Afgreiðslur byggingarfulltrúa

308. fundur 29. janúar 2021 kl. 11:00 - 12:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bjarni Rúnar Þórðarson embættismaður
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.1505183 - Austurkór 12, byggingarleyfi.

Árni Kristinn Gunnarsson, Austurkór 12, Kópavogi, sækir um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Austurkór 12.
Teikning: Sverrir Ágústsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29.janúar 2021. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.1703804 - Skilti við Breidd

Handknattleiksfélga Kópavogs, Vallakór 12-14, Kópavogi, sækir um leyfi til að breyta tveimur flötum flettiskiltum í stafrænt skilti að við Breiddina.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 29. janúar 2021 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.2010533 - Bæjarlind 4, byggingarleyfi,

Kírópraktor Lindum ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á biðstofu og fyrirlestrasal að Bæjarlind 4.
Teikning: Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29.janúar 2021. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.2012479 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Kársnesbraut 96A

HD verk ehf., Rauðárstígur 42, Reykjavík, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að hluta í áfangaheimili að Kársnesbraut 96A.
Teikning: Jón Magnús Halldórsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 29. janúar 2021 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.2011261 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Kársnesbraut 106

STS Island ehf., Laugavegur 51, Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta hluta af atvinnuhúsnæði á 2. hæð í tvær íbúðir að Kársnesbraut 106.
Teikning: Sigurður Hallgrímsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 29. janúar 2021 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.1712350 - Melgerði 11, byggingarleyfi.

Auðunn Jóhann Guðmundsson, Langagerði 48, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Melgerði 11.
Teikning: Haukur Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 29. janúar 2021 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

7.2012521 - Vesturvör 26, byggingarleyfi.

Leigugarðar hf., Vesturvör 26, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, útliti, skráningartöflu og byggingarlýsingu að Vesturvör 26.
Teikning: Helgi Steinar Helgason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29.janúar 2021. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

8.2101705 - Vesturvör 40A, byggingarleyfi.

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, Reykjavík, sækir um leyfi til að gera byggja dreifistöð að Vesturvör 40A
Teikning: Stefán Örn Stefánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29.janúar 2021. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 12:00.