Afgreiðslur byggingarfulltrúa

415. fundur 28. mars 2025 kl. 11:00 - 11:32 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
  • Sigurgeir Sveinsson starfsmaður tæknisviðs
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir fulltrúi byggingarfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.25022361 - Digranesheiði 45 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)

Eldfoss ehf., sækir um leyfi fyrir niðurrifi á einbýlishúsinu á lóðinni að Digranesheiði 45.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.25011501 - Grenigrund 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Íris Hall, sækir um leyfi fyrir að byggja viðbyggingu að Grenigrund 8.

Teikning: Kristinn Ragnarsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.24042129 - Hagasmári 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Þrjúbíó ehf., sækir um leyfi fyrir að setja upp LED skitli í stað útiskiltis að Hagasmári 1.

Teikning: Sigurður Halldórsson.
Synjað, með vísan í umsagnar skipulagsfulltrúa 21. mars 2025

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.2503446 - Hamraborg 20A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Jón Brynjar Másson, sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi í rými 0202 að Hamraborg 20A

Teikning: Mardís Malla Andersen.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.25022661 - Lækjasmári 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Alezxander Kostic, sækir um leyfi fyrir að gera breytingu á staðsetningu stiga milli rýma og tveimur gluggum bætt við á gafl hússins að Lækjarsmára 19

Teikning: Lárus Kristinn Ragnarsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.25011419 - Skemmuvegur 48-50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Goðatindur ehf., sækir um leyfi fyrir að byggja vöruskemmu að Skemmuvegi 48-50.

Teikning: Guðni Sigurbjörn Sigurðsson.
Vísað til skipulagsfulltrúa með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

7.25012419 - Skógarlind 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Yrkir eignir ehf., sækir um leyfi fyrir að setja upp LED skitli að Skógarlind 2.

Teikning: Jóhann Harðarson.
Synjað, með vísan í umsagnar skipulagsfulltrúa 21. mars 2025

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

8.25033166 - Urðarhvarf 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Elliðaárdalur ehf., sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi í rými 0202 að Urðarhvarf 8.

Teikning: Björgvin Halldórsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

9.2407563 - Vallargerði 40 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Sigtryggur Aðalbjörnsson, sækir um leyfi fyrir að hækka bílskúr um 30 cm. að Vallargerði 40

Teikning: Ágúst Þórðarson.
Vísað til skipulagsfulltrúa með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

10.24093297 - Vatnsendablettur 4A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Halla Jónsdótttir, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús að Vatnsendablett 4A.

Teikning: Arnar Grétarsson.
Samþykkt. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 11:32.