Afgreiðslur byggingarfulltrúa

390. fundur 05. apríl 2024 kl. 11:00 - 12:03 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
  • Þórólfur Óskarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir fulltrúi byggingarfulltrúa.
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.23091726 - Bollasmári 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Pálmi Þór Ævarsson, Bollasmára 6, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að loka rými undir viðbyggingu að Bollasmára 6.

Teikning: Emil Þór Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. apríl 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.2404745 - Hófgerði 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Borgartún ehf., Egilsmói 5, Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir að setja kvist í stað eldri og auka íbúð í kjallara, ekki á sér fasteignanúmer, að Hófgerði 18.

Teikning: Ásgeir Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 5. apríl 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.23032218 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sunnubraut 6 - Flokkur 2,

Skurn ehf., Vallá, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á innra skipulagi, útliti og lóð að Sunnubraut 6.

Teikning: Sigurður Hallgrímsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. apríl 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.2207086 - Vallakór 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Smáragarður ehf., Vallakór 4, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að fjölga bílastæðum á lóð að Vallakór 4.

Teikning: Helgi Már Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. apríl 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 12:03.