Afgreiðslur byggingarfulltrúa

75. fundur 12. mars 2013 kl. 09:00 - 09:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Smári Magnús Smárason
  • Einar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1212305 - Austurkór 67, byggingarleyfi.

Hús Fjárfestingar ehf Jórsölum 2 sækja 1. mars 2013 um leyfi til að breyta úlitsáferð hússins að Austurkór 67.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1302260 - Austurkór 84-86, byggingarleyfi.

S.Þ. Verktakar ehf Álmakór 10 Kópavogi sækja 12 .mars 2013 um leyfi til að byggja parhús að Austurkór 84-86.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 8. febrúar 2013 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni með síðari breytingum.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1011363 - Grundarsmári 16, umsókn um byggingarleyfi.

Jón B.G. Jónsson Mýrum 4, Patreksfirði sækir 28. febrúar 2013 um leyfi til að stækka áður samþykkta sólstofu við húsið að Grundarsmára 16.
Teikn. Sveinn Ingólfsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1303032 - Hlaðbrekka 4, byggingarleyfi.

Marlin Biye Kjarrhólma 2 Kópavogi sækir 1. mars 2013 um leyfi til að byggja við húsið að Hlaðbrekku 4.
Teikn. Jeanot A. Trirenge.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 12. mars 2012 til skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.1004306 - Kópavogsbraut 1, umsókn um byggingarleyfi.

Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Kópavogi sækir 7. mars 2013 um leyfi til að lagfæra anddyri að Kópavogsbraut 1.
Teikn. Hilmar Þór Björgvinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.906161 - Smáratorg 1, umsókn um byggingarleyfi.

SMI Smáratorgi 3 Kópavogi sækir 4. febrúar 2013 um leyfi til að breyta innra skipulagi í húsinu að Smáratrogi 1.
Teikn. Egill Guðmundsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1206554 - Þorrasalir 29, umsókn um byggingarleyfi.

S.G. Smiður ehf Þrymsölum 6 Kópavogi sækir 5. nóvember 2012 um leyfi til að breyta stærð og formi hússins að Þorrasölum 29.
Teikn. Kjartann Sigurðsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 7. mars 2013 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni með síðari breytingum.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. mars 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 09:45.