39.911738 - Bæjarlind 14-16, BJS subs ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 25/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 23. nóvember 2009 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar BJS subs ehf., kt. 480909-0700, Vættaborgum 24, 112 Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Nonnabita, Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

40.911178 - Beiðni um styrk vegna þátttöku A-sveitar klúbbsins í Evrópukeppni klúbbliða 2009.

Frá íþróttafulltrúa, dags. 25/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 12/11, um styrkbeiðni GKG, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 180.000,-.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styrk.

 

Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

41.910073 - Beiðni um styrk vegna 60 ára afmælis Breiðabliks.

Frestað mál í bæjarráði 15/10 sl. Breiðablik óskar eftir styrk vegna afmælishátíðar félagsins 12. - 14. febrúar 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.