Afgreiðslur byggingarfulltrúa

406. fundur 15. nóvember 2024 kl. 11:00 - 11:37 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurgeir Sveinsson
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir fulltrúi byggingarfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.2409612 - Álfhólsvegur 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Álfhólsvegur 29 ehf., Melhaga 22, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að byggja 2ja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum að Álfhólsvegi 29.

Teikning: Mardís Malla Andersen.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 15. nóvember 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.24101302 - Álftröð 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

JÁVERK ehf., Gagnheiði 28, Selfoss sækir um leyfi fyrir að að gera breytingar á innra skipulagi og skráningartöflu að Álftöð 1.

Teikning: Ásgeir Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.24081646 - Boðaþing 1-3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Boðaþing 1-3, húsfélag, Boðaþing 1-3, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að setja svalaskjól að hluta þaksvala á 5. hæðar að Boðaþingi 1-3.

Teikning: Ragnar Auðunn Birgisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.2411591 - Digranesvegur 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Kópavogsbær, Digranesvegur 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja færanlegar kennslustofur að Digranesvegi 15.

Teikning: Páll Poulsen.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 15. nóvember 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.2411676 - Kársnesbraut 104 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

K-102 ehf., Sundagarðar 8, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi á 3, hæð að Kársnesbraut 104..

Teikning: Ragnar Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.23082307 - Melgerði 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Auðunn Jóhann Guðmundsson, Langagerði 48, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að byggja viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum að Melgerði 11.

Teikning: Haukur Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

7.24063079 - Nýbýlavegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Nýbýlavegur 4-8 ehf., Hegranesi 26, Garðabæ sækir um leyfi fyrir að gera breytingu á innra skipulagi á 2. hæðar að Nýbýlaveg 4 og 6.

Teikning: Jón Magnús Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

8.24081375 - Vallakór 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Smáragarður ehf., Skemmuvegi 2A, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi rýmis 0101, þjónustuver í stað snyrtiskóla að Vallakór 4.

Teikning: Ásta Berit Malmquist.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

9.24081792 - Vatnsendabl. Kríunes 116952 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Björn Ingi Stefánsson, Kríunes, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi og stækkun jarðhæðar að sunnanverðu Kríunesi.

Teikning: Ívar Örn Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. nóvember 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 11:37.