Bæjarráð

2679. fundur 21. mars 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson setti fund og stýrði í fjarveru formanns og varaformanns bæjarráðs.

1.1303116 - Leikskóli í Austurkór. Fyrirspurn frá Arnþóri Sigurðssyni.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 20. mars, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 7. mars, varðandi ráðningar við nýjan leikskóla í Austurkór sem fyrirhugað er að opna í janúar 2014.

Lagt fram.

 

Arnþór Sigurðsson óskaði fært til bókar að hann þakkaði skjót og greinargóð svör.

2.1301023 - Heilbrigðisnefnd, 18. mars

178. fundur

Lagt fram.

3.1303009 - Skólanefnd, 18. mars

56. fundur

Lagt fram.

4.1101858 - Skólanefnd Tónlistarskólans Tónsala, 9. maí 2011

5. fundur

Lagt fram.

5.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 15. mars

120. fundur

Lagt fram.

6.1303229 - Lögfræðiálit vegna Glaðheima. Fyrirspurn frá Pétri Ólafssyni.

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn Péturs Ólafssonar frá 14. mars sl. Lagt fram álit AM Praxis dags. 12. apríl 2006.

Lagt fram.

7.1303294 - Kópavogstún 10-12. Beiðni um skilyrt veðleyfi

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 18. mars, umsögn um erindi lóðarhafa Kópavogstúni 10-12, þar sem lagt er til að MótX ehf. verði veitt skilyrt veðleyfi á lóðinni gegn því að úthlutunarverð verði staðgreitt inn á bankareikning Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.1302068 - Uppsögn á þjónustusamningi - hugsanleg málshöfðun

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. mars, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 7. febrúar sl. varðandi leikskólann Kjarrið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

9.1303224 - Digranesvegur, salur/salir MK. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til árshátíðarhalds

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. mars, umsögn um umsókn Menntaskólans í Kópavogi, kt.470576-2199, um tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð MK, fimmtudaginn 21. mars 2013, frá kl. 22:00-2:00, í sal/sölum MK, Digranesvegi, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

10.1303113 - Viðbrögð skóla í óveðri. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 20. mars, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 7. mars sl. varðandi viðbrögð skóla vegna óveðurs.

Lagt fram.

 

Una María Óskarsdóttir óskaði eftir að færa til bókar þakkir fyrir svörin.

11.1303405 - Reykjanesbraut stofnstígur. Suður Mjódd - Lindir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagt fram minnisblað vegna opnunar tilboða í "Reykjanesbraut stofnstígur. Suður Mjódd-Lindir." Útboðið er sameiginlegt með Vegagerðinni, umhverfissviði Kópavogsbæjar, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu. Þrettán tilboð bárust og var tilboð Fjarðargrjóts ehf. lægst við opnun tilboðanna.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

12.1303285 - Ráðning skólastjóra við Lindaskóla 2013

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 20. mars, óskað heimildar til auglýsingar og ráðningar skólastjóra Lindaskóla.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

13.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 19. mars. tillaga að breytingu á reglum um frístundastyrki.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á reglum um frístundastyrki.

14.1303275 - Til umsagnar: Frumvarp um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu, 634. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 14. mars, óskað umsagnar um frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

15.1303307 - Samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga 2013

Frá Skipulagsstofnun, dags. 15. mars, tilkynning um samráðsfund Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga, sem haldinn verður 11. og 12. apríl nk. á Hótel Cabin.

Lagt fram.

16.1303391 - Álaþing 10. Kæra vegna fasteignamats - beiðni um umsögn

Frá yfirfasteignamatsnefnd innanríkisráðuneytisins, dags. 19. mars, óskað umsagnar um kæru vegna fasteignamats á eigninni Álaþingi 10.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

17.1303295 - Ársreikningur SORPU bs, árið 2012

Frá Sorpu bs., dags. 14. mars, lagður fram ársreikningur 2012 sem samþykktur var á stjórnarfundi þann 4. mars sl.

Lagt fram.

18.1303429 - Biðstöð í Hamraborg. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að kannaðir verði möguleikar á aðstöðu fyrir notendur á meðan beðið eftir strætó á brúnni við Hamraborg. Hamraborgin á sér langa sögu sem ein helsta samgöngumiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og æskilegt væri að þar væri aðstaða fyrir farþega betri.

Pétur Ólafsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til úrvinnslu umhverfissviðs og hún verði skoðuð m.t.t. fyrirhugaðra umbóta á Hálsatorgi.

19.1303431 - Nýr framhaldsskóli. Bókun frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í þriggja ára áætlun er upphæð sem eyrnamerkt var stofnun nýs menntaskóla í Kópavogi.  Mikilvægt væri ef bæjarstjórn Kópavogs kæmi sér saman um aðgerðaráætlun í málinu.

Pétur Ólafsson"

20.1303292 - Vesturvör. Sjósetningaraðstaða með viðlegukanti. Samningur um afnotarétt.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, var lagður fram samningur dags. 19. mars 2013 um afnot og gerð sjósetningaraðstöðu með viðlegukanti við Vesturvör nr. 38-50. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

21.1303008 - Barnaverndarnefnd, 14. mars

24. fundur

Lagt fram.

22.1210416 - Yfirlit yfir beiðni um aukin stöðugildi 2013

Greinargerð deildarstjóra barnaverndar, dags. 5. mars, um stöðu barnaverndarmála. Barnaverndarnefnd tekur undir tillögu deildarstjóra barnaverndar og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð frestar erindinu.

23.1303094 - Tillögur SSH um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar

Tillögur verkefnahóps um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar, dags. 15. mars. Barnavernd lítur jákvætt á tillögurnar og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar.

24.1303013 - Barnaverndarnefnd, 14. mars

25. fundur

Lagt fram.

25.1303015 - Félagsmálaráð, 18. mars

1348. fundur

Lagt fram.

26.1302695 - Endurskoðun á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum bæjarsjóðs Kópavogs

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 19. mars, tillögur að breytingum á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum, samþykktar á fundi félagsmálaráðs frá 18. mars, sbr. lið 2 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum.

27.1205628 - Endurnýjun á þjónustusamningi vegna félagsliða

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, dags. 19. mars, óskað eftir einu viðbótarstöðugildi. Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu, sbr. lið 3 í fundargerð frá 18. mars.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

28.1303014 - Framkvæmdaráð, 20. mars

47. fundur

Lagt fram.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

29.1303016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 19. mars

76. fundur

Lagt fram.

30.1302547 - Kópavogsbraut 41- nýtt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfissviðs um opnun tilboða í verkið "Kópavogsbraut 41, Kópavogi íbúðarúrræði fyrir fatlaða." Tilboð voru opnuð 5. mars sl. og bárust 11 tilboð auk eins frávikstilboðs.
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Sérverk ehf. á grundvelli tilboðs þeirra og með tilliti til fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

31.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. mars sl. varðandi lausar kennslustofur við þrjá skóla vegna fjölgunar nemenda. Lagt er til að húsnæðisvandi skólanna verði leystur með eftirfarandi hætti:
Hörðuvallaskóli 3 kennslustofur
Vatnsendaskóli 2 kennslustofur
Salaskóli 2 kennslustofur.

Framkvæmdaráð leggur til að 3 lausar stofur verði settar upp við Hörðuvallaskóla, 2 við Salaskóla og 2 við Vatnsendaskóla.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

32.1301594 - Yfirborðsmerkingar gatna, útboð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lögð fram tilboð í verkið "Yfirborðsmerkingar í Kópavogi 2013-2014", sem opnuð voru 26. mars sl.
Sex tilboð bárust.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar leggur til við framkvæmdaráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda GSG Vegmerking ehf. um verkið.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda GSG Vegmerking ehf.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

33.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lögð fram tilboð í verkið "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2013-2014", sem opnuð voru 12. mars sl. Fjögur tilboð bárust. Deildarstjóri framkvæmdadeildar leggur til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Fagverk verktakar ehf.

Framkvæmdaráð leggur til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Fagverk verktaka ehf.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

34.1303293 - Útboð. Rammasamningur umhverfissviðs - framkvæmdadeild.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, deildarstjóri framkvæmdadeildar óskar heimildar til að bjóða út smærri verk í rammasamningi með möguleika á örútboðum.
Framkvæmdaráð veitir heimildina.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

35.1204003 - Vatnsendakrikar. Nýting Kópavogsbæjar á grunnvatni

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. mars sl. varðandi endurnýjun á nýtingarleyfi grunnvatns í Vatnsendakrikum. Á fundinum er lögð fram fundargerð fundar fulltrúa Kópavogsbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur ásamt ráðgjöfum, dags. 14. mars sl. Lagt er fram minnisblað Vatnaskila dags. 21. desember sl. og yfirlit Vatnsveitu Kópavogs yfir vatnstöku í Vatnsendakrikum 2008-2013 og áætluð notkun til 2050.
Í umsögn sviðsstjóra kemur m.a. fram að miðað við núverandi vatnstökusvæði og þegar horft er til framtíðar telur sviðsstjóri rétt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um með hvaða hætti vatnsbólin verði nýtt til framtíðar.

Bæjarráð áréttar að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um með hvaða hætti vatnsbólin verði nýtt til framtíðar.

36.1301087 - Samþykkt um gatnagerðargjöld 2013.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lögð fram drög að endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjald í Kópavogi "Samþykkt um gatnagerðargjald í Kópavogi." Helsta nýmæli er ákvæði 7. greinar um sérstakar lækkunarheimildir. Bæjarstjórn sé heimilt að lækka um allt að 40% gatnagerðargjalds sem lagt er á nýbyggingar sem koma í stað eldri húsa og afmarkast heimildin við austur og vesturbæ Kópavogs. Einkum af þörf fyrir þéttingu byggðar svo innviðir samfélagsins nýtist betur, t.d. skólar, leikskólar og samgöngukerfið.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi drög verði samþykkt.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

37.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48. Umsókn um lóðaúthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagður fram samningur, dags. 19. mars 2013 um úthlutun lóðarréttinda við Vesturvör. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.