- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri. Gengið er eftir hrygg ofan við Waldorfskólann í Lækjarbotnum á Selfjallið og þaðan niður að hraunjaðri Húsfellsbruna og upp á Sandfellið. Til þess að bæta í hækkunina þá er aftur farið á Selfjallið á bakaleiðinni. Leiðin er sérlega falleg á vorin og síðsumars þegar sólarlagsins yfir Faxaflóa nýtur við. Athugið að fín bílastæði eru á hæðinni áður en keyrt er niður að skólanum og er göngufólk vinsamlega beðið um að fara ekki inn á lóð skólans.
Hægt er að fara allt árið á Selfjall og Sandfell en á veturna þarf að taka með keðjubrodda (Esjubrodda) og óþarfi að fara bröttustu leiðina upp á Sandfell, velja frekar aflíðandi leiðir og ganga í krákustígum. Á vorin á meðan frost er í jörðu getur verið drulla þarna eins og annars staðar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin